Ekki spurning hvort heldur hvenær verkföll skella á Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2015 20:01 Formaður starfsgreinasambandsins segir spurninguna ekki vera hvort heldur hvenær verkföll skelli á í vetur. Mikil reiði sé meðal félagsmanna sambandsins en lokahönd verður lögð á kröfugerð þess á morgun um tugi þúsunda króna hækkun lágmarkslauna. Forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að svigrúm væri til launahækkana. En þá yrðu menn að hætta að einblína á prósentuhækkanir og skoða frekar krónutöluhækkanir. Félög innan Starfsgreinasambandsins hafa verið að móta kröfugerð sína undanfarnar vikur og leggja lokahönd á kröfurnar á morgun. En sambandið er það langfjölmennasta innan Alþýðusambandins með um 50 þúsund félagsmenn í ýmsum starfsgreinum. Birni Snæbjörnssyni formanni Starfsgreinasambandsins líst vel á yfirlýsingu forsætisráðherra. „Starfsgreinasambandið hefur alltaf lagt höfuðáherslu á krónutöluhækkanir í öllum þeim samningum sem við höfum gert. Mér finnst frábært að vera búinn að fá stuðningsmann í lið með okkur. Vegna þess að forsætisráðherra talaði um þetta. Ég er mjög ánægður með það að hann sé að fylgja því og taka undir með Starfsgreinasambandinu í þessu,“ segir Björn. Formaðurinn býst ekki við auðveldum samningaviðræðum á næstu vikum og mánuðum. Hins vegar sé gott að fá stuðning við krónutöluhækkanir sem komi sér best fyrir þá lægst launuðu. Lágmarkslaun eru nú 214 þúsund krónur á mánuði en reikna má með að krafist verði að minnsta kosti 300 þúsunda, þótt Björn vilji ekki staðfesta það. Aftur á móti séu hugmyndir Seðlabankans og atvinnurekenda um 3,5 prósenta hækkun á ári fráleitar. „Ég hef líka fulla trú á því og það hefur komið fram í könnunum hjá ýmsum félögum að fólk er tilbúið að fara í átök ef á þarf að halda. Og ég hef sagt að þetta sé ekki spurning um hvort menn fari í verkfall, heldur hvenær í vetur,“ segir Björn.Þú sérð það í spilunum, að það er harka framundan? „Ég sé ekkert annað í spilunum en að það verði. Það virðist þurfa í þessu þjóðfélagi ef á að fara að hækka lægstu laun eða eitthvað annað, að þá fara allar reiknivélar á fullt og það er allt að fara til helvítis. En það er ekkert verið að tala um það þegar menn fá kannski tugi prósenta í hækkun. Þá þegja þessir sömu aðilar sem eru að röfla núna um þetta gagnvart okkur,“ segir Björn Snæbjörnsson. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira
Formaður starfsgreinasambandsins segir spurninguna ekki vera hvort heldur hvenær verkföll skelli á í vetur. Mikil reiði sé meðal félagsmanna sambandsins en lokahönd verður lögð á kröfugerð þess á morgun um tugi þúsunda króna hækkun lágmarkslauna. Forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að svigrúm væri til launahækkana. En þá yrðu menn að hætta að einblína á prósentuhækkanir og skoða frekar krónutöluhækkanir. Félög innan Starfsgreinasambandsins hafa verið að móta kröfugerð sína undanfarnar vikur og leggja lokahönd á kröfurnar á morgun. En sambandið er það langfjölmennasta innan Alþýðusambandins með um 50 þúsund félagsmenn í ýmsum starfsgreinum. Birni Snæbjörnssyni formanni Starfsgreinasambandsins líst vel á yfirlýsingu forsætisráðherra. „Starfsgreinasambandið hefur alltaf lagt höfuðáherslu á krónutöluhækkanir í öllum þeim samningum sem við höfum gert. Mér finnst frábært að vera búinn að fá stuðningsmann í lið með okkur. Vegna þess að forsætisráðherra talaði um þetta. Ég er mjög ánægður með það að hann sé að fylgja því og taka undir með Starfsgreinasambandinu í þessu,“ segir Björn. Formaðurinn býst ekki við auðveldum samningaviðræðum á næstu vikum og mánuðum. Hins vegar sé gott að fá stuðning við krónutöluhækkanir sem komi sér best fyrir þá lægst launuðu. Lágmarkslaun eru nú 214 þúsund krónur á mánuði en reikna má með að krafist verði að minnsta kosti 300 þúsunda, þótt Björn vilji ekki staðfesta það. Aftur á móti séu hugmyndir Seðlabankans og atvinnurekenda um 3,5 prósenta hækkun á ári fráleitar. „Ég hef líka fulla trú á því og það hefur komið fram í könnunum hjá ýmsum félögum að fólk er tilbúið að fara í átök ef á þarf að halda. Og ég hef sagt að þetta sé ekki spurning um hvort menn fari í verkfall, heldur hvenær í vetur,“ segir Björn.Þú sérð það í spilunum, að það er harka framundan? „Ég sé ekkert annað í spilunum en að það verði. Það virðist þurfa í þessu þjóðfélagi ef á að fara að hækka lægstu laun eða eitthvað annað, að þá fara allar reiknivélar á fullt og það er allt að fara til helvítis. En það er ekkert verið að tala um það þegar menn fá kannski tugi prósenta í hækkun. Þá þegja þessir sömu aðilar sem eru að röfla núna um þetta gagnvart okkur,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Fleiri fréttir Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Sjá meira