Fuglaveisla á Hawaii 11. janúar 2015 12:54 Jimmy Walker deilir forystunni á Kapalua. AP/Getty Það er mikil spenna á Hyundai Tournament of Champions sem fram fer á Kapalua vellinum á Hawaii en í mótinu hafa aðeins þeir kylfingar þátttökurétt sem sigruðu á móti á PGA-mótaröðinni á síðasta ári. Eftir tvo hringi deila fjögur þekkt nöfn efsta sætinu á 11 höggum undir pari en það eru þeir Russell Henley,Jimmy Walker, Sang-Moon Bae og sigurvegari síðasta árs, Zach Johnson. Fimm kylfingar deila fimmta sætinu, einu höggi á eftir forystusauðunum en hinn glæsilegi Kapalua völlur, sem er par 73, er með breiðar brautir og stórar flatir og því er skor keppenda almennt mjög gott. Tilþrif dagsins í gær átti Bandaríkjamaðurinn Charlie Hoffman en hann var aðeins millimetrum frá því að fara holu í höggi á 11. holu og vinna sér inn glænýjan bíl. Hann þurfti að sætta sig við auðveldan fugl en höggið má sjá hér. Þriðji hringur frá Hawaii verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:30 í kvöld. Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það er mikil spenna á Hyundai Tournament of Champions sem fram fer á Kapalua vellinum á Hawaii en í mótinu hafa aðeins þeir kylfingar þátttökurétt sem sigruðu á móti á PGA-mótaröðinni á síðasta ári. Eftir tvo hringi deila fjögur þekkt nöfn efsta sætinu á 11 höggum undir pari en það eru þeir Russell Henley,Jimmy Walker, Sang-Moon Bae og sigurvegari síðasta árs, Zach Johnson. Fimm kylfingar deila fimmta sætinu, einu höggi á eftir forystusauðunum en hinn glæsilegi Kapalua völlur, sem er par 73, er með breiðar brautir og stórar flatir og því er skor keppenda almennt mjög gott. Tilþrif dagsins í gær átti Bandaríkjamaðurinn Charlie Hoffman en hann var aðeins millimetrum frá því að fara holu í höggi á 11. holu og vinna sér inn glænýjan bíl. Hann þurfti að sætta sig við auðveldan fugl en höggið má sjá hér. Þriðji hringur frá Hawaii verður í beinni útsendingu á Golfstöðinni frá klukkan 19:30 í kvöld.
Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira