Meðal annars eru þjóðarleiðtogar Danmerkur, Svíþjóðar, Noregs í París, sem og kóngafólk og háttsettir embættismenn ESB.
Þjóðarleiðtogarnir leiða gífurlega stóra göngu um París vegna ódæðisverkana þar í vikunni. Með þeim gengu fjölskyldumeðlimir þeirra sautján sem létu lífið í árásunum.
Uppfært:
Í fyrstu stóð að enginn fulltrúi íslenskra stjórnvalda væri í París. Vísir hefur fengið ábendingu um að Nína Björk Jónsdóttir sendiráðunautur í París sé fulltrúi Íslands í göngunni.