Al-Thani málið í Hæstarétti: Telur að jákvæð fjölmiðlaumfjöllun hafi haft áhrif á neyðarlán Seðlabankans Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 26. janúar 2015 13:21 Hreiðar Már Sigurðsson, Magnús Guðmundsson og Ólafur Ólafsson. Vísir/Vilhelm Björn Þorvaldsson, saksóknari, fer fram á að refsing yfir sakborningum í Al-Thani málinu verði þyngd. Fer hann fram á að Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson verði dæmdir í 6 ára óskilorðsbundið fangelsi. Það er hámark refsirammans gerist menn sekir um umboðssvik. Þá fer saksóknari fram á að Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson verði dæmdir í 5 ára óskilorðsbundið fangelsi. Hreiðar Már fékk 5 og hálfs árs dóm í héraði í desember 2013, Sigurður fimm ára dóm, Ólafur þrjú og hálft ár og Magnús þriggja ára fangelsisdóm. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Var mál sérstaks saksóknara byggt á því að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða til að halda uppi hlutabréfaverði í Kaupþingi og búa til falska eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum. Saksóknari sagði fyrir Hæstarétti í morgun að ákærðu í Al-Thani málinu hefðu ekki aðeins sagt hálfsannleikann um hlutabréfakaup sjeiksins í september 2008, heldur hefðu þeir einnig gefið til kynna að fjármagnið hefði komið inn í bankann frá Katar og að Al-Thani hefði staðið einn að kaupunum. Vísaði saksóknari þar í misvísandi ummæli í fjölmiðlum sem voru til þess fallin að gefa slíkt til kynna. Sjá einnig: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara.„Upplýsingar sem fjárfestar fengu voru einhvers konar glansmynd” Sagði saksóknari að ekki hafi verið gefnar réttar upplýsingar um stöðu bankans í september 2008. Bankinn hafi í raun staðið höllum fæti en á tilkynningum til fjölmiðla hafi mátt ráða að bankinn stæði vel. „Ákærðu tókst afar vel að draga upp jákvæða mynd af viðskiptunum. [...] Það má til dæmis sjá í fyrirsögn Fréttablaðsins 23. september 2008 “Milljarðar frá Mið-Austurlöndum.” [...] Upplýsingarnar sem fjárfestar fengu voru einhvers konar glansmynd og líkleg til þess fallin að auka tiltrú þeirra á bankann,” sagði Björn. Þá vísaði saksóknari einnig í framburð blaðamannanna Þorbjörns Þórðarsonar og Örnu Schram fyrir héraðsdómi. Bæði sögðu þau að ef þau hefðu vitað hvernig kaup Al-Thanis voru fjármögnuð í raun hefðu þau skrifað öðruvísi fréttir um málið á sínum tíma. Björn sagði ákærðu hafa dreift villandi og misvísandi upplýsingum sem hafi orðið til þess að stjórnvöld og almenningur höfðu mesta trú á Kaupþingi af íslensku bönkunum. Minntist saksóknari meðal annars á 500 milljóna evra neyðarlán til Kaupþings 6. október 2008 og sagðist telja að jákvæð umfjöllun um bankann vegna kaupa Al-Thanis hefði haft áhrif á að það lán var veitt. Tengdar fréttir Allir sakborningar áfrýja niðurstöðu í Al-Thani máli Allir sakborningar í Al-Thani málinu ætla að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum við í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi. 13. desember 2013 11:51 Dómur í Al-Thani máli í dag - allt sem þú þarft að vita Dómur verður kveðinn upp í Al-Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag kl. 15. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og aðrir sakborningar í málinu gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. 12. desember 2013 08:00 Aðalmeðferð í Al Thani málinu Þrír af fjórum sakborningum, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson, báru vitni í dag. 4. nóvember 2013 19:54 Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár. 12. desember 2013 15:00 Lykilvitni segir Magnús og Hreiðar hafa samið Al Thani fléttuna "Það voru Maggi og Hreiðar sem voru að semja þetta allt saman,“ sagði Halldór Bjarkar Lúðvígsson við aðalmeðferð Al Thani málsins í morgun. 6. nóvember 2013 11:08 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Björn Þorvaldsson, saksóknari, fer fram á að refsing yfir sakborningum í Al-Thani málinu verði þyngd. Fer hann fram á að Hreiðar Már Sigurðsson og Sigurður Einarsson verði dæmdir í 6 ára óskilorðsbundið fangelsi. Það er hámark refsirammans gerist menn sekir um umboðssvik. Þá fer saksóknari fram á að Ólafur Ólafsson og Magnús Guðmundsson verði dæmdir í 5 ára óskilorðsbundið fangelsi. Hreiðar Már fékk 5 og hálfs árs dóm í héraði í desember 2013, Sigurður fimm ára dóm, Ólafur þrjú og hálft ár og Magnús þriggja ára fangelsisdóm. Al-Thani málið á rætur að rekja til hlutabréfakaupa sheikh Mohammad Bin Khalifa Al-Thani hinn 22. september 2008 en félag hans keypti 5,01 prósenta hlut í Kaupþingi banka fyrir 25,7 milljarða króna með láni frá bankanum. Var mál sérstaks saksóknara byggt á því að um sýndarviðskipti hefði verið að ræða til að halda uppi hlutabréfaverði í Kaupþingi og búa til falska eftirspurn eftir hlutabréfum í bankanum. Saksóknari sagði fyrir Hæstarétti í morgun að ákærðu í Al-Thani málinu hefðu ekki aðeins sagt hálfsannleikann um hlutabréfakaup sjeiksins í september 2008, heldur hefðu þeir einnig gefið til kynna að fjármagnið hefði komið inn í bankann frá Katar og að Al-Thani hefði staðið einn að kaupunum. Vísaði saksóknari þar í misvísandi ummæli í fjölmiðlum sem voru til þess fallin að gefa slíkt til kynna. Sjá einnig: Tekist á um hleranir, trúverðugleika vitna og meint vanhæfi dómara.„Upplýsingar sem fjárfestar fengu voru einhvers konar glansmynd” Sagði saksóknari að ekki hafi verið gefnar réttar upplýsingar um stöðu bankans í september 2008. Bankinn hafi í raun staðið höllum fæti en á tilkynningum til fjölmiðla hafi mátt ráða að bankinn stæði vel. „Ákærðu tókst afar vel að draga upp jákvæða mynd af viðskiptunum. [...] Það má til dæmis sjá í fyrirsögn Fréttablaðsins 23. september 2008 “Milljarðar frá Mið-Austurlöndum.” [...] Upplýsingarnar sem fjárfestar fengu voru einhvers konar glansmynd og líkleg til þess fallin að auka tiltrú þeirra á bankann,” sagði Björn. Þá vísaði saksóknari einnig í framburð blaðamannanna Þorbjörns Þórðarsonar og Örnu Schram fyrir héraðsdómi. Bæði sögðu þau að ef þau hefðu vitað hvernig kaup Al-Thanis voru fjármögnuð í raun hefðu þau skrifað öðruvísi fréttir um málið á sínum tíma. Björn sagði ákærðu hafa dreift villandi og misvísandi upplýsingum sem hafi orðið til þess að stjórnvöld og almenningur höfðu mesta trú á Kaupþingi af íslensku bönkunum. Minntist saksóknari meðal annars á 500 milljóna evra neyðarlán til Kaupþings 6. október 2008 og sagðist telja að jákvæð umfjöllun um bankann vegna kaupa Al-Thanis hefði haft áhrif á að það lán var veitt.
Tengdar fréttir Allir sakborningar áfrýja niðurstöðu í Al-Thani máli Allir sakborningar í Al-Thani málinu ætla að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum við í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi. 13. desember 2013 11:51 Dómur í Al-Thani máli í dag - allt sem þú þarft að vita Dómur verður kveðinn upp í Al-Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag kl. 15. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og aðrir sakborningar í málinu gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. 12. desember 2013 08:00 Aðalmeðferð í Al Thani málinu Þrír af fjórum sakborningum, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson, báru vitni í dag. 4. nóvember 2013 19:54 Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár. 12. desember 2013 15:00 Lykilvitni segir Magnús og Hreiðar hafa samið Al Thani fléttuna "Það voru Maggi og Hreiðar sem voru að semja þetta allt saman,“ sagði Halldór Bjarkar Lúðvígsson við aðalmeðferð Al Thani málsins í morgun. 6. nóvember 2013 11:08 Mest lesið Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Viðskipti innlent Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Viðskipti innlent Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Allir sakborningar áfrýja niðurstöðu í Al-Thani máli Allir sakborningar í Al-Thani málinu ætla að áfrýja dómnum til Hæstaréttar. Málsvarnarlaun sem Hreiðar Már Sigurðsson fyrrverandi forstjóri Kaupþings var dæmdur til að greiða verjanda sínum við í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í Al-Thani málinu eru hæstu málsvarnarlaun sem dæmd hafa verið í sakamáli hér á landi. 13. desember 2013 11:51
Dómur í Al-Thani máli í dag - allt sem þú þarft að vita Dómur verður kveðinn upp í Al-Thani málinu í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag kl. 15. Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings og aðrir sakborningar í málinu gætu átt yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. 12. desember 2013 08:00
Aðalmeðferð í Al Thani málinu Þrír af fjórum sakborningum, Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður Einarsson og Magnús Guðmundsson, báru vitni í dag. 4. nóvember 2013 19:54
Al-Thani málið: Þungir fangelsisdómar yfir Kaupþingsmönnum Dómur var kveðinn upp í Al-Thani málinu nú rétt í þessu. Sakborningar fengu eftirtalda dóma: Hreiðar Már Sigurðsson, forstjóri Kaupþings, fimm ár og hálft ár. Sigurður Einarsson, stjórnarformaður Kaupþings, fimm ár. Ólafur Ólafsson, fjárfestir, 3 og hálft ár. Magnús Guðmundsson, forstjóri Kaupþings í Lúxemborg 3 ár. 12. desember 2013 15:00
Lykilvitni segir Magnús og Hreiðar hafa samið Al Thani fléttuna "Það voru Maggi og Hreiðar sem voru að semja þetta allt saman,“ sagði Halldór Bjarkar Lúðvígsson við aðalmeðferð Al Thani málsins í morgun. 6. nóvember 2013 11:08