Transfólki á Íslandi hefur fjölgað verulega 25. janúar 2015 19:15 Transfólki á Íslandi hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Sífellt yngra fólk sækist nú eftir kynleiðréttingu og hlutföllin milli fjölda transkvenna og transkarla hafa jafnast. GayIceland greindi fyrst frá. Óttar Guðmundsson, geðlæknir, fer fyrir hópi sérfræðinga um málefni transfólks á Landspítalanum. Hann segir þessa breytingu, undanfarin þrjú til fimm ár, vera í takt við það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. „Það er mun auðveldara í dag að koma fram sem transeinstaklingur. Þannig að fólk horfist í augu við þetta og kemur fram, sem það þorði ekki að gera fyrir kannski tíu, tuttugu árum,“ segir Óttar. Athygli vekur að sífellt yngra fólk kallar eftir því að leiðrétta kyn sitt, en á árum áður var yfirleitt um að ræða einstaklinga yfir þrítugu. „Það eru semsagt unglingar, eða fólk sem er á barnsaldri, sem horfist í augu við að það sé trans og þurfi að taka afstöðu til þess,“ segir Óttar. Auk þess stíga sífellt fleiri karlar fram. Fyrir nokkrum árum hafi verið um það bil fjórar konur á móti hverjum karli, en nú eru hlutföll karla og kvenna nokkuð jöfn. Óttar telur að viðhorfsbreyting hafi orðið í samfélaginu undanfarin ár. Fólk sé nú tilbúnara en áður til að samþykkja transkonur - og karla. „Hvort að það eru jákvæðar fréttir að það sé svona mikil fjölgun í hópnum veit ég ekki. Þetta er óskaplega erfitt ferli. Það er ekki hægt að gera meiri breytingu á sér og sínu lífi heldur en að leiðrétta kyn sitt þannig þetta er afskaplega erfitt fyrir þá sem standa í þessu. En auðvitað er það jákvætt að samfélagið tekur miklu betur við þessum einstaklingum en áður," segir hann. Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira
Transfólki á Íslandi hefur fjölgað verulega á síðustu árum. Sífellt yngra fólk sækist nú eftir kynleiðréttingu og hlutföllin milli fjölda transkvenna og transkarla hafa jafnast. GayIceland greindi fyrst frá. Óttar Guðmundsson, geðlæknir, fer fyrir hópi sérfræðinga um málefni transfólks á Landspítalanum. Hann segir þessa breytingu, undanfarin þrjú til fimm ár, vera í takt við það sem gengur og gerist í nágrannalöndum okkar. „Það er mun auðveldara í dag að koma fram sem transeinstaklingur. Þannig að fólk horfist í augu við þetta og kemur fram, sem það þorði ekki að gera fyrir kannski tíu, tuttugu árum,“ segir Óttar. Athygli vekur að sífellt yngra fólk kallar eftir því að leiðrétta kyn sitt, en á árum áður var yfirleitt um að ræða einstaklinga yfir þrítugu. „Það eru semsagt unglingar, eða fólk sem er á barnsaldri, sem horfist í augu við að það sé trans og þurfi að taka afstöðu til þess,“ segir Óttar. Auk þess stíga sífellt fleiri karlar fram. Fyrir nokkrum árum hafi verið um það bil fjórar konur á móti hverjum karli, en nú eru hlutföll karla og kvenna nokkuð jöfn. Óttar telur að viðhorfsbreyting hafi orðið í samfélaginu undanfarin ár. Fólk sé nú tilbúnara en áður til að samþykkja transkonur - og karla. „Hvort að það eru jákvæðar fréttir að það sé svona mikil fjölgun í hópnum veit ég ekki. Þetta er óskaplega erfitt ferli. Það er ekki hægt að gera meiri breytingu á sér og sínu lífi heldur en að leiðrétta kyn sitt þannig þetta er afskaplega erfitt fyrir þá sem standa í þessu. En auðvitað er það jákvætt að samfélagið tekur miklu betur við þessum einstaklingum en áður," segir hann.
Mest lesið Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Innlent Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Innlent Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Erlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Afturkalla átta friðlýsingar Innlent Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Innlent Fleiri fréttir Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Valkyrjustjórn, afkomukvíði og jóladans í beinni Lítill arfur á barnsaldri dró dilk á eftir sér Hitasveifla upp á 23 gráður á innan við sólarhring Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Ráðuneytum fækkað og ljóst hvar stóru verkefnin liggja Bæjarstjóraskipti á áætlun í Hafnarfirði Gleðitár á hvarmi Fúsa við verðlaunaafhendingu Jón Ingi dæmdur í sex ára fangelsi í Sólheimajökulsmálinu Hámarksbið eftir barnabótum verður fjórir mánuðir Virðist útiloka samstarf með Samfylkingu Blandar sér í baráttuna um rektorinn Ragnar Þór hættur hjá VR og Halla tekin við „Fullkomlega galin“ fjárhagsleg ákvörðun að vera rithöfundur á Íslandi Fréttin öll Sigríður Júlía verður bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar „Ég er bara bjartsýnn“ Kristrún fær umboðið og boðar Ingu og Þorgerði á sinn fund Verði að virða það sem þjóðin vilji Umsóknir enn til meðferðar „á faglegum grunni“ Sjá meira