Segir Samgöngustofu hafa gert alvarlegar athugasemdir við drög að áhættumati Kristján Már Unnarsson skrifar 26. janúar 2015 12:42 Reykjavíkurflugvöllur. Minnsta flugbraut vallarins, sem deilt er um, sést á miðri mynd. Vísir/Pjetur Isavia hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi um Reykjavíkurflugvöll : „Alvarlegar villur eru í frétt Stöðvar 2 um áhættumat. Fyrirsögn um að áhættumatshópur hafi verið látinn víkja fyrir verkfræðistofu byggir ekki á réttum staðreyndum. Hið rétta er að tvær skýrslur verkfræðistofunnar EFLU voru unnar í kjölfar alvarlegra athugasemda sem Samgöngustofa, sem er opinber eftirlitsaðili með flugöryggismálum, gerði við drög að áhættumati sem hópurinn vann vegna fyrirhugaðrar lokunar flugbrautar. Isavia brást við ósk Samgöngustofu um frekari gögn og leitaði til verkfræðistofunnar sem vann síðustu skýrslu um sama efni fyrir 15 árum og fulltrúar í áhættuhópnum vísa gjarnan til í fullyrðingum sínum. Þær greiningar á svo kölluðum nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar byggðu á eldri og mun lakari veðurgögnum en nú eru fyrirliggjandi. Samkvæmt greiningu nýjustu gagna er nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar 97% miðað við tvær flugbrautir. Skýrsla EFLU var notuð sem viðmið við gerð áhættumats en er ekki áhættumatið sjálft. Það er nú til skoðunar hjá Samgöngustofu en skýrslur EFLU eru öllum aðgengilegar á vef Isavia.“ Til frekari upplýsingar um ástæður þess að umræddur starfshópur var leystur upp: „Umræddum hópi voru kynnt áðurnefnd gögn og greining þeirra í desember sl. Þar kom fram að gögnin sýndu fram á að þær aðstæður þegar hliðarvindur leiddi til áhættu vöruðu í umtalsvert styttri tíma en hið huglæga mat hópsins hafði byggt á. Þannig var komið ósamræmi milli nákvæmra mæligagna og huglæga matsins sem framkvæmt var í upphafi. Hópnum tókst ekki að komast að niðurstöðu um áhættu af breytingunni þar sem hagsmunaaðilar vefengdu nú þau ítarlegu gögn sem lögð höfðu fram. Hafði ferlið þá tekið nærri ár í framkvæmd. Í framhaldinu var ákveðið að endurtaka matið með sérfræðingum Isavia þar sem m.a. var horf til sömu áhættuþátta og fram höfðu komið áður. Drög að áhættumati vegna fyrirhugaðra breytinga á Reykjavíkurflugvelli voru þvínæst send Samgöngustofu í annað sinn.“ Vegna athugasemdar Isavia skal tekið fram að fréttastofa Stöðvar 2 óskaði eftir viðtali við forstjóra Isavia, Björn Óla Hauksson, vegna málsins en fékk það svar að hann afþakkaði boð um viðtal.Í frétt Stöðvar 2 var birt svohljóðandi skriflegt svar Isavia við því hversvegna vinnuhópur um áhættumatið hafi verið leystur upp: „Vinnuhópnum mistókst að komast að niðurstöðu.“ Ennfremur var birt svohljóðandi svar við spurningu um hvort Isavia gæti fullyrt að Verkfræðistofan Efla væri óháður aðili:„Isavia hefur ekki ástæðu til þess að efast um heilindi verkfræðistofunnar EFLU.“ Tengdar fréttir Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Isavia hefur sent frá sér svohljóðandi yfirlýsingu vegna fréttar Stöðvar 2 í gærkvöldi um Reykjavíkurflugvöll : „Alvarlegar villur eru í frétt Stöðvar 2 um áhættumat. Fyrirsögn um að áhættumatshópur hafi verið látinn víkja fyrir verkfræðistofu byggir ekki á réttum staðreyndum. Hið rétta er að tvær skýrslur verkfræðistofunnar EFLU voru unnar í kjölfar alvarlegra athugasemda sem Samgöngustofa, sem er opinber eftirlitsaðili með flugöryggismálum, gerði við drög að áhættumati sem hópurinn vann vegna fyrirhugaðrar lokunar flugbrautar. Isavia brást við ósk Samgöngustofu um frekari gögn og leitaði til verkfræðistofunnar sem vann síðustu skýrslu um sama efni fyrir 15 árum og fulltrúar í áhættuhópnum vísa gjarnan til í fullyrðingum sínum. Þær greiningar á svo kölluðum nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar byggðu á eldri og mun lakari veðurgögnum en nú eru fyrirliggjandi. Samkvæmt greiningu nýjustu gagna er nothæfisstuðull Reykjavíkurflugvallar 97% miðað við tvær flugbrautir. Skýrsla EFLU var notuð sem viðmið við gerð áhættumats en er ekki áhættumatið sjálft. Það er nú til skoðunar hjá Samgöngustofu en skýrslur EFLU eru öllum aðgengilegar á vef Isavia.“ Til frekari upplýsingar um ástæður þess að umræddur starfshópur var leystur upp: „Umræddum hópi voru kynnt áðurnefnd gögn og greining þeirra í desember sl. Þar kom fram að gögnin sýndu fram á að þær aðstæður þegar hliðarvindur leiddi til áhættu vöruðu í umtalsvert styttri tíma en hið huglæga mat hópsins hafði byggt á. Þannig var komið ósamræmi milli nákvæmra mæligagna og huglæga matsins sem framkvæmt var í upphafi. Hópnum tókst ekki að komast að niðurstöðu um áhættu af breytingunni þar sem hagsmunaaðilar vefengdu nú þau ítarlegu gögn sem lögð höfðu fram. Hafði ferlið þá tekið nærri ár í framkvæmd. Í framhaldinu var ákveðið að endurtaka matið með sérfræðingum Isavia þar sem m.a. var horf til sömu áhættuþátta og fram höfðu komið áður. Drög að áhættumati vegna fyrirhugaðra breytinga á Reykjavíkurflugvelli voru þvínæst send Samgöngustofu í annað sinn.“ Vegna athugasemdar Isavia skal tekið fram að fréttastofa Stöðvar 2 óskaði eftir viðtali við forstjóra Isavia, Björn Óla Hauksson, vegna málsins en fékk það svar að hann afþakkaði boð um viðtal.Í frétt Stöðvar 2 var birt svohljóðandi skriflegt svar Isavia við því hversvegna vinnuhópur um áhættumatið hafi verið leystur upp: „Vinnuhópnum mistókst að komast að niðurstöðu.“ Ennfremur var birt svohljóðandi svar við spurningu um hvort Isavia gæti fullyrt að Verkfræðistofan Efla væri óháður aðili:„Isavia hefur ekki ástæðu til þess að efast um heilindi verkfræðistofunnar EFLU.“
Tengdar fréttir Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30 Mest lesið Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Innlent Ekki verði hróflað við kvótakerfinu Innlent Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Innlent Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Innlent Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Innlent Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent Maður lést í sprengingu um borð í skipi Smyril Line Erlent Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Innlent Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin Innlent Lengsti óróapúlsinn til þessa Innlent Fleiri fréttir Hættuástand í heilbrigðisþjónustu og óróapúls Skilur ekki tilgang milljóna króna auglýsingu Netsamband komið aftur á í Árbæ Inflúensugreiningar tvöfölduðust milli vikna Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Bílvelta á Suðurlandi Prestur á Nesinu segir nei takk við greiðslum Þungt haldinn á gjörgæslu Ekki verði hróflað við kvótakerfinu „Við förum alltaf í einhvern átakagír“ Ólafsfjarðarmálið fer fyrir Hæstarétt Fleiri segjast andvígir aðild að ESB en hlynntir Hópur manna réðst á Íslending í Liverpool Aukið flóð við Hvítá Lengsti óróapúlsinn til þessa Klakastífla í Hvítá og ráðherrar í fannfergi á Þingvöllum Bjóða fólki í kuldaþjálfun Hafdís og Sandra vilja stjórna Litla-Hrauni Vinnufundur ráðherra á Þingvöllum hafinn Fékk áfall þegar ranglega var fullyrt að stunguárásin hafi gerst á heimili hennar Viðreisn og Framsókn dala en sósíalistar yfir kjörfylgi Ungmenni skar sig á múrstein sem var kastað inn um glugga Vinna að því að koma í veg fyrir frekari aðgerðir hjá kennurum „Við værum klaufaleg ef það væri ekki“ Telur ólíðandi að ekki hafi verið hægt að úrskurða afa sinn látinn um jólin „Ekki gera lítið úr þriðja formanninum“ Flugeldaruslið notað til að framleiða orku í Svíþjóð Helstu breytingarnar á buddunni: Vextir lækka áfram og eldsneyti hækkar um fimm prósent Metfjöldi sparnaðarráða til nýrrar ríkisstjórnar Ísstífla og flóð í Hvítá Sjá meira
Áhættumatshópur látinn víkja fyrir verkfræðistofu Valsmanns Áhættumatshópur á vegum Isavia, sem taldi óásættanlegt að loka minnstu flugbraut Reykjavíkurflugvallar, hefur sent ríkisstjórninni alvarlegar athugasemdir við að hópurinn skyldi fyrirvaralaust hafa verið lagður niður fyrir jól. 25. janúar 2015 19:30
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent
Sparnaðartillögum snjóar inn: Leggja niður RÚV, loka sendiráðum og hætta að styrkja flokkana Innlent