Al-Thani málið í Hæstarétti: Segir ákæruvaldið hafa viðhaldið tortryggni varðandi viðskiptin Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2015 10:14 Ólafur Ólafsson, fyrir miðju, var annar stærsti hluthafi Kaupþings í gegnum eignarhaldsfélög sín. Vísir/Daníel „Málið er einfalt, þarna fóru fram hlutabréfaviðskipti. En ákæruvaldið hefur átt sinn þátt í að viðhalda tortryggni varðandi viðskiptin með því að nota gildishlaðin orð eins og „viðskiptaflétta” og „glansmynd””, sagði Þórólfur Jónsson, verjandi Ólafs Ólafssonar, í málflutningi í Al-Thani málinu í Hæstarétti í morgun. Líkt og Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson fer Ólafur Ólafsson fram á frávísun málsins. Vísaði verjandi hans þar til þess að aðgangur Ólafs að gögnum málsins hafi verið skertur og því hafi verið brotið á rétti hans sem sakborningi í sakamáli. Til vara krefst Ólafur ómerkingar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, en Ólafur var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í desember 2013. Hafði verjandi Ólafs ýmislegt við mat héraðsdóms á trúverðugleika vitna að athuga. Mótmælti verjandinn því að framburður Eggerts Hilmarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Kaupþings í Lúxemborg, hafi verið tekinn trúanlegur. Eggert hafi verið sá eini sem hafi haldið því fram að Ólafur hafi átt að hagnast á viðskiptunum við Al-Thani, auk þess sem að framburður hans hafi verið reikull og óskýr. Engu að síður hafi héraðsdómur litið á hann sem lykilvitni hvað varðaði sakfellingu Ólafs í málinu. Sjá einnig: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara.Brotið á rétti sakborninga þar sem Al-Thani var ekki kallaður fyrir dóm Þá gerði verjandinn alvarlegar athugasemdir við það að Al-Thani sjálfur hafi ekki borið vitni fyrir dómi. Sagði hann ákæruvaldið hafa komið í veg fyrir að sheikhinn frá Katar kæmi fyrir dóm. Vísaði hann til þess að starfsmenn sérstaks saksóknara höfðu tekið símaskýrslu af Al-Thani. Þeim skilaboðum var svo komið til lögmanns hans að ekki yrðu aðrar spurningar bornar upp fyrir dómi. Ákæruvaldið hefði hins vegar ekki vakið athygli á því að verjendur kynnu að spyrja annarra spurninga en ákæruvaldið. Með þessu hafi verið brotið á rétti sakborninga í málinu. Málflutningi í Hæstarétti á að ljúka í dag. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Var mál sérstaks saksóknara byggt á því að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða til að halda uppi hlutabréfaverði í Kaupþingi og búa til falska eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum. Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar segir það ekki rétt sem saksóknari heldur fram að ekki hafi verið hlustað á trúnaðarsamtöl sakborninga og verjenda í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 15:30 Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
„Málið er einfalt, þarna fóru fram hlutabréfaviðskipti. En ákæruvaldið hefur átt sinn þátt í að viðhalda tortryggni varðandi viðskiptin með því að nota gildishlaðin orð eins og „viðskiptaflétta” og „glansmynd””, sagði Þórólfur Jónsson, verjandi Ólafs Ólafssonar, í málflutningi í Al-Thani málinu í Hæstarétti í morgun. Líkt og Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson fer Ólafur Ólafsson fram á frávísun málsins. Vísaði verjandi hans þar til þess að aðgangur Ólafs að gögnum málsins hafi verið skertur og því hafi verið brotið á rétti hans sem sakborningi í sakamáli. Til vara krefst Ólafur ómerkingar dóms Héraðsdóms Reykjavíkur, en Ólafur var dæmdur í þriggja og hálfs árs fangelsi í desember 2013. Hafði verjandi Ólafs ýmislegt við mat héraðsdóms á trúverðugleika vitna að athuga. Mótmælti verjandinn því að framburður Eggerts Hilmarssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Kaupþings í Lúxemborg, hafi verið tekinn trúanlegur. Eggert hafi verið sá eini sem hafi haldið því fram að Ólafur hafi átt að hagnast á viðskiptunum við Al-Thani, auk þess sem að framburður hans hafi verið reikull og óskýr. Engu að síður hafi héraðsdómur litið á hann sem lykilvitni hvað varðaði sakfellingu Ólafs í málinu. Sjá einnig: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara.Brotið á rétti sakborninga þar sem Al-Thani var ekki kallaður fyrir dóm Þá gerði verjandinn alvarlegar athugasemdir við það að Al-Thani sjálfur hafi ekki borið vitni fyrir dómi. Sagði hann ákæruvaldið hafa komið í veg fyrir að sheikhinn frá Katar kæmi fyrir dóm. Vísaði hann til þess að starfsmenn sérstaks saksóknara höfðu tekið símaskýrslu af Al-Thani. Þeim skilaboðum var svo komið til lögmanns hans að ekki yrðu aðrar spurningar bornar upp fyrir dómi. Ákæruvaldið hefði hins vegar ekki vakið athygli á því að verjendur kynnu að spyrja annarra spurninga en ákæruvaldið. Með þessu hafi verið brotið á rétti sakborninga í málinu. Málflutningi í Hæstarétti á að ljúka í dag. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Var mál sérstaks saksóknara byggt á því að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða til að halda uppi hlutabréfaverði í Kaupþingi og búa til falska eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum.
Tengdar fréttir Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar segir það ekki rétt sem saksóknari heldur fram að ekki hafi verið hlustað á trúnaðarsamtöl sakborninga og verjenda í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 15:30 Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21 Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15 Mest lesið „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Viðskipti innlent Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Viðskipti innlent Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Viðskipti innlent Karen inn fyrir Þórarin Viðskipti innlent Flýgur til Íslands á mánudögum til að vinna hér þrjá daga vikunnar Atvinnulíf Sögurnar í fyrra: Því lífið er svo miklu meira en bara vinnan Atvinnulíf „Ætla ekki að ljúga því að ég sé einhver ofurhress morguntýpa“ Atvinnulíf „Þú vinnur eftir hentugleika á þeim staðsetningum sem henta“ Atvinnulíf Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Bætist í hóp eigenda Frumtak Ventures Bjarni hættir hjá Samtökum sunnlenskra sveitarfélaga Afsala sér milljörðum í tekjur til að baktryggja losunarskuldbindingar 2 Guys á Ægisíðu lokað Tekur við sem nýr rekstrarstjóri Snjallgagna Tekur við stöðu framkvæmdastjóra hjá Arango Sjá meira
Al-Thani málið í Hæstarétti: „Beinlínis tryggt að rannsakendur muni hlusta á trúnaðarsamtöl” Verjandi Hreiðars Más Sigurðssonar segir það ekki rétt sem saksóknari heldur fram að ekki hafi verið hlustað á trúnaðarsamtöl sakborninga og verjenda í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 15:30
Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Saksóknari segir Kaupþingsmenn hafa gefið rangar upplýsingar um stöðu bankans. Hann vill að refsing þeirra verði þyngd. 26. janúar 2015 13:21
Al-Thani málið í Hæstarétti: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson, Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson voru allir mættir í Hæstarétt í morgun þegar málflutningur hófst í Al-Thani málinu. 26. janúar 2015 10:15