Innlent

Keiluhöllinni í Öskjuhlíð lokað

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
vísir/e.ól
Keiluhöllin í Öskjuhlíð mun hætta rekstri 1.mars næstkomandi og hefur öllu starfsfólki hallarinnar verið sagt upp störfum. Því verður Keiluhöllin í Egilshöll eina keiluhöllin á Stór-Reykjavíkursvæðinu frá og með þeim tíma. Veislusalurinn Rúbín verður þó starfræktur áfram. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Rúnari Fjeldsted, eiganda Keiluhallarinnar.

Eigendur Keiluhallarinnar, hjónin Rúnar Fjeldsted og Björk Sigurðardóttir, hyggjast finna fasteigninni og lóðinni annað hlutverk og mun Egilshöllin alfarið taka við keflinu sem miðstöð keilunnar á Íslandi. Lóðin er 1,3 hektarar og á henni er 3000 fermetra bygging sem hýsir í dag Keiluhöllina og Rúbín.

„Samhliða þessum breytingum höfum við hjónin átt í viðræðum við áhugasama aðila um að taka við rekstrinum í Egilshöllinni. Þeim viðræðum er ekki lokið, þær ganga vel en ekki er tímabært að greina frekar frá því að svo stöddu,” segir Rúnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×