Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Snæfell 97-88 | Fyrsta tap Snæfells á árinu Ingvi Þór Sæmundsson í Ásgarði skrifar 29. janúar 2015 16:08 Dagur Kár Jónsson. Vísir/Valli Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan sigur, 97-88, á Snæfelli í 15. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Garðbæingar eru enn í 3. sæti, nú með 18 stig, jafn mörg og Njarðvík. Hólmarar eru í 5. sæti með 16 stig. Bæði lið hittu afar vel fyrir utan í leiknum (Stjarnan 56% og Snæfell 50%) og mun betur en innan teigs þar sem leikmönnum liðanna voru oft mislagðar hendur. Austin Magnús Bracey, leikmaður Snæfells, er frábær þriggja stiga skytta og sýndi það enn einu sinni í kvöld. Hann setti niður átta þrista, úr aðeins 10 skotum, og var stigahæstur gestanna í leiknum með 30 stig. Christopher Woods kom næstur með 18 stig og níu fráköst. Sautján þessara stiga komu í fyrri hálfleik en Woods náði sér engan veginn á strik í þeim seinni. Stjörnumenn leiddu með fimm stigum, 22-17, eftir 1. leikhluta, og fjórum stigum í hálfleik, 48-44. Justin Shouse fór mikinn á lokakafla fyrri hálfleiks en hann skoraði átta stig á síðustu tveimur og hálfri mínútu hálfleiksins. Shouse var stigahæstur hjá Stjörnunni í kvöld með 34 stig en Dagur Kár Jónsson átti einnig flottan leik með 28 stig. Þá skilaði nýi maðurinn, Jeremy Martez Atkinson, góðu dagsverki í sínum öðrum leik fyrir Stjörnuna. Atkinson skoraði 16 stig og tók átta fráköst. Stjörnumenn leiddu með tveimur stigum, 70-68, eftir 3. leikhluta og þeir reyndust sterkari á lokasprettinum þar sem Snæfellingar lentu í miklum villuvandræðum. Niðurstaðan níu stiga sigur Stjörnunnar, 97-88.Dagur Kár: Höfum ekkert hugsað um leikinn á sunnudaginn Dagur Kár Jónsson átti flottan leik í liði Stjörnunnar í sigrinum á Snæfelli í kvöld. Dagur skilaði 28 stigum og setti fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum niður. Hann var að vonum sáttur með sigurinn í samtali við Vísi eftir leik. "Mér fannst spilamennskan vera mjög góð. Við spiluðum góða vörn, sérstaklega í seinni hálfleik. "Sóknarlega, þá náðum við að hreyfa boltann mjög vel allan leikinn og það gaf okkur fullt af opnum skotum. "Við höfum lagt mikið upp úr því á æfingum að hreyfa boltann vel, því þannig spilum við best - þegar boltinn gengur manna á milli. "Við Justin (Shouse) hittum vel í dag og það kom til vegna þess að við hreyfðum boltann. Það er alltaf einhver sem er opinn og það voru við tveir í dag," sagði Dagur en sigurinn í kvöld var mjög mikilvægur í þeirri hörðu baráttu sem Stjarnan á í Domino's deildinni. "Það voru sex lið í þéttum pakka, svo þetta var mjög mikilvægur leikur til að slíta okkur frá þessum pakka," sagði Dagur en Stjörnumanna bíður annar mikilvægur leikur á sunnudaginn þegar Garðbæingar sækja Skallagrím heim í undanúrslitum Powerade-bikarsins. "Við höfum ekkert verið að hugsa um hann, við höfum bara einbeitt okkur að leiknum í kvöld. En núna fer undirbúningur í gang fyrir þennan risastóra leik."Ingi Þór: Dómgæslan var léleg Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var vandaði dómurunum ekki kveðjurnar eftir tap hans manna fyrir Stjörnunni í Ásgarði í kvöld. "Það voru litlir hlutir sem duttu með þeim og það skildi á milli. Við fórum sterkt upp að körfunni í jöfnum leik og kláruðum ekki, en okkur fannst brotið á okkur í allavega helmingi tilvikanna. "Á meðan voru þeir í klafsi og fengu allt of mörg vítaskot í seinni hálfleik og komust of auðveldlega á vítalínuna. "Mér fannst dómgæslan ekki góð - mér fannst hún léleg. Mér fannst engin lína í leiknum," sagði Ingi og bætti við: "Bæði lið voru óánægð, ég veit það. Stjörnumenn voru kolgeggjaðir yfir dómgæslunni en þegar þetta fór að detta þeirra megin brostu þeir og gleymdu því sem var búið að gerast. En ég gleymi því ekki, því ég tapaði." Ingi var einnig ósáttur með hvernig hans menn byrjuðu leikinn en Stjarnan var sterkari aðilinn í 1. leikhluta. "Við vorum of "soft" í byrjun leiksins. Við hleyptum Justin í sinn leik og vorum eins og keilur að dekka hann. Hann var bara á skotæfingu. Hann á ekki að fá svona opin skot. "Við gerðum betur varnarlega í seinni hálfleik en mig vantaði framlag frá mínum lykilmönnum þá, sérstaklega Chris (Woods) og Sigga (Þorvaldssyni)," sagði Ingi en Sigurður hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. "Siggi rétt hangir saman og við þurfum að fá hann heilan til að geta unnið svona stóra leiki," sagði Ingi að lokum.Stjarnan - Snæfell: Bein textalýsingLeik lokið | 97-88 | Mikilvægur sigur hjá Stjörnunni staðreynd.40. mín | 93-88 | Gestirnir eru búnir að skora fjögur stig í röð og eru aðeins fimm stigum frá heimamönnum. Það er tæp mínúta eftir af leiknum.39. mín | 93-84 | Þetta lítur æ verr út fyrir gestina. Niu stigum undir og Austin og Pálmi báðir komnir með fimm villur.37. mín | 90-81 | Stjörnumenn hafa ágætis tök á leiknum þessa stundina. Pálmi fékk rétt í þessu sína fimmtu villu. Hann lauk leik með 10 stig.36. mín | 80-77 | Tómas eykur muninn í þrjú stig. Jón Orri fékk sína fimmtu villu fyrir stuttu síðan. Snjólfur hefur einnig lokið leik hjá Snæfelli vegna fimm villna.33. mín | 74-73 | Heimamenn leiða með einu stigi. Bæði lið eru að hitta betur úr þristum en inni í teig í leiknum.31. mín | 70-68 | Austin kemur gestunum yfir með sínum sjöunda þristi í leiknum. Hann er kominn með 23 stig og er stigahæstur hjá Snæfelli.Biðjumst afsökunar á að engin textalýsing var í 3. leikhluta. Netsambandið hér í Ásgarði er ekki alltaf upp á það besta og það datt út á versta tíma.Fyrri hálfleik lokið | 48-44 | Það er sami munur á liðunum og var eftir 1. leikhluta. Bæði lið eru að hitta frábærlega fyrir utan þriggja stiga línuna; Stjarnan er með 64% skotnýtingu og Snæfell 60%. Gestirnir þurfa að fá fleiri í gang í sókninni; Austin og Woods eru báðir komnir með 17 stig en næstu menn þar á eftir eru aðeins með þrjú. Justin var frábær á lokamínútum fyrri hálfleiks og er kominn með 21 stig. Dagur er einnig búinn að vera góður með 16 stig og þrjár stoðsendingar.19. mín | 43-38 | Justin setur niður þrjú vítaskot eftir að Sigurður braut á honum í skoti fyrir utan. Gestirnir eru mjög ósáttir með dóminn og telja leikstjórnandann hafa kryddað þetta full mikið.17. mín | 36-38 | Hrafn tekur leikhlé eftir 7-3 sprett hjá Snæfellingum sem eru sjóðheitir fyrir utan, raunar líkt og heimamenn. Liðin hafa aðeins misnotað fimm þriggja stiga skot, samanlagt, í leiknum.16. mín | 33-31 | Liðin skiptast á að skora þessa stundina. Snæfell hefur í tvígang komist yfir en Stjarnan er byrjuð að hitta aftur fyrir utan.14. mín | 24-21 | Fjögur stig frá gestunum í röð. Munurinn kominn niður í þrjú stig. Vörnin hjá Snæfelli hefur verið að þéttast á síðustu mínútum. Woods er þegar búinn að verja þrjú skot frá leikmönnum Stjörnunnar.11. mín | 24-17 | Atkinson skorar fyrstu stig 2. leikhluta. Hann er kominn mep sex stig í heildina.Fyrsta leikhluta lokið | 22-17 | Stjörnumenn hafa verið sterkari aðilinn í þessum fyrsta leikhluta, sérstaklega framan af. Garðbæingar komust mest 10 stigum yfir, 17-7, en tveir þristar frá Austin minnkuðu bilið milli liðanna. Justin er stigahæstur hjá heimamönnum með átta stig en Dagur kemur næstur með sjö. Austin hefur skorað flest stig fyrir gestina, eða níu talsins. Woods er með sex stig og þrjú fráköst.9. mín | 17-15 | Tveir þristar í röð hjá Austin og munurinn er kominn niður í tvö stig. Stjörnumenn mega ekki gefa honum pláss til að skjóta fyrir utan.7. mín | 17-9 | Heimamenn eru með fín tök á leiknum og leiða með átta stigum. Justin er kominn með átta stig og Dagur fimm.5. mín | 12-7 | Justin setur niður skot og fær víti að auki. Ingi Þór tekur leikhlé. Hans menn verða að herða vörnina ætli þeir sér að fá eitthvað út úr þessum leik. Stjarnan leiðir frákastabaráttuna 7-3.4. mín | 10-7 | Austin setur sinn fyrsta þrist niður og minnkar muninn í þrjú stig. Varnarleikur gestanna er slakur þessar fyrstu mínútur leiksins.2. mín | 5-0 | Heimamenn byrja betur. Atkinson skoraði fyrstu stig leiksins og Shouse bætti svo þristi við.Leikur hafinn | 0-0 | Jón Orri vinnur uppkastið fyrir Stjörnuna.Fyrir leik: Það er skammt stórra högga á milli hjá Stjörnunni en á sunnudaginn halda Garðbæingar vestur í Borgarnes þar sem þeir mæta Skallagrími í undanúrslitum Powerade-bikarsins. Í hinum undanúrslitaleiknum tekur KR á móti Tindastóli. Sá leikur fer fram á mánudaginn.Fyrir leik: Fiskikóngurinn er á sínum stað hér í Ásgarði. Michael Jackson er á fóninum í augnablikinu.Fyrir leik: Garðbæingar spila jafnan á fleiri leikmönnum en Snæfell sem er með þunnskipaðan leikmannahóp. Lykilmenn Snæfells fá að jafnaði litla hvíld í leikjum; Sigurður spilar að meðaltali í 37:07 mínútur, Austin í 35:25, Woods í 35:32 og Stefán Karel Torfason í 30:52. Til samanburðar þá er Dagur sá leikmaður Stjörnunnar sem spilar mest að meðaltali í leik, eða 32:22 mínútur. Justin Shouse kemur næstur með 30:57 mínútur að meðaltali í leik.Fyrir leik: Stjörnumenn munu væntanlega forðast að skilja liðsmenn Snæfells eina eftir fyrir utan þriggja stiga línuna þar sem þeir hafa verið heitir í vetur. Snæfell hefur sett niður 38,6% skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna í vetur, samanborið við 31,3% hjá Stjörnunni. Garðbæingar verða að hafa sérstakar gætur á Austin Magnús Bracey sem er með 46,4% skotnýtingu í þristum en hann tekur að meðaltali 6,9 slíka í leik. Reynsluboltarnir Sigurður Þorvaldsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson eru líka með vel yfir 40% þriggja stiga nýtingu í vetur. Fyrir leik: Snæfell hefur einnig skipt um Kana á tímabilinu en í byrjun nóvember samdi félagið við Christopher Woods sem kom í stað Willie Nelson sem spilaði fyrstu fjóra deildarleiki Snæfells í vetur. Woods, sem lék áður með Val, hefur reynst Snæfelli vel en hann er bæði stiga- og frákastahæsti leikmaður liðsins í vetur - með 22,6 stig og 14,8 fráköst.Fyrir leik: Heimamenn tefla fram nýjum bandarískum leikmanni, Jeremy Martez Atkinson, en hann kemur í stað Jarrids Frye sem Stjörnumenn létu fara. Atkinson, sem er 24 ára, þreytti frumraun sína með Stjörnunni í tapleiknum gegn Grindavík fyrir viku þar sem hann skoraði 10 stig og tók þrjú fráköst á 15 mínútum. Atkinson er 1,93 m á hæð og leikur í stöðu framherja.Fyrir leik: Stjörnumenn hafa unnið átta leiki í röð í Ásgarði, sex í deildinni og tvo í bikarnum. Síðasti tapleikur liðsins í Garðabæ var á móti Tindastól í 1. umferð.Fyrir leik: Snæfellingar töpuðu síðast í deildinni á móti Grindavík í desember en hafa unnið þrjá fyrstu deildarleiki ársins á móti Fjölni, Haukum og Skallagrími.Fyrir leik: Stjarnan vann ellefu stiga sigur á Snæfelli, 92-81, í fyrri leik liðanna í Hólminum eftir að hafa unnið seinni hálfleikinn með fjórtán stigum. Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira
Stjarnan vann gríðarlega mikilvægan sigur, 97-88, á Snæfelli í 15. umferð Domino's deildar karla í kvöld. Garðbæingar eru enn í 3. sæti, nú með 18 stig, jafn mörg og Njarðvík. Hólmarar eru í 5. sæti með 16 stig. Bæði lið hittu afar vel fyrir utan í leiknum (Stjarnan 56% og Snæfell 50%) og mun betur en innan teigs þar sem leikmönnum liðanna voru oft mislagðar hendur. Austin Magnús Bracey, leikmaður Snæfells, er frábær þriggja stiga skytta og sýndi það enn einu sinni í kvöld. Hann setti niður átta þrista, úr aðeins 10 skotum, og var stigahæstur gestanna í leiknum með 30 stig. Christopher Woods kom næstur með 18 stig og níu fráköst. Sautján þessara stiga komu í fyrri hálfleik en Woods náði sér engan veginn á strik í þeim seinni. Stjörnumenn leiddu með fimm stigum, 22-17, eftir 1. leikhluta, og fjórum stigum í hálfleik, 48-44. Justin Shouse fór mikinn á lokakafla fyrri hálfleiks en hann skoraði átta stig á síðustu tveimur og hálfri mínútu hálfleiksins. Shouse var stigahæstur hjá Stjörnunni í kvöld með 34 stig en Dagur Kár Jónsson átti einnig flottan leik með 28 stig. Þá skilaði nýi maðurinn, Jeremy Martez Atkinson, góðu dagsverki í sínum öðrum leik fyrir Stjörnuna. Atkinson skoraði 16 stig og tók átta fráköst. Stjörnumenn leiddu með tveimur stigum, 70-68, eftir 3. leikhluta og þeir reyndust sterkari á lokasprettinum þar sem Snæfellingar lentu í miklum villuvandræðum. Niðurstaðan níu stiga sigur Stjörnunnar, 97-88.Dagur Kár: Höfum ekkert hugsað um leikinn á sunnudaginn Dagur Kár Jónsson átti flottan leik í liði Stjörnunnar í sigrinum á Snæfelli í kvöld. Dagur skilaði 28 stigum og setti fimm af sjö þriggja stiga skotum sínum niður. Hann var að vonum sáttur með sigurinn í samtali við Vísi eftir leik. "Mér fannst spilamennskan vera mjög góð. Við spiluðum góða vörn, sérstaklega í seinni hálfleik. "Sóknarlega, þá náðum við að hreyfa boltann mjög vel allan leikinn og það gaf okkur fullt af opnum skotum. "Við höfum lagt mikið upp úr því á æfingum að hreyfa boltann vel, því þannig spilum við best - þegar boltinn gengur manna á milli. "Við Justin (Shouse) hittum vel í dag og það kom til vegna þess að við hreyfðum boltann. Það er alltaf einhver sem er opinn og það voru við tveir í dag," sagði Dagur en sigurinn í kvöld var mjög mikilvægur í þeirri hörðu baráttu sem Stjarnan á í Domino's deildinni. "Það voru sex lið í þéttum pakka, svo þetta var mjög mikilvægur leikur til að slíta okkur frá þessum pakka," sagði Dagur en Stjörnumanna bíður annar mikilvægur leikur á sunnudaginn þegar Garðbæingar sækja Skallagrím heim í undanúrslitum Powerade-bikarsins. "Við höfum ekkert verið að hugsa um hann, við höfum bara einbeitt okkur að leiknum í kvöld. En núna fer undirbúningur í gang fyrir þennan risastóra leik."Ingi Þór: Dómgæslan var léleg Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, var vandaði dómurunum ekki kveðjurnar eftir tap hans manna fyrir Stjörnunni í Ásgarði í kvöld. "Það voru litlir hlutir sem duttu með þeim og það skildi á milli. Við fórum sterkt upp að körfunni í jöfnum leik og kláruðum ekki, en okkur fannst brotið á okkur í allavega helmingi tilvikanna. "Á meðan voru þeir í klafsi og fengu allt of mörg vítaskot í seinni hálfleik og komust of auðveldlega á vítalínuna. "Mér fannst dómgæslan ekki góð - mér fannst hún léleg. Mér fannst engin lína í leiknum," sagði Ingi og bætti við: "Bæði lið voru óánægð, ég veit það. Stjörnumenn voru kolgeggjaðir yfir dómgæslunni en þegar þetta fór að detta þeirra megin brostu þeir og gleymdu því sem var búið að gerast. En ég gleymi því ekki, því ég tapaði." Ingi var einnig ósáttur með hvernig hans menn byrjuðu leikinn en Stjarnan var sterkari aðilinn í 1. leikhluta. "Við vorum of "soft" í byrjun leiksins. Við hleyptum Justin í sinn leik og vorum eins og keilur að dekka hann. Hann var bara á skotæfingu. Hann á ekki að fá svona opin skot. "Við gerðum betur varnarlega í seinni hálfleik en mig vantaði framlag frá mínum lykilmönnum þá, sérstaklega Chris (Woods) og Sigga (Þorvaldssyni)," sagði Ingi en Sigurður hefur verið að glíma við meiðsli að undanförnu. "Siggi rétt hangir saman og við þurfum að fá hann heilan til að geta unnið svona stóra leiki," sagði Ingi að lokum.Stjarnan - Snæfell: Bein textalýsingLeik lokið | 97-88 | Mikilvægur sigur hjá Stjörnunni staðreynd.40. mín | 93-88 | Gestirnir eru búnir að skora fjögur stig í röð og eru aðeins fimm stigum frá heimamönnum. Það er tæp mínúta eftir af leiknum.39. mín | 93-84 | Þetta lítur æ verr út fyrir gestina. Niu stigum undir og Austin og Pálmi báðir komnir með fimm villur.37. mín | 90-81 | Stjörnumenn hafa ágætis tök á leiknum þessa stundina. Pálmi fékk rétt í þessu sína fimmtu villu. Hann lauk leik með 10 stig.36. mín | 80-77 | Tómas eykur muninn í þrjú stig. Jón Orri fékk sína fimmtu villu fyrir stuttu síðan. Snjólfur hefur einnig lokið leik hjá Snæfelli vegna fimm villna.33. mín | 74-73 | Heimamenn leiða með einu stigi. Bæði lið eru að hitta betur úr þristum en inni í teig í leiknum.31. mín | 70-68 | Austin kemur gestunum yfir með sínum sjöunda þristi í leiknum. Hann er kominn með 23 stig og er stigahæstur hjá Snæfelli.Biðjumst afsökunar á að engin textalýsing var í 3. leikhluta. Netsambandið hér í Ásgarði er ekki alltaf upp á það besta og það datt út á versta tíma.Fyrri hálfleik lokið | 48-44 | Það er sami munur á liðunum og var eftir 1. leikhluta. Bæði lið eru að hitta frábærlega fyrir utan þriggja stiga línuna; Stjarnan er með 64% skotnýtingu og Snæfell 60%. Gestirnir þurfa að fá fleiri í gang í sókninni; Austin og Woods eru báðir komnir með 17 stig en næstu menn þar á eftir eru aðeins með þrjú. Justin var frábær á lokamínútum fyrri hálfleiks og er kominn með 21 stig. Dagur er einnig búinn að vera góður með 16 stig og þrjár stoðsendingar.19. mín | 43-38 | Justin setur niður þrjú vítaskot eftir að Sigurður braut á honum í skoti fyrir utan. Gestirnir eru mjög ósáttir með dóminn og telja leikstjórnandann hafa kryddað þetta full mikið.17. mín | 36-38 | Hrafn tekur leikhlé eftir 7-3 sprett hjá Snæfellingum sem eru sjóðheitir fyrir utan, raunar líkt og heimamenn. Liðin hafa aðeins misnotað fimm þriggja stiga skot, samanlagt, í leiknum.16. mín | 33-31 | Liðin skiptast á að skora þessa stundina. Snæfell hefur í tvígang komist yfir en Stjarnan er byrjuð að hitta aftur fyrir utan.14. mín | 24-21 | Fjögur stig frá gestunum í röð. Munurinn kominn niður í þrjú stig. Vörnin hjá Snæfelli hefur verið að þéttast á síðustu mínútum. Woods er þegar búinn að verja þrjú skot frá leikmönnum Stjörnunnar.11. mín | 24-17 | Atkinson skorar fyrstu stig 2. leikhluta. Hann er kominn mep sex stig í heildina.Fyrsta leikhluta lokið | 22-17 | Stjörnumenn hafa verið sterkari aðilinn í þessum fyrsta leikhluta, sérstaklega framan af. Garðbæingar komust mest 10 stigum yfir, 17-7, en tveir þristar frá Austin minnkuðu bilið milli liðanna. Justin er stigahæstur hjá heimamönnum með átta stig en Dagur kemur næstur með sjö. Austin hefur skorað flest stig fyrir gestina, eða níu talsins. Woods er með sex stig og þrjú fráköst.9. mín | 17-15 | Tveir þristar í röð hjá Austin og munurinn er kominn niður í tvö stig. Stjörnumenn mega ekki gefa honum pláss til að skjóta fyrir utan.7. mín | 17-9 | Heimamenn eru með fín tök á leiknum og leiða með átta stigum. Justin er kominn með átta stig og Dagur fimm.5. mín | 12-7 | Justin setur niður skot og fær víti að auki. Ingi Þór tekur leikhlé. Hans menn verða að herða vörnina ætli þeir sér að fá eitthvað út úr þessum leik. Stjarnan leiðir frákastabaráttuna 7-3.4. mín | 10-7 | Austin setur sinn fyrsta þrist niður og minnkar muninn í þrjú stig. Varnarleikur gestanna er slakur þessar fyrstu mínútur leiksins.2. mín | 5-0 | Heimamenn byrja betur. Atkinson skoraði fyrstu stig leiksins og Shouse bætti svo þristi við.Leikur hafinn | 0-0 | Jón Orri vinnur uppkastið fyrir Stjörnuna.Fyrir leik: Það er skammt stórra högga á milli hjá Stjörnunni en á sunnudaginn halda Garðbæingar vestur í Borgarnes þar sem þeir mæta Skallagrími í undanúrslitum Powerade-bikarsins. Í hinum undanúrslitaleiknum tekur KR á móti Tindastóli. Sá leikur fer fram á mánudaginn.Fyrir leik: Fiskikóngurinn er á sínum stað hér í Ásgarði. Michael Jackson er á fóninum í augnablikinu.Fyrir leik: Garðbæingar spila jafnan á fleiri leikmönnum en Snæfell sem er með þunnskipaðan leikmannahóp. Lykilmenn Snæfells fá að jafnaði litla hvíld í leikjum; Sigurður spilar að meðaltali í 37:07 mínútur, Austin í 35:25, Woods í 35:32 og Stefán Karel Torfason í 30:52. Til samanburðar þá er Dagur sá leikmaður Stjörnunnar sem spilar mest að meðaltali í leik, eða 32:22 mínútur. Justin Shouse kemur næstur með 30:57 mínútur að meðaltali í leik.Fyrir leik: Stjörnumenn munu væntanlega forðast að skilja liðsmenn Snæfells eina eftir fyrir utan þriggja stiga línuna þar sem þeir hafa verið heitir í vetur. Snæfell hefur sett niður 38,6% skota sinna fyrir utan þriggja stiga línuna í vetur, samanborið við 31,3% hjá Stjörnunni. Garðbæingar verða að hafa sérstakar gætur á Austin Magnús Bracey sem er með 46,4% skotnýtingu í þristum en hann tekur að meðaltali 6,9 slíka í leik. Reynsluboltarnir Sigurður Þorvaldsson og Pálmi Freyr Sigurgeirsson eru líka með vel yfir 40% þriggja stiga nýtingu í vetur. Fyrir leik: Snæfell hefur einnig skipt um Kana á tímabilinu en í byrjun nóvember samdi félagið við Christopher Woods sem kom í stað Willie Nelson sem spilaði fyrstu fjóra deildarleiki Snæfells í vetur. Woods, sem lék áður með Val, hefur reynst Snæfelli vel en hann er bæði stiga- og frákastahæsti leikmaður liðsins í vetur - með 22,6 stig og 14,8 fráköst.Fyrir leik: Heimamenn tefla fram nýjum bandarískum leikmanni, Jeremy Martez Atkinson, en hann kemur í stað Jarrids Frye sem Stjörnumenn létu fara. Atkinson, sem er 24 ára, þreytti frumraun sína með Stjörnunni í tapleiknum gegn Grindavík fyrir viku þar sem hann skoraði 10 stig og tók þrjú fráköst á 15 mínútum. Atkinson er 1,93 m á hæð og leikur í stöðu framherja.Fyrir leik: Stjörnumenn hafa unnið átta leiki í röð í Ásgarði, sex í deildinni og tvo í bikarnum. Síðasti tapleikur liðsins í Garðabæ var á móti Tindastól í 1. umferð.Fyrir leik: Snæfellingar töpuðu síðast í deildinni á móti Grindavík í desember en hafa unnið þrjá fyrstu deildarleiki ársins á móti Fjölni, Haukum og Skallagrími.Fyrir leik: Stjarnan vann ellefu stiga sigur á Snæfelli, 92-81, í fyrri leik liðanna í Hólminum eftir að hafa unnið seinni hálfleikinn með fjórtán stigum.
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið „Við lokuðum á allt sem þær reyndu að koma með í endann“ Sjá meira