Sópuðu neyðarbrautina meðan Fokker hringsólaði yfir borginni Kristján Már Unnarsson skrifar 24. janúar 2015 20:29 Fokkerinn að koma til lendingar á litlu flugbrautinni í hvassviðrinu í gærkvöldi. Hallgrímskirkja og Landsspítalinn í baksýn. Myndir/Valgeir Ólason. Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds og ekki var búið að hreinsa snjó af litlu neyðarbrautinni. Þetta var síðasta vél innanlandsflugsins í gærkvöldi en þegar hún nálgaðist borgina hafði hvesst svo úr suðvestri að hliðarvindur varð of mikill, bæði á norður/suðurbrautinni og austur/vesturbrautinni, að sögn flugstjórans, Ólafs Georgssonar.Sjá má myndband, sem Valgeir Ólason tók, neðst í fréttinni. Flugvélin við það að snerta flugbraut 24. Vindur stóð úr 240 gráðum og var því beint á brautina.Mynd/Valgeir Ólason.Vindur stóð hins vegar beint á braut 24, þriðju og minnstu flugbrautina, og fóru vindhviður yfir þrjátíu hnúta. Flugstjórinn ákvað að fljúga nokkra hringi yfir Reykjavík meðan starfsmenn flugvallarins sópuðu neyðarbrautina. Hann tók síðan aðflugið yfir Norðurmýri og Snorrabraut og lenti svo á litlu brautinni um tíuleytið í gærkvöldi.Flugfélagsvélin lent og byrjuð að draga úr hraða.Mynd/Valgeir Ólason.Ólafur flugstjóri segir í samtali við fréttastofu að ef litla brautin hefði ekki verið til staðar hefði hann að öllum líkindum þurft að snúa aftur til Akureyrar og gista þar. Hann segir að óvíst hafi verið hvort unnt væri að lenda í Keflavík. 27 manns voru um borð í vélinni og tókst lendingin að óskum.Fokker-vél Flugfélags Íslands lendir á litlu neyðarbrautinni, braut 24, fyrir hálfum mánuði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Neyðarbrautin kom sér einnig vel fyrir hálfum mánuði og hjálpaði þá bæði innanlandsfluginu og annasömu sjúkraflugi þann daginn, eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2. Tengdar fréttir Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Fokker-vél Flugfélags Íslands á leið frá Akureyri neyddist til að hringsóla yfir Reykjavíkurflugvelli í 10-15 mínútur í gærkvöldi þar sem báðar aðalflugbrautir vallarins urðu ófærar vegna hliðarvinds og ekki var búið að hreinsa snjó af litlu neyðarbrautinni. Þetta var síðasta vél innanlandsflugsins í gærkvöldi en þegar hún nálgaðist borgina hafði hvesst svo úr suðvestri að hliðarvindur varð of mikill, bæði á norður/suðurbrautinni og austur/vesturbrautinni, að sögn flugstjórans, Ólafs Georgssonar.Sjá má myndband, sem Valgeir Ólason tók, neðst í fréttinni. Flugvélin við það að snerta flugbraut 24. Vindur stóð úr 240 gráðum og var því beint á brautina.Mynd/Valgeir Ólason.Vindur stóð hins vegar beint á braut 24, þriðju og minnstu flugbrautina, og fóru vindhviður yfir þrjátíu hnúta. Flugstjórinn ákvað að fljúga nokkra hringi yfir Reykjavík meðan starfsmenn flugvallarins sópuðu neyðarbrautina. Hann tók síðan aðflugið yfir Norðurmýri og Snorrabraut og lenti svo á litlu brautinni um tíuleytið í gærkvöldi.Flugfélagsvélin lent og byrjuð að draga úr hraða.Mynd/Valgeir Ólason.Ólafur flugstjóri segir í samtali við fréttastofu að ef litla brautin hefði ekki verið til staðar hefði hann að öllum líkindum þurft að snúa aftur til Akureyrar og gista þar. Hann segir að óvíst hafi verið hvort unnt væri að lenda í Keflavík. 27 manns voru um borð í vélinni og tókst lendingin að óskum.Fokker-vél Flugfélags Íslands lendir á litlu neyðarbrautinni, braut 24, fyrir hálfum mánuði.Stöð 2/Baldur Hrafnkell Jónsson.Neyðarbrautin kom sér einnig vel fyrir hálfum mánuði og hjálpaði þá bæði innanlandsfluginu og annasömu sjúkraflugi þann daginn, eins og greint var frá í fréttum Stöðvar 2.
Tengdar fréttir Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Sækja um leyfi fyrir Kvíslatunguvirkjun Annasamur sólarhringur hjá björgunarsveit Patreksfjarðar Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Hafnar ásökunum um byssuat og uppgefnir íbúar undir Steinafjalli „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Fordæmir atvikið í Grindavík Fara fram á að Mangione fái dauðarefsinguna Ekið á gangandi vegfaranda Beindi byssunni yfir höfuð björgunarsveitarmanns Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ „Þessi staður er ákaflega óheppilegur“ Beita öllum brögðum til að minnka tjón ef hraunið nær bænum Grindvíkingur ógnaði björgunarsveitarfólki með skotvopni „Minni kraftur í þessu samanborið við fyrri gos“ Myndir: Eldgos ógnar Grindavík Snýst allt um að tryggja öryggi fólks Gos við bæjarmörkin: Aukafréttatími í hádeginu Ein af dekkstu sviðsmyndunum að raungerast Björgunarsveitarfólki ógnað við rýmingu Eldgosið séð úr lofti Vonast til að hefja störf í Grindavík strax á morgun Sterkari merki en fyrir síðustu eldgos Bein útsending: Ræða skýrslu fjármálastöðugleikanefndar Gestir vaktir og Bláa lónið rýmt í snatri Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Sjá meira
Litla neyðarbrautin hjálpaði sjúkra- og innanlandsfluginu Hin umdeilda neyðarbraut Reykjavíkurflugvallar gerði gæfumuninn í annasömu sjúkraflugi í dag, og tryggði jafnframt að innanlandsflug raskaðist lítið í snarpri suðvestanátt. 8. janúar 2015 19:00