Innlent

Bengalkötturinn Kiss Me fundinn

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Ólafur fann fressið Kiss Me dauðskelkað undir sófa í skemmunni seint í gærkvöldi.
Ólafur fann fressið Kiss Me dauðskelkað undir sófa í skemmunni seint í gærkvöldi. Mynd/Ólafur Njálsson
Ólafur Njálsson, eigandi bengalkattanna sem stolið var í gær, greinir frá því á Facebook-síðu sinni að hann hafi fundið einn köttinn í gærkvöldi, högnann Kiss Me, sem hann lýsti sem mjög styggum í fréttum Stöðvar 2 í gærkvöldi.

Svo virðist sem þjófarnir hafi ekki náð Kiss Me með sér þar sem Ólafur fann hann dauðhræddan undir sófa í skemmunni þar sem kettirnir voru. Ólafur velti því fyrir sér hvort þjófarnir hefðu notað svæfingarlyf til að stela Kiss Me, svo ótrúlegt þótti honum að þeim hefði tekist að taka hann með sér.

Ólafur átti afar erfitt með að leyna tilfinningum sínum í viðtalinu í gær og brast í grát. Viðtalið má sjá hér að neðan. Þjófarnir er þó enn með þrjá bengalketti hjá sér en ekkert hefur spurst til þeirra, að sögn lögreglunnar á Selfossi.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×