Ekki spurning hvort heldur hvenær verkföll skella á Heimir Már Pétursson skrifar 21. janúar 2015 20:01 Formaður starfsgreinasambandsins segir spurninguna ekki vera hvort heldur hvenær verkföll skelli á í vetur. Mikil reiði sé meðal félagsmanna sambandsins en lokahönd verður lögð á kröfugerð þess á morgun um tugi þúsunda króna hækkun lágmarkslauna. Forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að svigrúm væri til launahækkana. En þá yrðu menn að hætta að einblína á prósentuhækkanir og skoða frekar krónutöluhækkanir. Félög innan Starfsgreinasambandsins hafa verið að móta kröfugerð sína undanfarnar vikur og leggja lokahönd á kröfurnar á morgun. En sambandið er það langfjölmennasta innan Alþýðusambandins með um 50 þúsund félagsmenn í ýmsum starfsgreinum. Birni Snæbjörnssyni formanni Starfsgreinasambandsins líst vel á yfirlýsingu forsætisráðherra. „Starfsgreinasambandið hefur alltaf lagt höfuðáherslu á krónutöluhækkanir í öllum þeim samningum sem við höfum gert. Mér finnst frábært að vera búinn að fá stuðningsmann í lið með okkur. Vegna þess að forsætisráðherra talaði um þetta. Ég er mjög ánægður með það að hann sé að fylgja því og taka undir með Starfsgreinasambandinu í þessu,“ segir Björn. Formaðurinn býst ekki við auðveldum samningaviðræðum á næstu vikum og mánuðum. Hins vegar sé gott að fá stuðning við krónutöluhækkanir sem komi sér best fyrir þá lægst launuðu. Lágmarkslaun eru nú 214 þúsund krónur á mánuði en reikna má með að krafist verði að minnsta kosti 300 þúsunda, þótt Björn vilji ekki staðfesta það. Aftur á móti séu hugmyndir Seðlabankans og atvinnurekenda um 3,5 prósenta hækkun á ári fráleitar. „Ég hef líka fulla trú á því og það hefur komið fram í könnunum hjá ýmsum félögum að fólk er tilbúið að fara í átök ef á þarf að halda. Og ég hef sagt að þetta sé ekki spurning um hvort menn fari í verkfall, heldur hvenær í vetur,“ segir Björn.Þú sérð það í spilunum, að það er harka framundan? „Ég sé ekkert annað í spilunum en að það verði. Það virðist þurfa í þessu þjóðfélagi ef á að fara að hækka lægstu laun eða eitthvað annað, að þá fara allar reiknivélar á fullt og það er allt að fara til helvítis. En það er ekkert verið að tala um það þegar menn fá kannski tugi prósenta í hækkun. Þá þegja þessir sömu aðilar sem eru að röfla núna um þetta gagnvart okkur,“ segir Björn Snæbjörnsson. Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Formaður starfsgreinasambandsins segir spurninguna ekki vera hvort heldur hvenær verkföll skelli á í vetur. Mikil reiði sé meðal félagsmanna sambandsins en lokahönd verður lögð á kröfugerð þess á morgun um tugi þúsunda króna hækkun lágmarkslauna. Forsætisráðherra sagði á Alþingi í gær að svigrúm væri til launahækkana. En þá yrðu menn að hætta að einblína á prósentuhækkanir og skoða frekar krónutöluhækkanir. Félög innan Starfsgreinasambandsins hafa verið að móta kröfugerð sína undanfarnar vikur og leggja lokahönd á kröfurnar á morgun. En sambandið er það langfjölmennasta innan Alþýðusambandins með um 50 þúsund félagsmenn í ýmsum starfsgreinum. Birni Snæbjörnssyni formanni Starfsgreinasambandsins líst vel á yfirlýsingu forsætisráðherra. „Starfsgreinasambandið hefur alltaf lagt höfuðáherslu á krónutöluhækkanir í öllum þeim samningum sem við höfum gert. Mér finnst frábært að vera búinn að fá stuðningsmann í lið með okkur. Vegna þess að forsætisráðherra talaði um þetta. Ég er mjög ánægður með það að hann sé að fylgja því og taka undir með Starfsgreinasambandinu í þessu,“ segir Björn. Formaðurinn býst ekki við auðveldum samningaviðræðum á næstu vikum og mánuðum. Hins vegar sé gott að fá stuðning við krónutöluhækkanir sem komi sér best fyrir þá lægst launuðu. Lágmarkslaun eru nú 214 þúsund krónur á mánuði en reikna má með að krafist verði að minnsta kosti 300 þúsunda, þótt Björn vilji ekki staðfesta það. Aftur á móti séu hugmyndir Seðlabankans og atvinnurekenda um 3,5 prósenta hækkun á ári fráleitar. „Ég hef líka fulla trú á því og það hefur komið fram í könnunum hjá ýmsum félögum að fólk er tilbúið að fara í átök ef á þarf að halda. Og ég hef sagt að þetta sé ekki spurning um hvort menn fari í verkfall, heldur hvenær í vetur,“ segir Björn.Þú sérð það í spilunum, að það er harka framundan? „Ég sé ekkert annað í spilunum en að það verði. Það virðist þurfa í þessu þjóðfélagi ef á að fara að hækka lægstu laun eða eitthvað annað, að þá fara allar reiknivélar á fullt og það er allt að fara til helvítis. En það er ekkert verið að tala um það þegar menn fá kannski tugi prósenta í hækkun. Þá þegja þessir sömu aðilar sem eru að röfla núna um þetta gagnvart okkur,“ segir Björn Snæbjörnsson.
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira