„Væri sárt að missa af ÓL í Ríó“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 27. janúar 2015 16:00 Aron Kristjánsson, landsliðsþjálfari. Vísir/Eva Björk Íslenska handboltalandsliðið á enn möguleika á að komast á næstu Ólympíuleika en óhætt er að segja að þeir hafi stórminnkað er Ísland tapaði fyrir Danmörku í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í gær. Heimsmeistararnir, gestgjafarnir og allir álfumeistararnir fá þátttökurétt á leikunum - alls sex lið. Tólf lið berjast svo um hin sex Ólympíusætin í undankeppni. Sex af þessum tólf sætum í undankeppninni er úthlutað hér á HM í Katar. Þau sex lið sem enda í 2.-7. sæti fara í undankeppnina og í því fólust mestu möguleikar Íslands að komast á Ólympíuleikana. Þeir eru nú úr sögunni enda féll Ísland úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar og hafnaði í ellefta sæti. Næsta Evrópumeistaramót mun ráða úrslitum um vonir þeirra Evrópuþjóða sem eftir standa um að komast til Ríó. Verði Ísland Evrópumeistari fara strákarnir okkar beint inn á Ólympíuleikana og þurfa ekki að fara í undankeppnina.Sjá einnig: Ísland endaði í ellefta sætinu á HM í Katar En að öðrum kosti þurfa strákarnir að verða í í hópi þeirra tveggja liða sem bestum árangri ná á EM í Póllandi af þeim liðum sem ekki tryggja sér þátttökurétt á HM hér í Katar. Sjö þjóðir af þeim átta sem komust í 8-liða úrslit HM í handbolta eru Evrópuþjóðir. Ef þessar sjö þjóðir komast allar í undankeppnina fyrir ÓL og raða sér svo í efstu sjö sæti EM á næsta ári munu áttunda og níunda sætið á EM í Póllandi gefa þátttökurétt í undankeppninni. Ef að Ísland kemst á EM, sem enn er óvíst, er líklegt að strákarnir muni berjast við lið eins og Svíþjóð, Makedóníu, Austurríki, Rússland og Tékkland um þessi mikilvægu sæti á EM í Póllandi.Sjá einnig: Guðmundur: Þykir vænt um drengina í íslenska liðinu „Það væri afar sárt að missa af Ólympíuleikunum ef það verður svo niðurstaðan. Ég verð að segja það,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, við Vísi eftir leikinn gegn Dönum í gær. „Það er þó enn möguleiki að fá þetta sæti í gegnum EM á næsta ári,“ ítrekar Aron og bendir á að fyrirfram var vitað hversu erfið leiðin inn í 8-liða úrslitin á HM í Katar yrði. „Við lendum í þrijða sæti í gríðarlega erfiðum riðli og lendum svo gegn Dönum sem urðu í öðru sæti í sínum riðli. Það er hálfgalið því að míni viti eru Danir með eitt af 2-3 sterkustu liðum heims.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk | Ísland úr leik á HM Guðmundur Guðmundsson og danska liðið sá til þess að Ísland féll úr leik á HM í handbolta í kvöld. 26. janúar 2015 13:40 Ásgeir Örn: Vandamálið liggur í andlega þættinum Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að andlega hliðin hafi brugðist íslenska liðinu í upphafi leikja á HM. 26. janúar 2015 19:58 Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra Rætt við Guðmund í myrkvuðu herbergi á Hilton-hótelinu í Doha. 27. janúar 2015 08:16 Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53 Áskorun að halda fána Íslands á lofti í handboltanum "Við vildum gefa þessu liði einn séns á stórmóti og freista þess að ná toppframmistöðu úr þessum leikmönnum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir að Ísland féll úr leik á HM í Katar í gærkvöldi. 27. janúar 2015 07:00 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira
Íslenska handboltalandsliðið á enn möguleika á að komast á næstu Ólympíuleika en óhætt er að segja að þeir hafi stórminnkað er Ísland tapaði fyrir Danmörku í 16-liða úrslitum á HM í handbolta í gær. Heimsmeistararnir, gestgjafarnir og allir álfumeistararnir fá þátttökurétt á leikunum - alls sex lið. Tólf lið berjast svo um hin sex Ólympíusætin í undankeppni. Sex af þessum tólf sætum í undankeppninni er úthlutað hér á HM í Katar. Þau sex lið sem enda í 2.-7. sæti fara í undankeppnina og í því fólust mestu möguleikar Íslands að komast á Ólympíuleikana. Þeir eru nú úr sögunni enda féll Ísland úr leik í 16-liða úrslitum keppninnar og hafnaði í ellefta sæti. Næsta Evrópumeistaramót mun ráða úrslitum um vonir þeirra Evrópuþjóða sem eftir standa um að komast til Ríó. Verði Ísland Evrópumeistari fara strákarnir okkar beint inn á Ólympíuleikana og þurfa ekki að fara í undankeppnina.Sjá einnig: Ísland endaði í ellefta sætinu á HM í Katar En að öðrum kosti þurfa strákarnir að verða í í hópi þeirra tveggja liða sem bestum árangri ná á EM í Póllandi af þeim liðum sem ekki tryggja sér þátttökurétt á HM hér í Katar. Sjö þjóðir af þeim átta sem komust í 8-liða úrslit HM í handbolta eru Evrópuþjóðir. Ef þessar sjö þjóðir komast allar í undankeppnina fyrir ÓL og raða sér svo í efstu sjö sæti EM á næsta ári munu áttunda og níunda sætið á EM í Póllandi gefa þátttökurétt í undankeppninni. Ef að Ísland kemst á EM, sem enn er óvíst, er líklegt að strákarnir muni berjast við lið eins og Svíþjóð, Makedóníu, Austurríki, Rússland og Tékkland um þessi mikilvægu sæti á EM í Póllandi.Sjá einnig: Guðmundur: Þykir vænt um drengina í íslenska liðinu „Það væri afar sárt að missa af Ólympíuleikunum ef það verður svo niðurstaðan. Ég verð að segja það,“ sagði Aron Kristjánsson, þjálfari Íslands, við Vísi eftir leikinn gegn Dönum í gær. „Það er þó enn möguleiki að fá þetta sæti í gegnum EM á næsta ári,“ ítrekar Aron og bendir á að fyrirfram var vitað hversu erfið leiðin inn í 8-liða úrslitin á HM í Katar yrði. „Við lendum í þrijða sæti í gríðarlega erfiðum riðli og lendum svo gegn Dönum sem urðu í öðru sæti í sínum riðli. Það er hálfgalið því að míni viti eru Danir með eitt af 2-3 sterkustu liðum heims.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun: Ísland - Danmörk | Ísland úr leik á HM Guðmundur Guðmundsson og danska liðið sá til þess að Ísland féll úr leik á HM í handbolta í kvöld. 26. janúar 2015 13:40 Ásgeir Örn: Vandamálið liggur í andlega þættinum Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að andlega hliðin hafi brugðist íslenska liðinu í upphafi leikja á HM. 26. janúar 2015 19:58 Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra Rætt við Guðmund í myrkvuðu herbergi á Hilton-hótelinu í Doha. 27. janúar 2015 08:16 Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53 Áskorun að halda fána Íslands á lofti í handboltanum "Við vildum gefa þessu liði einn séns á stórmóti og freista þess að ná toppframmistöðu úr þessum leikmönnum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir að Ísland féll úr leik á HM í Katar í gærkvöldi. 27. janúar 2015 07:00 Mest lesið Ein stærstu og óvæntustu skipti sögunnar Körfubolti „Íslensku konurnar sem breyttu CrossFit heiminum að eilífu“ Sport Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Neitaði að heilsa skákkonunni en bætti fyrir það með stæl Sport Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ Handbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Grein Morgunblaðsins til skammar Sport United sækir annað ungstirni frá Arsenal Fótbolti Rashford við það að ganga í raðir Aston Villa Fótbolti FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Handbolti Fleiri fréttir Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Snorri Steinn um ummæli Gísla: „Auðvitað ertu vonsvikinn“ Loksins brosti Dagur Sigurðsson Snorri Steinn hefur ekki getað horft á leikina á HM: „Það bara svíður“ Farmiði tryggður í fjórða úrslitaleikinn í röð Valskonur skoruðu aftur fjörutíu mörk Mundi loforðið til kennarans Segir Portúgala komna til að vera meðal þeirra bestu í handboltanum Dagur gæti gert það sem enginn þjálfari hefur afrekað í handboltasögunni Anton fær liðið sem tapar varla leik: „Hollt fyrir þær að fá eitthvað nýtt og ferskt“ Hreiðar Levý um skrif Víðis: Að líkja þessu við landráð er pistlahöfundi til skammar „Ég gæti ekki verið ánægðari“ Magnaðar móttökur fyrir utan höllina kveiktu í strákunum hans Dags Dagur og lærisveinar hans í úrslit Ósammála Alfreð: „Auðvitað er þetta bakslag“ Oggi snýr aftur heim Bryðja töflur og spila á öðrum fæti fyrir Dag Segja sigurmark Portúgals ólöglegt: „Stór dómaramistök“ Súrustu töpin í sögu strákanna okkar Þórir ætlar að hlusta á hjartað en ekki strax Lærisveinar Alfreðs úr leik eftir framlengdan leik Anton tekur við kvennaliði Vals Danir flugu inn í undanúrslitin Sjá meira
Umfjöllun: Ísland - Danmörk | Ísland úr leik á HM Guðmundur Guðmundsson og danska liðið sá til þess að Ísland féll úr leik á HM í handbolta í kvöld. 26. janúar 2015 13:40
Ásgeir Örn: Vandamálið liggur í andlega þættinum Ásgeir Örn Hallgrímsson segir að andlega hliðin hafi brugðist íslenska liðinu í upphafi leikja á HM. 26. janúar 2015 19:58
Guðmundur: Hefðum getað unnið stærra Rætt við Guðmund í myrkvuðu herbergi á Hilton-hótelinu í Doha. 27. janúar 2015 08:16
Alexander: Danir geta orðið heimsmeistarar Alexander Petterson var bestur í íslenska liðinu í kvöld þegar liðið tapaði á móti Dönum í sextán liða úrslitunum á HM í Katar. 26. janúar 2015 20:53
Áskorun að halda fána Íslands á lofti í handboltanum "Við vildum gefa þessu liði einn séns á stórmóti og freista þess að ná toppframmistöðu úr þessum leikmönnum,“ sagði Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari eftir að Ísland féll úr leik á HM í Katar í gærkvöldi. 27. janúar 2015 07:00