Alvarlegt að ráðherra sagði ekki satt Heimir Már Pétursson skrifar 23. janúar 2015 19:02 Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, Ögmundur Jónasson, segir álit umboðsmanns Alþingis sýna að tilefni var til að rannsaka samskipti ráðherrans við lögreglustjóra. Vísir/Vilhelm Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur boðið Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að koma á fund nefndarinnar til að skýra sína hlið mála. Formaður nefndarinnar segir álit umboðsmanns sýna að tilefni var til þess að rannsaka samskipti ráðherrans fyrrverandi við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Ögmundur Jónasson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir nefndina eiga eftir að fara yfir ýmsa aðra þætti í málefnum innanríkisráðherrans fyrrverandi sem umboðsmaður skoðaði ekki. „Stóru tíðindin í hans áliti eru fyrst og fremst þetta; það var tilefni til þeirrar rannsóknar sem hann réðst í,“ segir Ögmundur. Nefndin skrifaði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í morgun þar sem henni er boðið að koma fyrir nefndina til að skýra hennar sýn á málinu og svara spurningum. „En fram hefur komið að ýmsir þingmenn telja að fullyrðingar ráðherrans fyrrverandi fái ekki staðist og séu mótsagnakenndar. Þá er ég að vísa til þess sem hefur gerst á vettvangi þingsins,“ segir Ögmundur.Ögmundur Jónassonvísir/pjeturÞað kemur fram í áliti umboðsmanns að ráðherrann fyrrverandi sagði ekki allan sannleikan í tveimur svörum til hans. Ögmundur segir það alvarlegt. „Já, það er mjög alvarlegt að sjálfsögðu. Og það er alvarlegt að svara ekki fyrirspurnum frá umboðsmanni Alþingis eins og ekki var gert á tilteknu skeiði í þessu máli,“ segir ögmundur. Þess vegna sé álit umboðsmanns mikilvægt.Sýnist þér á þessu að ráðherrann hafi beinlínis gerst brotlegur í starfi með samskiptum sínum við lögreglustjóra? „Ég ætla að vísa í greinargerð umboðsmanns Alþingis hvað þetta snertir, svona lagalegar túlkanir. En við skulum ekki gleyma því að fyrrverandi innanríkisráðherra sagði af sér embætti,“ segir Ögmundur Jónasson. Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hefur boðið Hönnu Birnu Kristjánsdóttur að koma á fund nefndarinnar til að skýra sína hlið mála. Formaður nefndarinnar segir álit umboðsmanns sýna að tilefni var til þess að rannsaka samskipti ráðherrans fyrrverandi við lögreglustjóra höfuðborgarsvæðisins. Ögmundur Jónasson formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis segir nefndina eiga eftir að fara yfir ýmsa aðra þætti í málefnum innanríkisráðherrans fyrrverandi sem umboðsmaður skoðaði ekki. „Stóru tíðindin í hans áliti eru fyrst og fremst þetta; það var tilefni til þeirrar rannsóknar sem hann réðst í,“ segir Ögmundur. Nefndin skrifaði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í morgun þar sem henni er boðið að koma fyrir nefndina til að skýra hennar sýn á málinu og svara spurningum. „En fram hefur komið að ýmsir þingmenn telja að fullyrðingar ráðherrans fyrrverandi fái ekki staðist og séu mótsagnakenndar. Þá er ég að vísa til þess sem hefur gerst á vettvangi þingsins,“ segir Ögmundur.Ögmundur Jónassonvísir/pjeturÞað kemur fram í áliti umboðsmanns að ráðherrann fyrrverandi sagði ekki allan sannleikan í tveimur svörum til hans. Ögmundur segir það alvarlegt. „Já, það er mjög alvarlegt að sjálfsögðu. Og það er alvarlegt að svara ekki fyrirspurnum frá umboðsmanni Alþingis eins og ekki var gert á tilteknu skeiði í þessu máli,“ segir ögmundur. Þess vegna sé álit umboðsmanns mikilvægt.Sýnist þér á þessu að ráðherrann hafi beinlínis gerst brotlegur í starfi með samskiptum sínum við lögreglustjóra? „Ég ætla að vísa í greinargerð umboðsmanns Alþingis hvað þetta snertir, svona lagalegar túlkanir. En við skulum ekki gleyma því að fyrrverandi innanríkisráðherra sagði af sér embætti,“ segir Ögmundur Jónasson.
Tengdar fréttir Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44 Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08 Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26 Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30 Mest lesið Musk settur í niðurskurðinn og sjónvarpsmaður verður varnarmálaráðherra Erlent „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Welby segir af sér í tengslum við kynferðisbrotamál Erlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Vill verða bæjarstjóri í Þórshöfn eftir kosningasigur Erlent Fleiri fréttir Vegir enn lokaðir á Vestfjörðum Nokkrir tengdir einstaklingar greinst með lifrarbólgu B „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Sjá meira
Krafði Stefán um skýringar eftir að hann ræddi við umboðsmann Hanna Birna Kristjánsdóttir og lögmaður á hennar vegum höfðu samband við Stefán Eiríksson og vildi skýringar. 23. janúar 2015 10:44
Hanna Birna: „Mistök af minni hálfu að eiga samskipti við lögreglustjórann“ Fyrrverandi innanríkisráðherra bað Stefán Eiríksson afsökunar á fundi með umboðsmanni alþingis. 23. janúar 2015 10:08
Gerði athugasemdir við það að „fókusinn“ væri á aðstoðarmönnunum Nafngreindi þrjá lögreglumenn sem rannsökuðu málið og gerði athugasemdir við fjölskyldutengsl eins þeirra. 23. janúar 2015 11:26
Segir afskipti Hönnu Birnu óeðlileg Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, segir að samskipti Hönnu Birnu við Stefán Eiríksson, fyrrverandi lögreglustjóra, hafi verið ósamrýmanleg stöðu ráðherra sem yfirstjórnanda lögreglunnar. 23. janúar 2015 09:30