Transfólki á Íslandi hefur fjölgað verulega 25. janúar 2015 19:15 Transfólki á Íslandi hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Sífellt yngra fólk sækist nú eftir kynleiðréttingu og hlutföllin milli fjölda transkvenna og transkarla hafa jafnast. GayIceland greindi fyrst frá. Óttar Guðmundsson, geðlæknir, fer fyrir hópi sérfræðinga um málefni transfólks á Landspítalanum. Hann segir þessa breytingu, undanfarin þrjú til fimm ár, vera í takt við það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. „Það er mun auðveldara í dag að koma fram sem transeinstaklingur. Þannig að fólk horfist í augu við þetta og kemur fram, sem það þorði ekki að gera fyrir kannski tíu, tuttugu árum,“ segir Óttar. Athygli vekur að sífellt yngra fólk kallar eftir því að leiðrétta kyn sitt, en á árum áður var yfirleitt um að ræða einstaklinga yfir þrítugu. „Það eru semsagt unglingar, eða fólk sem er á barnsaldri, sem horfist í augu við að það sé trans og þurfi að taka afstöðu til þess,“ segir Óttar. Auk þess stíga sífellt fleiri karlar fram. Fyrir nokkrum árum hafi verið um það bil fjórar konur á móti hverjum karli, en nú eru hlutföll karla og kvenna nokkuð jöfn. Óttar telur að viðhorfsbreyting hafi orðið í samfélaginu undanfarin ár. Fólk sé nú tilbúnara en áður til að samþykkja transkonur - og karla. „Hvort að það eru jákvæðar fréttir að það sé svona mikil fjölgun í hópnum veit ég ekki. Þetta er óskaplega erfitt ferli. Það er ekki hægt að gera meiri breytingu á sér og sínu lífi heldur en að leiðrétta kyn sitt þannig þetta er afskaplega erfitt fyrir þá sem standa í þessu. En auðvitað er það jákvætt að samfélagið tekur miklu betur við þessum einstaklingum en áður," segir hann. Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Sjá meira
Transfólki á Íslandi hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Sífellt yngra fólk sækist nú eftir kynleiðréttingu og hlutföllin milli fjölda transkvenna og transkarla hafa jafnast. GayIceland greindi fyrst frá. Óttar Guðmundsson, geðlæknir, fer fyrir hópi sérfræðinga um málefni transfólks á Landspítalanum. Hann segir þessa breytingu, undanfarin þrjú til fimm ár, vera í takt við það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. „Það er mun auðveldara í dag að koma fram sem transeinstaklingur. Þannig að fólk horfist í augu við þetta og kemur fram, sem það þorði ekki að gera fyrir kannski tíu, tuttugu árum,“ segir Óttar. Athygli vekur að sífellt yngra fólk kallar eftir því að leiðrétta kyn sitt, en á árum áður var yfirleitt um að ræða einstaklinga yfir þrítugu. „Það eru semsagt unglingar, eða fólk sem er á barnsaldri, sem horfist í augu við að það sé trans og þurfi að taka afstöðu til þess,“ segir Óttar. Auk þess stíga sífellt fleiri karlar fram. Fyrir nokkrum árum hafi verið um það bil fjórar konur á móti hverjum karli, en nú eru hlutföll karla og kvenna nokkuð jöfn. Óttar telur að viðhorfsbreyting hafi orðið í samfélaginu undanfarin ár. Fólk sé nú tilbúnara en áður til að samþykkja transkonur - og karla. „Hvort að það eru jákvæðar fréttir að það sé svona mikil fjölgun í hópnum veit ég ekki. Þetta er óskaplega erfitt ferli. Það er ekki hægt að gera meiri breytingu á sér og sínu lífi heldur en að leiðrétta kyn sitt þannig þetta er afskaplega erfitt fyrir þá sem standa í þessu. En auðvitað er það jákvætt að samfélagið tekur miklu betur við þessum einstaklingum en áður," segir hann.
Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Hraun rann yfir Grindavíkurveg Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Fleiri fréttir Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Svartsengi keyrt á varaafli Hraun náð Njarðvíkuræð Verði að koma í ljós hvort fergjun Njarðvíkuræðar heldur Hraun rann yfir Grindavíkurveg Miðlarnir úti í heimi ekki eins áhugasamir og fyrir ári Barnabarnið hélt að gosið væri grín þegar afi reyndi að koma honum á lappir Kort af staðsetningu gossprungunnar Áttu ekki von á eldgosi í nóvember Rýming í Bláa lóninu og Grindavík gengur vel Stukku út í glugga og biðu eftir eldgosinu Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Tæp tíu þúsund hafa kosið utan kjörfundar Sjá meira