Biður fegurðardís fyrirgefningar á forsíðu Jakob Bjarnar skrifar 22. janúar 2015 15:52 Bara vinir. Eiríkur segir að nú séu samskipti hans og Manuelu Óskar eins og á þingflokksfundi Bjartrar framtíðar. Enginn ágreiningur. Eiríkur Jónsson ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt braut blað í fjölmiðlasögunni nú í vikunni þegar hann birti afsökunarbeiðni á forsíðu blaðsins: Þokkadísin Manuela Ósk er beðin afsökunar á frétt sem „ekki reyndist alveg sannleikanum samkvæm.“ Eiríkur segist leggja mikið uppúr því að allt sé satt og rétt sem stendur í Séð og heyrt. „Það gilda sömu reglur við vinnslu frétta og hjá CNN, New York Times og Fréttablaðinu. Það bara er þannig og þegar eitthvað misferst er það leiðrétt umsvifalaus nema ef vera skyldi stafsetningarvillur,“ segir Eiríkur og vill meina að hann sé að taka þetta uppá næsta stig með því að vekja með svo afgerandi hætti athygli á afsökunarbeiðninni. Eiríkur vitnar í Mark Twain og félaga í árdaga blaðamennskunnar sem sögðu að afsökunarbeiðnir fjölmiðlanna væru besta lesefnið hverju sinni. „Forsíða er samansett af tilvísunum,“ segir Eiríkur. Og þar er þetta. „Ég er ekki að segja að þetta eigi að vera regla en kannski til að skerpa á þessari reglu að allt sé satt og rétt. Þessi tegund fjölmiðla hefur legið undir því alltof lengi, og sérstaklega á Íslandi, að þetta sé allt bull og vitleysa, en þannig er það vitaskuld ekki. Þetta er allt satt og rétt. Þetta er allt séð og heyrt.“Nema þessi vitleysa, eða hvað? „Mark Twain sagði að þetta hefði getað hafa verið og Manuela Ósk hefði getað verið ástfangin í New York,“ segir Eiríkur en það var einmitt þar sem hnífurinn stóð í kúnni. „Eins og svo oft áður þá er málið ástin. Já. Um það snérist fréttin. Og hún var með manni í New York á körfuboltaleik. Samkvæmt okkar heimildum okkar voru þau þar í ástargöngu á Manhattan, hönd í hönd í bliki ljósaskiltanna. En, svo kemur á daginn, að þetta reyndust því miður ekki nógu traustar heimildir, hún gerði athugasemdir við þetta sem teknar voru til greina og hún beðin afsökunar. Sú afsökunarbeiðni var borin undir hana og hún var sátt. Þannig að nú er bara allt á milli okkar eins og gerist best í þingflokki Bjartrar framtíðar, öll dýrin í skóginum vinir.“Nú er allt ykkar á milli sólskin og sleikipinnar? Þá í merkingunni að samskiptin hafi áður verið stormasöm og ýmislegt gengið á? „Neinei, það gekk ekkert mikið á. Þetta var lendingin. Eina merkilegt við þetta er að vísað er til afsökunarbeiðninnar á forsíðu,“ segir Eiríkur Jónsson, sem enn heldur áfram að skrá nafn sitt á spjöld fjölmiðlasögunnar eftir litríkan feril í blaðamennsku – og leikur við hvurn sinn fingur. Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Eiríkur Jónsson ritstjóri tímaritsins Séð og heyrt braut blað í fjölmiðlasögunni nú í vikunni þegar hann birti afsökunarbeiðni á forsíðu blaðsins: Þokkadísin Manuela Ósk er beðin afsökunar á frétt sem „ekki reyndist alveg sannleikanum samkvæm.“ Eiríkur segist leggja mikið uppúr því að allt sé satt og rétt sem stendur í Séð og heyrt. „Það gilda sömu reglur við vinnslu frétta og hjá CNN, New York Times og Fréttablaðinu. Það bara er þannig og þegar eitthvað misferst er það leiðrétt umsvifalaus nema ef vera skyldi stafsetningarvillur,“ segir Eiríkur og vill meina að hann sé að taka þetta uppá næsta stig með því að vekja með svo afgerandi hætti athygli á afsökunarbeiðninni. Eiríkur vitnar í Mark Twain og félaga í árdaga blaðamennskunnar sem sögðu að afsökunarbeiðnir fjölmiðlanna væru besta lesefnið hverju sinni. „Forsíða er samansett af tilvísunum,“ segir Eiríkur. Og þar er þetta. „Ég er ekki að segja að þetta eigi að vera regla en kannski til að skerpa á þessari reglu að allt sé satt og rétt. Þessi tegund fjölmiðla hefur legið undir því alltof lengi, og sérstaklega á Íslandi, að þetta sé allt bull og vitleysa, en þannig er það vitaskuld ekki. Þetta er allt satt og rétt. Þetta er allt séð og heyrt.“Nema þessi vitleysa, eða hvað? „Mark Twain sagði að þetta hefði getað hafa verið og Manuela Ósk hefði getað verið ástfangin í New York,“ segir Eiríkur en það var einmitt þar sem hnífurinn stóð í kúnni. „Eins og svo oft áður þá er málið ástin. Já. Um það snérist fréttin. Og hún var með manni í New York á körfuboltaleik. Samkvæmt okkar heimildum okkar voru þau þar í ástargöngu á Manhattan, hönd í hönd í bliki ljósaskiltanna. En, svo kemur á daginn, að þetta reyndust því miður ekki nógu traustar heimildir, hún gerði athugasemdir við þetta sem teknar voru til greina og hún beðin afsökunar. Sú afsökunarbeiðni var borin undir hana og hún var sátt. Þannig að nú er bara allt á milli okkar eins og gerist best í þingflokki Bjartrar framtíðar, öll dýrin í skóginum vinir.“Nú er allt ykkar á milli sólskin og sleikipinnar? Þá í merkingunni að samskiptin hafi áður verið stormasöm og ýmislegt gengið á? „Neinei, það gekk ekkert mikið á. Þetta var lendingin. Eina merkilegt við þetta er að vísað er til afsökunarbeiðninnar á forsíðu,“ segir Eiríkur Jónsson, sem enn heldur áfram að skrá nafn sitt á spjöld fjölmiðlasögunnar eftir litríkan feril í blaðamennsku – og leikur við hvurn sinn fingur.
Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira