Al-Thani málið í Hæstarétti: „Ef það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli, þá er hann vanhæfur” Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2015 11:33 "Í orðum saksóknara kristallast sá vandi sem snýr að sérfróðum meðdómanda í málinu,“ segir verjandi Magnúsar Guðmundssonar. Magnús er til hægri á myndinni. Vísir/GVA Verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, lagði áherslu á það í málflutningsræðu sinni í Al-Thani málinu í morgun, að staða hans væri önnur en annarra sakborninga í málinu. Sagði verjandinn, Kristín Edwald, að meint brot ákærða falli ekki undir íslenska refsilögsögu; Magnús hafi búið og starfað í Lúxemborg þegar meint brot hans áttu sér stað. Þá hafi hann í raun ekki verið starfsmaður Kaupþings á Íslandi heldur Kaupþings í Lúxemborg. Kaupþing í Lúxemborg var ekki útibú Kaupþings á Íslandi heldur sjálfstæður banki á erlendri grundu sem laut eftirliti og löggjöf stjórnvalda þar. Hélt verjandinn því þar af leiðandi fram að skilyrði hegningarlaga um að brot sé framið innan íslenska ríkisins sé ekki fullnægt í tilfelli Magnúsar. Þar af leiðandi beri að sýkna hann af ákæru sérstaks saksóknara.Óskiljanleg niðurstaða héraðsdóms við mat á trúverðugleika vitna Kristín gerði sér svo mat úr orðum Björns Þorvaldssonar, saksóknara í málinu, frá því í gær þegar hann sagði það „óheppilegt” að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði átti í lánaviðskiptum við Kaupþing. „Í orðum saksóknara kristallast sá vandi sem snýr að sérfróðum meðdómanda í málinu. Ef það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli þá hefur aðili réttmæta ástæðu til að ætla að hann sé vanhæfur. Svo ef að það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli þá er hann vanhæfur,” sagði Kristín. Líkt og aðrir verjendur ræddi Kristín svo um trúverðugleika vitna og mat héraðsdóms á framburðum þeirra. Sagði hún óskiljanlegt hvers vegna héraðsdómur leit fram hjá framburðum fjögurra lykilvitna vegna þess að þau höfðu átt fundi með verjendum meðákærðu. „Hvorki Magnús né verjandi hans voru í samskiptum við vitnin en þó kemst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ekki beri að taka vitnisburð þeirra til greina því þau funduðu með öðrum aðilum málsins.” Málflutningi í Hæstarétti á að ljúka í dag og málið verður svo dómtekið. Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Málflutningur í Al-Thani málinu í Hæstarétti heldur áfram í dag. 27. janúar 2015 10:14 Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar segir það ekki rétt sem saksóknari heldur fram að ekki hafi verið hlustað á trúnaðarsamtöl sakborninga og verjenda í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 15:30 Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Verjandi Magnúsar Guðmundssonar, fyrrum forstjóra Kaupþings í Lúxemborg, lagði áherslu á það í málflutningsræðu sinni í Al-Thani málinu í morgun, að staða hans væri önnur en annarra sakborninga í málinu. Sagði verjandinn, Kristín Edwald, að meint brot ákærða falli ekki undir íslenska refsilögsögu; Magnús hafi búið og starfað í Lúxemborg þegar meint brot hans áttu sér stað. Þá hafi hann í raun ekki verið starfsmaður Kaupþings á Íslandi heldur Kaupþings í Lúxemborg. Kaupþing í Lúxemborg var ekki útibú Kaupþings á Íslandi heldur sjálfstæður banki á erlendri grundu sem laut eftirliti og löggjöf stjórnvalda þar. Hélt verjandinn því þar af leiðandi fram að skilyrði hegningarlaga um að brot sé framið innan íslenska ríkisins sé ekki fullnægt í tilfelli Magnúsar. Þar af leiðandi beri að sýkna hann af ákæru sérstaks saksóknara.Óskiljanleg niðurstaða héraðsdóms við mat á trúverðugleika vitna Kristín gerði sér svo mat úr orðum Björns Þorvaldssonar, saksóknara í málinu, frá því í gær þegar hann sagði það „óheppilegt” að sérfróður meðdómandi í málinu í héraði átti í lánaviðskiptum við Kaupþing. „Í orðum saksóknara kristallast sá vandi sem snýr að sérfróðum meðdómanda í málinu. Ef það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli þá hefur aðili réttmæta ástæðu til að ætla að hann sé vanhæfur. Svo ef að það er óheppilegt að dómari taki sæti í máli þá er hann vanhæfur,” sagði Kristín. Líkt og aðrir verjendur ræddi Kristín svo um trúverðugleika vitna og mat héraðsdóms á framburðum þeirra. Sagði hún óskiljanlegt hvers vegna héraðsdómur leit fram hjá framburðum fjögurra lykilvitna vegna þess að þau höfðu átt fundi með verjendum meðákærðu. „Hvorki Magnús né verjandi hans voru í samskiptum við vitnin en þó kemst héraðsdómur að þeirri niðurstöðu að ekki beri að taka vitnisburð þeirra til greina því þau funduðu með öðrum aðilum málsins.” Málflutningi í Hæstarétti á að ljúka í dag og málið verður svo dómtekið.
Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Málflutningur í Al-Thani málinu í Hæstarétti heldur áfram í dag. 27. janúar 2015 10:14 Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar segir það ekki rétt sem saksóknari heldur fram að ekki hafi verið hlustað á trúnaðarsamtöl sakborninga og verjenda í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 15:30 Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Atvinnulíf Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Ofurstinn flytur til Texas Viðskipti erlent Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Undirbúa söluna áfram þrátt fyrir yfirlýsingu Arion banka Sjá meira
Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Málflutningur í Al-Thani málinu í Hæstarétti heldur áfram í dag. 27. janúar 2015 10:14
Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar segir það ekki rétt sem saksóknari heldur fram að ekki hafi verið hlustað á trúnaðarsamtöl sakborninga og verjenda í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 15:30
Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21
Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15