Fjöldahjálparstöð opnuð fyrir veðurteppta á Bifröst Jóhann Óli Eiðsson skrifar 25. janúar 2015 21:52 Af Holtavörðuheiði. mynd/geir guðsteinsson Fjöldahjálparstöð var opnuð á Bifröst í kvöld vegna ófærðar á Holtavörðuheiði. Tæplega tuttugu manns var bjargað úr bílum sínum af heiðinni og niður til byggða. „Þetta er í raun í fyrsta skipti sem þetta er gert hér,“ segir Birgir Hauksson en hann og Gróa, kona hans, tóku á móti ferðalöngum. „Hingað komu um tuttugu manns úr tíu til fimmtán bílum sem voru skildir eftir á heiðinni. Þeir sem vildu fengu gistingu á Bifröst en aðrir létu sækja sig og gista annars staðar. Kaffihúsið opnaði og bauð fólki upp á kjötsúpu á meðan við skráðum alla inn,“ segir Birgir. Að sögn Birgis voru flestir í ágætu standi en leiðir á biðinni. Einhverjir voru kaldir og blautir. Veðrið í Norðurárdalnum er allt í lagi en upp á heiði er enn bandvitlaust og engin færð. „Það var fundur núna klukkan níu í Borgarnesi um hvernig eigi að tækla næstu skref. Bílarnir eru enn upp á heiði og það er verið að velta fyrir sér hvort það eigi að ná í þá núna eða í fyrramálið.“ Samkvæmt heimildum Vísis er flutningabíll á hliðinni uppi á Holtavörðuheiði. Mannmergð er veðurteppt norðan heiðarinnar og hefur komið til tals að reyna að koma einhverjum bílum yfir hana í kvöld til að létta á Staðarskála, Reykjaskóla og Hvammstanga. „Það er verið að meta ástandið eins og staðan er núna,“ segir Kristján Pétursson hjá björgunarsveitinni Brák í Borgarnesi. „Vegagerðin tekur stöðuna og svo ákveðum við næstu skref í kjölfarið en ég veit ekki enn hver þau verða.“ Tengdar fréttir Rúmlega 200 ferðalangar veðurtepptir í Staðarskála „Hér er dýrvitlaust veður,“ segir Kristján Jóhannsson en ferðalangar bíða eftir því að Holtavörðuheiðin verði opnuð. 25. janúar 2015 19:07 Holtavörðuheiði lokað Búið er að loka Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Laxársdalsheiði vegna mikillar hálku og óveðurs. 25. janúar 2015 15:36 Samgöngur víða úr skorðum Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst og seinkun á millilandaflugi. 25. janúar 2015 15:53 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Fjöldahjálparstöð var opnuð á Bifröst í kvöld vegna ófærðar á Holtavörðuheiði. Tæplega tuttugu manns var bjargað úr bílum sínum af heiðinni og niður til byggða. „Þetta er í raun í fyrsta skipti sem þetta er gert hér,“ segir Birgir Hauksson en hann og Gróa, kona hans, tóku á móti ferðalöngum. „Hingað komu um tuttugu manns úr tíu til fimmtán bílum sem voru skildir eftir á heiðinni. Þeir sem vildu fengu gistingu á Bifröst en aðrir létu sækja sig og gista annars staðar. Kaffihúsið opnaði og bauð fólki upp á kjötsúpu á meðan við skráðum alla inn,“ segir Birgir. Að sögn Birgis voru flestir í ágætu standi en leiðir á biðinni. Einhverjir voru kaldir og blautir. Veðrið í Norðurárdalnum er allt í lagi en upp á heiði er enn bandvitlaust og engin færð. „Það var fundur núna klukkan níu í Borgarnesi um hvernig eigi að tækla næstu skref. Bílarnir eru enn upp á heiði og það er verið að velta fyrir sér hvort það eigi að ná í þá núna eða í fyrramálið.“ Samkvæmt heimildum Vísis er flutningabíll á hliðinni uppi á Holtavörðuheiði. Mannmergð er veðurteppt norðan heiðarinnar og hefur komið til tals að reyna að koma einhverjum bílum yfir hana í kvöld til að létta á Staðarskála, Reykjaskóla og Hvammstanga. „Það er verið að meta ástandið eins og staðan er núna,“ segir Kristján Pétursson hjá björgunarsveitinni Brák í Borgarnesi. „Vegagerðin tekur stöðuna og svo ákveðum við næstu skref í kjölfarið en ég veit ekki enn hver þau verða.“
Tengdar fréttir Rúmlega 200 ferðalangar veðurtepptir í Staðarskála „Hér er dýrvitlaust veður,“ segir Kristján Jóhannsson en ferðalangar bíða eftir því að Holtavörðuheiðin verði opnuð. 25. janúar 2015 19:07 Holtavörðuheiði lokað Búið er að loka Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Laxársdalsheiði vegna mikillar hálku og óveðurs. 25. janúar 2015 15:36 Samgöngur víða úr skorðum Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst og seinkun á millilandaflugi. 25. janúar 2015 15:53 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjá meira
Rúmlega 200 ferðalangar veðurtepptir í Staðarskála „Hér er dýrvitlaust veður,“ segir Kristján Jóhannsson en ferðalangar bíða eftir því að Holtavörðuheiðin verði opnuð. 25. janúar 2015 19:07
Holtavörðuheiði lokað Búið er að loka Holtavörðuheiði, Bröttubrekku og Laxársdalsheiði vegna mikillar hálku og óveðurs. 25. janúar 2015 15:36
Samgöngur víða úr skorðum Öllu innanlandsflugi hefur verið aflýst og seinkun á millilandaflugi. 25. janúar 2015 15:53