Ráðherra segir framandi hugmynd að rukka fyrir aðgang að Þingvöllum Aðalsteinn Kjartansson skrifar 29. janúar 2015 12:32 Umdeilt frumvarp Ragnheiðar um náttúrupassa komið til umræðu í þinginu. Vísir/GVA Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði það vera framandi hugmynd að rukka fyrir aðgengi að Þingvöllum en að staðurinn væri einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Þetta sagði hún í framsögu sinni þegar hún talaði fyrir lögum um náttúrupassa á þinginu í morgun. „Þingvellir hafa mikið verið í umræðunni og ég hef sagt það áður og segi það enn að auðvitað er það framandi hugmynd að ætla sér að fara að greiða aðgangseyri að þingvöllum. Það er það. Þetta er helgistaðurinn okkur, þetta er okkar þjóðareign og okkur þykir það framandi hugmynd“ sagði hún. „En við megum ekki gleyma því að Þingvellir eru um leið einn okkar fjölsóttustu ferðamannastaða.“Þegar er til staðar heimild til að rukka aðgang að Þingvöllum.Vísir/GVAÞegar heimild til að rukka Ragnheiður benti sérstaklega á í ræðu sinni að gjaldtökuheimildir væru til staðar í náttúruverandarlögum. Hún sagði að það væri vegna þess að löggjafinn sjái að með tilliti til náttúruverandar sé möguleiki á að það þurfi að innheimta aðgangseyri til að tryggja fjármuni til uppbyggingar. „Frá árinu 1999 hefur verið skýrt kveðið á um það í íslenskum lögum að umsjónarmönum náttúruverandarsvæða sé heimilt að ákvarða sérstakt gjald,“ sagði hún og las síðan upp úr lögum um náttúruvernd þar sem heimilað er að taka gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafi orðið af völdum ferðamanna eða ef hætta er á spjöllum. Þá benti hún á að samskonar ákvæði væri í bæði lögum um Vatnajökulsþjóðgarð og Þingvelli. Engin gjaldhlið Þingmönnum varð tíðrætt um stöðumælaverði en ráðherra líkti í framsögu sinni eftirliti með náttúrupassa við eftirliti með stöðulagabrotum. Höfðu þeir misgóða reynslu af viðskiptum við stöðumælaverði og var meðal annars velt upp hversu marga náttúruverði þyrfti án þess að svar fengist.Engin gjaldhlið verða líkt og var þegar rukkaður var aðgangseyrir að Geysi.Vísir/Pjetur„Eftirlit verður með svipuðum hætti, það má líkja því við stöðumælaeftirlit. Við getum tekið sénsinn á því að leggja á Laugaveginum án þess að borga í stöðumæli en við eigum þá á hættu að stöðumælavörðurinn gangi framhjá og sekti okkur um hærri upphæð,“ sagði hún. „Það er ekki verið að stofna hér eftirlitssveitir. Það er ekki verið að skriðtækla fólk hérna upp um allar jarðir og sekta fólk.“ Hún sagði að ríkið hefði engan áhuga á því að vera með eftirlitssveitir á hverjum „Það verða ekki gjaldahlið og það verða ekki farartálmar,“ sagði hún og bætti við: „Menn geta farið á rjúpu, menn geta farið í berjamó og menn geta farið og keyrt í gegnum þjóðgarðinn á leið sinni frá Reykjavík upp í Biskupstungur ef þeir svo kjósa, án þess að vera með náttúrupassa.“Tekist á um grundvallaratriði Til orðaskipta kom á milli Ragnheiðar og Ólínu Þorvarðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um grundvallaratriði um hverjir eigi að standa straum af rekstri náttúruverðmæta. Ragnheiður talaði um að þeir ættu að greiða sem njóta á meðan Ólína talaði um að þeir ættu að greiða sem græddu. Ólína og Ragnheiður voru ósammála um grundvallaratriði.Vísir/GVA„Þeir eiga að borga sem græða og það eru ferðaþjónustufyrirtækin sem græða og gera út á nýtingu ferðamannastaða. Alveg eins og útgerðin gerir út á nýtingu fiskistofna og fiskveiðiauðlindarinnar. Þetta er nákvæmlega það sama,“ sagði Ólína. „Ég tel og finnst einsýnt að þeir sem að í raun og veru nýta náttúruauðlindirnar séu þeir hinir sömu og standa straum af því að verja þær og að tryggja sjálfbærni þeirra. Það er ekki síst hin samfélagslega ábyrgð sem slíkir nýtingaraðilar bera.“ Ragnheiður sagðist einfaldlega vera ósammála Ólínu. „Ég er mjög hlynnt því prinsippi að þeir borga sem njóta,“ sagði Ragnheiður og sagði frumvarpið um náttúrupassann meðal annars verið lagt fram á grundvelli sjónarmiði um nytjagreiðsluregluna svokölluðu, sem í grunnin snýst um að þeir sem nota og njóta greiði.Hvað er gjaldið hátt? Reiknað er með að náttúrupassi skili allt að fimm milljörðum króna í ríkissjóð og að stærstur hluti þeirra tekna komi til vegna erlendra ferðamanna. Passinn kostar 1.500 krónur og gildir til þriggja ára í senn og er fyrir alla 18 ára og eldri. Það þýðir að passinn kostar 500 krónur á ári, eða rúma krónu á dag. Uppfært með réttu verði á náttúrupassanum. Alþingi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, sagði það vera framandi hugmynd að rukka fyrir aðgengi að Þingvöllum en að staðurinn væri einn fjölsóttasti ferðamannastaður landsins. Þetta sagði hún í framsögu sinni þegar hún talaði fyrir lögum um náttúrupassa á þinginu í morgun. „Þingvellir hafa mikið verið í umræðunni og ég hef sagt það áður og segi það enn að auðvitað er það framandi hugmynd að ætla sér að fara að greiða aðgangseyri að þingvöllum. Það er það. Þetta er helgistaðurinn okkur, þetta er okkar þjóðareign og okkur þykir það framandi hugmynd“ sagði hún. „En við megum ekki gleyma því að Þingvellir eru um leið einn okkar fjölsóttustu ferðamannastaða.“Þegar er til staðar heimild til að rukka aðgang að Þingvöllum.Vísir/GVAÞegar heimild til að rukka Ragnheiður benti sérstaklega á í ræðu sinni að gjaldtökuheimildir væru til staðar í náttúruverandarlögum. Hún sagði að það væri vegna þess að löggjafinn sjái að með tilliti til náttúruverandar sé möguleiki á að það þurfi að innheimta aðgangseyri til að tryggja fjármuni til uppbyggingar. „Frá árinu 1999 hefur verið skýrt kveðið á um það í íslenskum lögum að umsjónarmönum náttúruverandarsvæða sé heimilt að ákvarða sérstakt gjald,“ sagði hún og las síðan upp úr lögum um náttúruvernd þar sem heimilað er að taka gjald fyrir aðgang að svæðinu ef spjöll hafi orðið af völdum ferðamanna eða ef hætta er á spjöllum. Þá benti hún á að samskonar ákvæði væri í bæði lögum um Vatnajökulsþjóðgarð og Þingvelli. Engin gjaldhlið Þingmönnum varð tíðrætt um stöðumælaverði en ráðherra líkti í framsögu sinni eftirliti með náttúrupassa við eftirliti með stöðulagabrotum. Höfðu þeir misgóða reynslu af viðskiptum við stöðumælaverði og var meðal annars velt upp hversu marga náttúruverði þyrfti án þess að svar fengist.Engin gjaldhlið verða líkt og var þegar rukkaður var aðgangseyrir að Geysi.Vísir/Pjetur„Eftirlit verður með svipuðum hætti, það má líkja því við stöðumælaeftirlit. Við getum tekið sénsinn á því að leggja á Laugaveginum án þess að borga í stöðumæli en við eigum þá á hættu að stöðumælavörðurinn gangi framhjá og sekti okkur um hærri upphæð,“ sagði hún. „Það er ekki verið að stofna hér eftirlitssveitir. Það er ekki verið að skriðtækla fólk hérna upp um allar jarðir og sekta fólk.“ Hún sagði að ríkið hefði engan áhuga á því að vera með eftirlitssveitir á hverjum „Það verða ekki gjaldahlið og það verða ekki farartálmar,“ sagði hún og bætti við: „Menn geta farið á rjúpu, menn geta farið í berjamó og menn geta farið og keyrt í gegnum þjóðgarðinn á leið sinni frá Reykjavík upp í Biskupstungur ef þeir svo kjósa, án þess að vera með náttúrupassa.“Tekist á um grundvallaratriði Til orðaskipta kom á milli Ragnheiðar og Ólínu Þorvarðardóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um grundvallaratriði um hverjir eigi að standa straum af rekstri náttúruverðmæta. Ragnheiður talaði um að þeir ættu að greiða sem njóta á meðan Ólína talaði um að þeir ættu að greiða sem græddu. Ólína og Ragnheiður voru ósammála um grundvallaratriði.Vísir/GVA„Þeir eiga að borga sem græða og það eru ferðaþjónustufyrirtækin sem græða og gera út á nýtingu ferðamannastaða. Alveg eins og útgerðin gerir út á nýtingu fiskistofna og fiskveiðiauðlindarinnar. Þetta er nákvæmlega það sama,“ sagði Ólína. „Ég tel og finnst einsýnt að þeir sem að í raun og veru nýta náttúruauðlindirnar séu þeir hinir sömu og standa straum af því að verja þær og að tryggja sjálfbærni þeirra. Það er ekki síst hin samfélagslega ábyrgð sem slíkir nýtingaraðilar bera.“ Ragnheiður sagðist einfaldlega vera ósammála Ólínu. „Ég er mjög hlynnt því prinsippi að þeir borga sem njóta,“ sagði Ragnheiður og sagði frumvarpið um náttúrupassann meðal annars verið lagt fram á grundvelli sjónarmiði um nytjagreiðsluregluna svokölluðu, sem í grunnin snýst um að þeir sem nota og njóta greiði.Hvað er gjaldið hátt? Reiknað er með að náttúrupassi skili allt að fimm milljörðum króna í ríkissjóð og að stærstur hluti þeirra tekna komi til vegna erlendra ferðamanna. Passinn kostar 1.500 krónur og gildir til þriggja ára í senn og er fyrir alla 18 ára og eldri. Það þýðir að passinn kostar 500 krónur á ári, eða rúma krónu á dag. Uppfært með réttu verði á náttúrupassanum.
Alþingi Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Fyrsta skóflustunga tekin í skugga meirihlutaviðræðna Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Skagamenn undirbúa viðbragð við verkfalli Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Sjá meira