Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2015 10:14 Ólafur Ólafsson, fyrir miðju, var annar stærsti hluthafi Kaupþings í gegnum eignarhaldsfélög sín. Vísir/Daníel „Málið er einfalt, þarna fóru fram hlutabréfaviðskipti. En ákæruvaldið hefur átt sinn þátt í að viðhalda tortryggni varðandi viðskiptin með því að nota gildishlaðin orð eins og „viðskiptaflétta” og „glansmynd””, sagði Þórólfur Jónsson, verjandi Ólafs Ólafssonar, í málflutningi í Al-Thani málinu í Hæstarétti í morgun. Líkt og Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson fer Ólafur Ólafsson fram á frávísun málsins. Vísaði verjandi hans þar til þess að aðgangur Ólafs að gögnum málsins hafi verið skertur og því hafi verið brotið á rétti hans sem sakborningi í sakamáli. Til vara krefst Ólafur ómerkingar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, en Ólafur var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í desember 2013. Hafði verjandi Ólafs ýmislegt við mat héraðsdóms á trúverðugleika vitna að athuga. Mótmælti verjandinn því að framburður Eggerts Hilmarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Kaupþings í Lúxemborg, hafi verið tekinn trúanlegur. Eggert hafi verið sá eini sem hafi haldið því fram að Ólafur hafi átt að hagnast á viðskiptunum við Al-Thani, auk þess sem að framburður hans hafi verið reikull og óskýr. Engu að síður hafi héraðsdómur litið á hann sem lykilvitni hvað varðaði sakfellingu Ólafs í málinu. Sjá einnig: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara.Brotið á rétti sakborninga þar sem Al-Thani var ekki kallaður fyrir dóm Þá gerði verjandinn alvarlegar athugasemdir við það að Al-Thani sjálfur hafi ekki borið vitni fyrir dómi. Sagði hann ákæruvaldið hafa komið í veg fyrir að sheikhinn frá Katar kæmi fyrir dóm. Vísaði hann til þess að starfsmenn sérstaks saksóknara höfðu tekið símaskýrslu af Al-Thani. Þeim skilaboðum var svo komið til lögmanns hans að ekki yrðu aðrar spurningar bornar upp fyrir dómi. Ákæruvaldið hefði hins vegar ekki vakið athygli á því að verjendur kynnu að spyrja annarra spurninga en ákæruvaldið. Með þessu hafi verið brotið á rétti sakborninga í málinu. Málflutningi í Hæstarétti á að ljúka í dag. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Var mál sérstaks saksóknara byggt á því að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða til að halda uppi hlutabréfaverði í Kaupþingi og búa til falska eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum. Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar segir það ekki rétt sem saksóknari heldur fram að ekki hafi verið hlustað á trúnaðarsamtöl sakborninga og verjenda í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 15:30 Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Sjá meira
„Málið er einfalt, þarna fóru fram hlutabréfaviðskipti. En ákæruvaldið hefur átt sinn þátt í að viðhalda tortryggni varðandi viðskiptin með því að nota gildishlaðin orð eins og „viðskiptaflétta” og „glansmynd””, sagði Þórólfur Jónsson, verjandi Ólafs Ólafssonar, í málflutningi í Al-Thani málinu í Hæstarétti í morgun. Líkt og Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson fer Ólafur Ólafsson fram á frávísun málsins. Vísaði verjandi hans þar til þess að aðgangur Ólafs að gögnum málsins hafi verið skertur og því hafi verið brotið á rétti hans sem sakborningi í sakamáli. Til vara krefst Ólafur ómerkingar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, en Ólafur var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í desember 2013. Hafði verjandi Ólafs ýmislegt við mat héraðsdóms á trúverðugleika vitna að athuga. Mótmælti verjandinn því að framburður Eggerts Hilmarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Kaupþings í Lúxemborg, hafi verið tekinn trúanlegur. Eggert hafi verið sá eini sem hafi haldið því fram að Ólafur hafi átt að hagnast á viðskiptunum við Al-Thani, auk þess sem að framburður hans hafi verið reikull og óskýr. Engu að síður hafi héraðsdómur litið á hann sem lykilvitni hvað varðaði sakfellingu Ólafs í málinu. Sjá einnig: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara.Brotið á rétti sakborninga þar sem Al-Thani var ekki kallaður fyrir dóm Þá gerði verjandinn alvarlegar athugasemdir við það að Al-Thani sjálfur hafi ekki borið vitni fyrir dómi. Sagði hann ákæruvaldið hafa komið í veg fyrir að sheikhinn frá Katar kæmi fyrir dóm. Vísaði hann til þess að starfsmenn sérstaks saksóknara höfðu tekið símaskýrslu af Al-Thani. Þeim skilaboðum var svo komið til lögmanns hans að ekki yrðu aðrar spurningar bornar upp fyrir dómi. Ákæruvaldið hefði hins vegar ekki vakið athygli á því að verjendur kynnu að spyrja annarra spurninga en ákæruvaldið. Með þessu hafi verið brotið á rétti sakborninga í málinu. Málflutningi í Hæstarétti á að ljúka í dag. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Var mál sérstaks saksóknara byggt á því að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða til að halda uppi hlutabréfaverði í Kaupþingi og búa til falska eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum.
Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar segir það ekki rétt sem saksóknari heldur fram að ekki hafi verið hlustað á trúnaðarsamtöl sakborninga og verjenda í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 15:30 Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Að komast aftur í vinnugírinn eftir geggjað páskafrí Atvinnulíf Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Viðskipti innlent Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Fleiri fréttir Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Sjá meira
Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar segir það ekki rétt sem saksóknari heldur fram að ekki hafi verið hlustað á trúnaðarsamtöl sakborninga og verjenda í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 15:30
Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21
Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15