Verður Gunnar Steinn leynivopn Íslands gegn Guðmundi? Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 25. janúar 2015 19:00 Gunnar Steinn Jónsson átti góða innkomu í lið Íslands fyrir leikinn gegn Egyptalandi í gær. Hann skoraði þrjú mörk í fjarveru Arons Pálmarssnoar en Gunnar Steinn var kallaður inn í hópinn vegna höfuðmeiðsla Arons. „Það var gott að fá að vera þátttakandi á þessu móti enda hefur það verið skrýtið að standa fyrir utan hópinn og horfa á,“ sagði Gunnar Steinn en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég held að ég hafi náð að hjálpa liðinu í þessum leik og var ég ánægðastur með það. Ég á heldur ekki mörg stórmót að baki og var gott að þurfa ekki að taka eitt í forsetabikarnum,“ bætti hann við en ef Ísland hefði tapað í gær hefði það farið í úrslitakeppni átta neðstu liða mótsins sem nefnist forsetabikarinn. Hann segir að það hafi skipt miklu máli að menn mættu vel stemmdir til leiks gegn Egyptalandi í gær. „Það var ekkert inni í myndinni að tapa honum. Það munar miklu á gæðum leiksins ef maður er fimm prósentum tilbúnari þá gengur allt mun betur.“ Hann segist ekki hafa velt því fyrir sér hvort að Egyptaland, sem var þegar búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum hafi mætt afslappaðra til leiks en í öðrum leikjum sínum. „Það var minna undir fyrir þá og ekki eins mikilvægt fyrir þá að vinna og okkur. Fyrir okkur var þetta leikur upp á líf og dauða,“ sagði Gunnar Steinn en strákarnir mæta Danmörku í 16-liða úrslitunum á morgun. „Við eigum séns í öll lið á góðum degi þó svo að Danir þykja sigurstranglegri og kannski með pressuna á sér. Við unnum þá í undirbúningnum okkar fyrir mótið og getum alveg unnið þá aftur nú.“ Gunnar Steinn er eini leikmaðurinn í íslenska landsliðshópnum sem ekki á landsleik undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. „Hann valdi mig aldrei. Ég held að maður verði að stefn á að sýna honum af hverju hann missti,“ sagði hann og brosti. „Hann kannski veit þá minna um mig. Ég get þá verið leynivopnið.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Gunnar Steinn í hópinn | Aron ekki á heimleið Gunnar Steinn Jónsson verður í leikmannahópi Íslands gegn Egyptalandi í dag. 24. janúar 2015 06:36 Vignir: Gaman að sjá Gumma öskra á hina Vignir Svavarsson segir að sigur Íslands á Danmörku í æfingamóti hafi ekkert að segja í dag. 25. janúar 2015 14:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Gunnar Steinn Jónsson átti góða innkomu í lið Íslands fyrir leikinn gegn Egyptalandi í gær. Hann skoraði þrjú mörk í fjarveru Arons Pálmarssnoar en Gunnar Steinn var kallaður inn í hópinn vegna höfuðmeiðsla Arons. „Það var gott að fá að vera þátttakandi á þessu móti enda hefur það verið skrýtið að standa fyrir utan hópinn og horfa á,“ sagði Gunnar Steinn en viðtalið má heyra í heild sinni hér fyrir ofan. „Ég held að ég hafi náð að hjálpa liðinu í þessum leik og var ég ánægðastur með það. Ég á heldur ekki mörg stórmót að baki og var gott að þurfa ekki að taka eitt í forsetabikarnum,“ bætti hann við en ef Ísland hefði tapað í gær hefði það farið í úrslitakeppni átta neðstu liða mótsins sem nefnist forsetabikarinn. Hann segir að það hafi skipt miklu máli að menn mættu vel stemmdir til leiks gegn Egyptalandi í gær. „Það var ekkert inni í myndinni að tapa honum. Það munar miklu á gæðum leiksins ef maður er fimm prósentum tilbúnari þá gengur allt mun betur.“ Hann segist ekki hafa velt því fyrir sér hvort að Egyptaland, sem var þegar búið að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitunum hafi mætt afslappaðra til leiks en í öðrum leikjum sínum. „Það var minna undir fyrir þá og ekki eins mikilvægt fyrir þá að vinna og okkur. Fyrir okkur var þetta leikur upp á líf og dauða,“ sagði Gunnar Steinn en strákarnir mæta Danmörku í 16-liða úrslitunum á morgun. „Við eigum séns í öll lið á góðum degi þó svo að Danir þykja sigurstranglegri og kannski með pressuna á sér. Við unnum þá í undirbúningnum okkar fyrir mótið og getum alveg unnið þá aftur nú.“ Gunnar Steinn er eini leikmaðurinn í íslenska landsliðshópnum sem ekki á landsleik undir stjórn Guðmundar Guðmundssonar. „Hann valdi mig aldrei. Ég held að maður verði að stefn á að sýna honum af hverju hann missti,“ sagði hann og brosti. „Hann kannski veit þá minna um mig. Ég get þá verið leynivopnið.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Gunnar Steinn í hópinn | Aron ekki á heimleið Gunnar Steinn Jónsson verður í leikmannahópi Íslands gegn Egyptalandi í dag. 24. janúar 2015 06:36 Vignir: Gaman að sjá Gumma öskra á hina Vignir Svavarsson segir að sigur Íslands á Danmörku í æfingamóti hafi ekkert að segja í dag. 25. janúar 2015 14:30 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01 Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18 Mest lesið Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Körfubolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Gunnar Steinn í hópinn | Aron ekki á heimleið Gunnar Steinn Jónsson verður í leikmannahópi Íslands gegn Egyptalandi í dag. 24. janúar 2015 06:36
Vignir: Gaman að sjá Gumma öskra á hina Vignir Svavarsson segir að sigur Íslands á Danmörku í æfingamóti hafi ekkert að segja í dag. 25. janúar 2015 14:30
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Egyptaland - Ísland 25-28 | Strákarnir stóðust prófið Ísland er komið í 16-liða úrslit HM í handbolta eftir frábæran sigur á Egyptalandi á HM í Katar. 24. janúar 2015 00:01
Það er von með Aron - ekki útilokað að hann spili gegn Dönum Stórskyttu íslenska landsliðsins líður mun betur og gæti verið með í leiknum gegn Dönum á morgun. 25. janúar 2015 12:18
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti