Innlent

Eyþór Arnalds næsti formaður Þjóðleikhússráðs

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Eyþór hefur lauslega tengingu við Þjóðleikhúsið en amma hans, Guðrún Laxdal heitin, var um tíma leikmunavörður í Þjóðleikhúsinu.
Eyþór hefur lauslega tengingu við Þjóðleikhúsið en amma hans, Guðrún Laxdal heitin, var um tíma leikmunavörður í Þjóðleikhúsinu. Vísir
Eyþór Arnalds verður næsti formaður Þjóðleikhússráðs samkvæmt ákvörðun Illuga Gunnarssonar mennta- og menningarmálaráðherra. Eyþór tekur við af Magnúsi Ragnarssyni. Eyþór hefur störf þann 1. febrúar.

Magnús hafði aðeins sinnt embættinu í skamman tíma en hann tók við formennsku þegar Ingimundur Sigfússon sagði sig frá ráðinu í nóvember síðastliðnum.

Magnús óskaði eftir því að láta af störfum eftir skamma veru í embætti. Varð Illugi við beiðni Magnúsar þann 5. janúar en Magnús gat ekki sinnt formennskunni vegna anna í starfi hjá Símanum.

Eyþór Arnalds var áður oddviti sjálfstæðismanna í Árborg auk þess að vera sellóleikari í Todmobile og liðsmaður í hljómsveitinni Tappi Tíkarrass. Hann hefur lauslega tengingu við Þjóðleikhúsið en amma hans, Guðrún Laxdal heitin, var um tíma leikmunavörður í Þjóðleikhúsinu.

Meðal annarra sem gengt hafa embætti formanns Þjóðleikhússráðs er Árni Johnsen.

Þjóðleikhúsráð verður þannig skipað:

Eyþór Laxdal Arnalds, formaður, skipaður án tilnefningar,

Herdís Þórðardóttir varaformaður, skipuð án tilnefningar,

Ragnar Kjartansson, skipaður án tilnefningar,

Randver Þorláksson, tilnefndur af Félagi íslenskra leikara,

Agnar Jón Egilsson, tilnefndur af Félagi leikstjóra á Íslandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×