Örlög flugbrautarinnar bíða niðurstöðu Rögnunefndar Kristján Már Unnarsson skrifar 26. janúar 2015 19:00 Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Ráðherra tók þó skýrt fram að ákvörðun um hvort brautinni yrði lokað yrði byggð á tillögum svokallaðrar Rögnunefndar. Harðar deilur eru um hvort flugbraut 06/24 sé nauðsynleg fyrir innanlandsflugið. Vinnuhópur, sem vann að áhættumati, klagaði Isavia fyrir jól til fimm ráðherra fyrir að leysa hópinn fyrirvaralaust frá störfum en birta samtímis niðurstöður Verkfræðistofunnar Eflu um nothæfisstuðla. Aðkoma Eflu er tortryggð vegna tengsla framkvæmdastjóra verkfræðistofunnar við Knattspyrnufélagið Val og fjárfestingafélag Valsmanna, sem á ríkra hagsmuna að gæta. Isavia hefur nú skýrt frá því að það hafi verið vegna alvarlegra athugasemda frá Samgöngustofu sem áhættumatshópurinn var leystur upp. Hagsmunaaðilar innan hópsins hafi véfengt ný mæligögn, og viljað byggja á eldri og lakari veðurgögnum og einnig huglægu mati. Nýtt áhættumat Isavia með nýjum gögnum Eflu er nú komið á borð Samgöngustofu en forstjóri hennar, Þórólfur Árnason, kvaðst í dag ekkert vilja tjá sig um málið meðan það væri í vinnslu, né um hæfi Eflu. Vinnu við áhættumatið má rekja til samkomulags, sem gert var haustið 2013, milli ríkis, borgar og Icelandair. Í framhaldi af því sendi innanríkisráðherra bréf, þann 30. desember 2013, þar sem Isavia var falið að hefja undirbúning að lokun brautarinnar en jafnframt mælti ráðherra fyrir um formlega öryggisúttekt. „Rétt er að ítreka að flugbrautinni skal þó ekki lokað eða aðrar ákvarðanir teknar sem leiða til þess að flugbraut 06/24 verði tekin úr notkun á meðan verkefnastjórn, sem nú starfar undir forystu Rögnu Árnadóttur skv. samkomulagi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group, er enn að störfum og ákvörðun á grundvelli tillagna hennar liggur ekki fyrir,“ segir í bréfi innanríkisráðuneytis, fyrir hönd ráðherra, til Isavia. Til stóð að svokölluð Rögnunefnd lyki störfum nú um áramótin en nú er ljóst að starf hennar dregst fram á vor. Það virðist því blasa við að flugbrautin umdeilda fær að lifa að minnsta kosti út þennan vetur. Tengdar fréttir Segir Samgöngustofu hafa gert alvarlegar athugasemdir við drög að áhættumati Isavia hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi um Reykjavíkurflugvöll: 26. janúar 2015 12:42 Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30 Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds. 24. janúar 2015 20:29 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Isavia fékk fyrirmæli frá fyrrverandi innanríkisráðherra, Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, fyrir rúmu ári um að hefja undirbúning þess að leggja af minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar. Ráðherra tók þó skýrt fram að ákvörðun um hvort brautinni yrði lokað yrði byggð á tillögum svokallaðrar Rögnunefndar. Harðar deilur eru um hvort flugbraut 06/24 sé nauðsynleg fyrir innanlandsflugið. Vinnuhópur, sem vann að áhættumati, klagaði Isavia fyrir jól til fimm ráðherra fyrir að leysa hópinn fyrirvaralaust frá störfum en birta samtímis niðurstöður Verkfræðistofunnar Eflu um nothæfisstuðla. Aðkoma Eflu er tortryggð vegna tengsla framkvæmdastjóra verkfræðistofunnar við Knattspyrnufélagið Val og fjárfestingafélag Valsmanna, sem á ríkra hagsmuna að gæta. Isavia hefur nú skýrt frá því að það hafi verið vegna alvarlegra athugasemda frá Samgöngustofu sem áhættumatshópurinn var leystur upp. Hagsmunaaðilar innan hópsins hafi véfengt ný mæligögn, og viljað byggja á eldri og lakari veðurgögnum og einnig huglægu mati. Nýtt áhættumat Isavia með nýjum gögnum Eflu er nú komið á borð Samgöngustofu en forstjóri hennar, Þórólfur Árnason, kvaðst í dag ekkert vilja tjá sig um málið meðan það væri í vinnslu, né um hæfi Eflu. Vinnu við áhættumatið má rekja til samkomulags, sem gert var haustið 2013, milli ríkis, borgar og Icelandair. Í framhaldi af því sendi innanríkisráðherra bréf, þann 30. desember 2013, þar sem Isavia var falið að hefja undirbúning að lokun brautarinnar en jafnframt mælti ráðherra fyrir um formlega öryggisúttekt. „Rétt er að ítreka að flugbrautinni skal þó ekki lokað eða aðrar ákvarðanir teknar sem leiða til þess að flugbraut 06/24 verði tekin úr notkun á meðan verkefnastjórn, sem nú starfar undir forystu Rögnu Árnadóttur skv. samkomulagi ríkisins, Reykjavíkurborgar og Icelandair Group, er enn að störfum og ákvörðun á grundvelli tillagna hennar liggur ekki fyrir,“ segir í bréfi innanríkisráðuneytis, fyrir hönd ráðherra, til Isavia. Til stóð að svokölluð Rögnunefnd lyki störfum nú um áramótin en nú er ljóst að starf hennar dregst fram á vor. Það virðist því blasa við að flugbrautin umdeilda fær að lifa að minnsta kosti út þennan vetur.
Tengdar fréttir Segir Samgöngustofu hafa gert alvarlegar athugasemdir við drög að áhættumati Isavia hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi um Reykjavíkurflugvöll: 26. janúar 2015 12:42 Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30 Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds. 24. janúar 2015 20:29 Mest lesið Rafmagn að koma aftur á: Íslendingar lýsa mikilli óvissu Erlent Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir Innlent Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Spennan eykst milli Indlands og Pakistan Erlent Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Innlent Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Innlent Hvetur Kanadamenn að kjósa sig Erlent „Við erum mjög háð rafmagninu“ Innlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Sjá meira
Segir Samgöngustofu hafa gert alvarlegar athugasemdir við drög að áhættumati Isavia hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi um Reykjavíkurflugvöll: 26. janúar 2015 12:42
Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00
Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30
Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds. 24. janúar 2015 20:29