Guðmundur gaf ekki kost á viðtölum | Reiknar með Aroni Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 25. janúar 2015 09:02 Guðmundur íhugull á fundinum í gær. Vísir/Eva Björk Guðmundur Guðmundsson breytti út af venjunni og gaf ekki kost á einstökum viðtölum við fjölmiðla eftir blaðamannafund danska liðsins á Hilton-hótelinu í Doha í morgun. Hingað til hafa blaðamannafundirnir sjálfir verið stuttir og Guðmundur svo gefið kost á sér í viðtöl við þá fjölmiðla sem þess óska. „Við spiluðum seint í gærkvöldi og ég var að vinna til fjögur í nótt. Við höfum knappan tíma í undirbúninginn og það er fundur síðdegis með liðinu sem ég þarf nú að undirbúa,“ sagði Guðmundur þegar hann var spurður um málið í morgun. Danmörk mætir Íslandi í 16-liða úrslitum HM í handbolta annað kvöld en Guðmundur mætir því mörgum af sínum gömlu lærisveinum úr íslenska landsliðinu, sem hann stýrði síðast á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012. Hann segir þó að það verði ekki erfitt fyrir sig að spila gegn Íslandi á morgun. „Þetta er handboltaleikur. Ég einbeiti mér að handboltanum og því að undirbúa liðið fyrir erfiðan leik. Það geri ég óháð því hver andstæðingurinn er.“ „Við erum að fara að spila við erfiðan andstæðing. Ísland er gott lið og við berum virðingu fyrir því og undirbúum okkur fyrir leikinn eins vel og kostur er.“ Ísland vann Danmörku á æfingaleik í Álaborg í upphafi mánaðarins en Guðmundur sagði að það hafi gefið mönnum efni til umhugsunar. „Við spiluðum ekki vel í þeim leik - hvorki í vörn né sókn. Við höfum síðan þá bætt okkur sem lið og erum betri nú en í byrjun janúar.“ Guðmundur var spurður um Aron Pálmarsson sem missti af leik Íslands gegn Egyptalandi í gær þar sem hann var með einkenni heilahristings eftir höfuðhögg sem hann fékk í leiknum gegn Tékklandi fyrr í vikunni. „Ég fæ ekkert meira að vita en aðrir um Aron,“ sagði hann og brosti. „En við gerum ráð fyrir því að hann muni spila leikinn og undirbúum okkur í samræmi við það.“ HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Gaupi í HM-kvöldi: Aroni ber skylda til að spila með gegn Dönum Íslenska landsliðið í handbolta tryggði sér sem kunnugt er sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með sigri á Egyptum í gær. 25. janúar 2015 10:30 Strákarnir mæta Dönum á mánudag klukkan 18.00 Leiktími fyrir leikina í 16-liða úrslitum hefur verið gefinn út af Alþjóðahandknattleikssambandinu. 24. janúar 2015 19:56 Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43 Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum | Frakkar tryggðu sér efsta sætið Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli. 24. janúar 2015 19:44 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Guðmundur Guðmundsson breytti út af venjunni og gaf ekki kost á einstökum viðtölum við fjölmiðla eftir blaðamannafund danska liðsins á Hilton-hótelinu í Doha í morgun. Hingað til hafa blaðamannafundirnir sjálfir verið stuttir og Guðmundur svo gefið kost á sér í viðtöl við þá fjölmiðla sem þess óska. „Við spiluðum seint í gærkvöldi og ég var að vinna til fjögur í nótt. Við höfum knappan tíma í undirbúninginn og það er fundur síðdegis með liðinu sem ég þarf nú að undirbúa,“ sagði Guðmundur þegar hann var spurður um málið í morgun. Danmörk mætir Íslandi í 16-liða úrslitum HM í handbolta annað kvöld en Guðmundur mætir því mörgum af sínum gömlu lærisveinum úr íslenska landsliðinu, sem hann stýrði síðast á Ólympíuleikunum í Lundúnum 2012. Hann segir þó að það verði ekki erfitt fyrir sig að spila gegn Íslandi á morgun. „Þetta er handboltaleikur. Ég einbeiti mér að handboltanum og því að undirbúa liðið fyrir erfiðan leik. Það geri ég óháð því hver andstæðingurinn er.“ „Við erum að fara að spila við erfiðan andstæðing. Ísland er gott lið og við berum virðingu fyrir því og undirbúum okkur fyrir leikinn eins vel og kostur er.“ Ísland vann Danmörku á æfingaleik í Álaborg í upphafi mánaðarins en Guðmundur sagði að það hafi gefið mönnum efni til umhugsunar. „Við spiluðum ekki vel í þeim leik - hvorki í vörn né sókn. Við höfum síðan þá bætt okkur sem lið og erum betri nú en í byrjun janúar.“ Guðmundur var spurður um Aron Pálmarsson sem missti af leik Íslands gegn Egyptalandi í gær þar sem hann var með einkenni heilahristings eftir höfuðhögg sem hann fékk í leiknum gegn Tékklandi fyrr í vikunni. „Ég fæ ekkert meira að vita en aðrir um Aron,“ sagði hann og brosti. „En við gerum ráð fyrir því að hann muni spila leikinn og undirbúum okkur í samræmi við það.“
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Gaupi í HM-kvöldi: Aroni ber skylda til að spila með gegn Dönum Íslenska landsliðið í handbolta tryggði sér sem kunnugt er sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með sigri á Egyptum í gær. 25. janúar 2015 10:30 Strákarnir mæta Dönum á mánudag klukkan 18.00 Leiktími fyrir leikina í 16-liða úrslitum hefur verið gefinn út af Alþjóðahandknattleikssambandinu. 24. janúar 2015 19:56 Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43 Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum | Frakkar tryggðu sér efsta sætið Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli. 24. janúar 2015 19:44 Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15 Mest lesið Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Misreiknaði sig á mjög mikilvægum tímapunkti Sport Klopp sýndi Red Bull áhuga þegar hann var enn þjálfari Liverpool Enski boltinn Manchester United skoðar Malasíuferð strax eftir tímabilið Enski boltinn Aldrei eins margir á heimslistanum fallið úr leik fyrir jól Sport Landaði forstjórastarfi hjá Forest eftir að Rómverjar ruddu henni burt Enski boltinn Tækifæri að opnast fyrir Benóný hjá Stockport Enski boltinn Eftirmaður Amorim strax á útleið Fótbolti Embiid rekinn af velli fyrir reiðiskast eftir að hafa rutt Wembanyama Körfubolti Músaskítur í leikhúsi draumanna Enski boltinn Fleiri fréttir Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Sjá meira
Gaupi í HM-kvöldi: Aroni ber skylda til að spila með gegn Dönum Íslenska landsliðið í handbolta tryggði sér sem kunnugt er sæti í 16-liða úrslitum á HM í Katar með sigri á Egyptum í gær. 25. janúar 2015 10:30
Strákarnir mæta Dönum á mánudag klukkan 18.00 Leiktími fyrir leikina í 16-liða úrslitum hefur verið gefinn út af Alþjóðahandknattleikssambandinu. 24. janúar 2015 19:56
Alexander: Pressan er öll á Gumma Alexander Petersson fagnaði því að fá gamla góða Guðjón Val Sigurðsson aftur í kvöld. 24. janúar 2015 19:43
Íslendingar mæta Dönum í 16-liða úrslitum | Frakkar tryggðu sér efsta sætið Danmörk verður mótherji Íslands í 16-liða úrslitum á HM í Katar. Þetta var ljóst eftir öruggan sigur Dana á Pólverjum, 31-27, í lokaleik þeirra í C-riðli. 24. janúar 2015 19:44
Gummi Gumm: Nú skilja leiðir í 60 mínútur Guðmundur Guðmundsson var ánægður með strákana sína en segir að leikurinn við Þjóðverja hafi verið besti leikur Dana í keppninni. 24. janúar 2015 20:15