„Ég vil ekki vera hrædd á Íslandi“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. janúar 2015 09:07 Miriam Petra Ómarsdóttir Awad er fædd í Reykjavík í júlí árið 1990. Hún á íslenska móður og egypskan föður sem búið hefur á Íslandi í um hálfa öld. Hún er alin upp í Breiðholti en dvaldi oft hjá ömmu sinni og afa á Tálknafirði sem barn. „Ég er náttúrulega fyrst og fremst Íslendingur. Ég er svona manneskja sem fer til útlanda og er bara „Ísland!“ Ég held að það verðmætasta sem ég á sé vegabréfið mitt. Þegar ég er með það í höndunum og er að fara í gegnum flugvallaeftirlit erlendis þá finnst mér rosalega gaman að sjá svona „Ísland?“ og bara, „Já, ég er frá Íslandi.““ Miriam segist þó einnig upplifa sig sem egypska; hún eigi fjölskyldu í Egyptalandi og þegar hún fari þangað falli hún inn í fjöldann sem er ekki raunin á Íslandi. Hún segist stolt af báðum löndunum og því að eiga tvo skemmtilega ólíka menningarheima.Miriam er hálfur Íslendingur og hálfur Egypti.Hefur fundið fyrir fordómum frá því hún var krakki Mikil umræða hefur skapast í kjölfarið á skotárásinni á franska skopmyndablaðið Charlie Hebdo. Meðal annars gaf þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson það í skyn að rannsaka þyrfti bakgrunn þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi. „Það kemur stundum yfir mann vonleysi eftir þessa umræðu. Manni fallast bara hendur. [...] Þegar ég sé svona umræðu þá er ég bara „Nei, hættu nú. Þetta er orðið svolítið mikið,““ segir Miriam. Hún birti pistil á Facebook-síðu sinni sem vakti mikla athygli í síðustu viku. Hún segir að hún hafi viljað vekja vini sína og kunningja til umhugsunar með skrifum sínum því þó að þeir sjái hana sem Íslending þá sé fullt af fólki sem geri það ekki. „Hugsið aðeins um það sem er að gerast í kringum ykkur. Ég er ekkert einsdæmi. Ég er ekkert eina manneskjan sem á ættir að rekja til einhverra annarra landa og lít ekki út eins og einhver steríótýpískur Íslendingur.“ Fordómarnir og vanþekkingin eru vissulega til staðar og Miriam hefur fundið fyrir hvoru tveggja alla tíð. Hún segir krakka hafa strítt sér þegar hún var lítil en þegar hún varð eldri hafi fordómarnir orðið persónulegri. „Þegar þú ferð að fara meira út í samfélagið, þá tekurðu eftir því að fólk er að dæma þig. Ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurð að því hvort ég tali íslensku, eftir að ég er búin að segja eitthvað á íslensku.“Mikil umræða hefur skapast hér á landi um íslam og múslima í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París.Vísir/GettyTalar ekki daglega um fordómana sem hún verður fyrir Miriam hefur margoft lent í uppákomum tengdum útliti sínu og nafni. Meðal annars hafi ein kona gert ráð fyrir því að hún væri ættleidd í tengslum við verkefni sem Miriam var að vinna í grunnskóla og fólst í að fylla út ættartré. „Ég var búin að fylla þetta út mömmumegin og pabbamegin. Þá segir konan: „Já, þetta er nú skemmtilegt. Gaman að vita að einhver svona ættleiddur viti svona mikið um fjölskylduna sína.““ Hún segist ekki tala daglega um fordómana sem hún verður fyrir. Til að mynda hafi hún ekki sagt mömmu sinni frá því versta sem hún hefur lent í fyrr en þremur árum eftir að það gerðist. Mamma hennar hafi bæði verið hissa og sár vegna þess. Atvikið sem um ræðir er þegar Miriam var bæði kölluð gyðingur og sandnegri af fólki sem hún var með í leigubíl. „Ég hef lent í því að vera kölluð sandnegri og gyðingur á meðan ég var föst í leigubíl með hópi af fólki. Ég er kannski ekki segja að þau hafi verið að níðast á mér en ég komst ekkert burt. Þetta var svona: „Hver á að borga?“ „Hey, látum gyðinginn borga!“ Ég á fullt af vinum sem eru gyðingar og ég elska gyðinga en þegar þú ert að segja „Látum gyðinginn borga!“... það er ekkert svona, hey, uppáhaldsvinur minn. Og sandnegri er bara eitthvað ljótasta orð sem til er. Þetta er svo sárt. Þegar þér finnst þú vera Íslendingur, að fólk sé að efast um það hver þú ert,“ segir Miriam.Finnst ekki nóg gert á Íslandi til að bjóða fólk velkomið Miriam er sammála þeirri skoðun að útlendingar eigi að aðlagast íslensku samfélagi: „En við erum samt ekki að gera nóg til þess að bjóða fólk velkomið. Það er ekki nógu mikil íslenskukennsla, fólk er kannski ekki nógu mikið að reyna að tala íslensku. Ég hef til dæmis alveg staðið mig að því að skipta yfir í ensku af því að það er auðveldara. En fólk vill í flestum tilfellum reyna. Mjög fáir koma hingað í þeim tilgangi að ætla að sitja inni í stofu heima hjá sér allan tímann og hitta engan. Svo lendir það bara í því af því það þorir ekki út. Þess vegna finnst mér þessi umræða mikilvæg. Við, sem lítum kannski ekki út fyrir að vera Íslendingar, erum partur af þessu samfélagi. Það er ekki hægt að neita því. Eina leiðin til þess að halda áfram er að sætta sig við það.“ Miriam segir marga segja við sig að það fólk sem hafi hæst í umræðunni og ali á fordómum sé ruglað. Hún segist það engu að síður hræða sig: „Ég vil ekki lenda í því að einhver rugludallur sem að heldur að ég sé eitthvað og eitthvað, án þess að þekkja mig, að hann fari eitthvað... ég veit ekki hvað ég er hrædd við. Ég vil bara ekki vera hrædd hér á Íslandi.“ Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal Eddu Sifjar Pálsdóttur í heild sinni úr Íslandi í dag frá því í gær. Tengdar fréttir „Ásmundur gekk allt of langt“ Innanríkisráðherra segir ekki koma til greina að verða við tillögum Ásmundar Friðrikssonar. 14. janúar 2015 20:00 Kemur ekki til greina að rannsaka múslima Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafnar alfarið orðum flokksbróður síns um að þörf sé á að rannsaka bakgrunn múslima. Mikilvægt sé að múslimar upplifi að þeim sé ekki ógnað hér og tala eigi hátt fyrir frjálsum gildum og mannréttindum. 15. janúar 2015 07:00 Gerum kröfu um að ráðamenn ávarpi fjölmenningarsamfélagið Baldur Þórhallsson segir það ekki ásættanlegt að ráðamenn tali með þeim hætti að það geti leitt til ofsókna á hendur tiltekinna hópa í samfélaginu. 13. janúar 2015 21:04 Segir orð Ásmundar særandi og ala á fordómum Orð Ásmundar Friðrikssonar særðu mig og mína fjölskyldu segir íslenskur múslimi sem telur orð þingmannsins byggð á fáfræði. 14. janúar 2015 19:29 Finnur fyrir því að fólk hugsi „helvítis útlendingur“ 24 ára hálf íslensk stelpa óttast umræðuna sem komin er upp. 14. janúar 2015 09:30 „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Afstaða Ásmundar samræmist ekki stefnu flokksins Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. 13. janúar 2015 19:42 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
Miriam Petra Ómarsdóttir Awad er fædd í Reykjavík í júlí árið 1990. Hún á íslenska móður og egypskan föður sem búið hefur á Íslandi í um hálfa öld. Hún er alin upp í Breiðholti en dvaldi oft hjá ömmu sinni og afa á Tálknafirði sem barn. „Ég er náttúrulega fyrst og fremst Íslendingur. Ég er svona manneskja sem fer til útlanda og er bara „Ísland!“ Ég held að það verðmætasta sem ég á sé vegabréfið mitt. Þegar ég er með það í höndunum og er að fara í gegnum flugvallaeftirlit erlendis þá finnst mér rosalega gaman að sjá svona „Ísland?“ og bara, „Já, ég er frá Íslandi.““ Miriam segist þó einnig upplifa sig sem egypska; hún eigi fjölskyldu í Egyptalandi og þegar hún fari þangað falli hún inn í fjöldann sem er ekki raunin á Íslandi. Hún segist stolt af báðum löndunum og því að eiga tvo skemmtilega ólíka menningarheima.Miriam er hálfur Íslendingur og hálfur Egypti.Hefur fundið fyrir fordómum frá því hún var krakki Mikil umræða hefur skapast í kjölfarið á skotárásinni á franska skopmyndablaðið Charlie Hebdo. Meðal annars gaf þingmaðurinn Ásmundur Friðriksson það í skyn að rannsaka þyrfti bakgrunn þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi. „Það kemur stundum yfir mann vonleysi eftir þessa umræðu. Manni fallast bara hendur. [...] Þegar ég sé svona umræðu þá er ég bara „Nei, hættu nú. Þetta er orðið svolítið mikið,““ segir Miriam. Hún birti pistil á Facebook-síðu sinni sem vakti mikla athygli í síðustu viku. Hún segir að hún hafi viljað vekja vini sína og kunningja til umhugsunar með skrifum sínum því þó að þeir sjái hana sem Íslending þá sé fullt af fólki sem geri það ekki. „Hugsið aðeins um það sem er að gerast í kringum ykkur. Ég er ekkert einsdæmi. Ég er ekkert eina manneskjan sem á ættir að rekja til einhverra annarra landa og lít ekki út eins og einhver steríótýpískur Íslendingur.“ Fordómarnir og vanþekkingin eru vissulega til staðar og Miriam hefur fundið fyrir hvoru tveggja alla tíð. Hún segir krakka hafa strítt sér þegar hún var lítil en þegar hún varð eldri hafi fordómarnir orðið persónulegri. „Þegar þú ferð að fara meira út í samfélagið, þá tekurðu eftir því að fólk er að dæma þig. Ég veit ekki hversu oft ég hef verið spurð að því hvort ég tali íslensku, eftir að ég er búin að segja eitthvað á íslensku.“Mikil umræða hefur skapast hér á landi um íslam og múslima í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París.Vísir/GettyTalar ekki daglega um fordómana sem hún verður fyrir Miriam hefur margoft lent í uppákomum tengdum útliti sínu og nafni. Meðal annars hafi ein kona gert ráð fyrir því að hún væri ættleidd í tengslum við verkefni sem Miriam var að vinna í grunnskóla og fólst í að fylla út ættartré. „Ég var búin að fylla þetta út mömmumegin og pabbamegin. Þá segir konan: „Já, þetta er nú skemmtilegt. Gaman að vita að einhver svona ættleiddur viti svona mikið um fjölskylduna sína.““ Hún segist ekki tala daglega um fordómana sem hún verður fyrir. Til að mynda hafi hún ekki sagt mömmu sinni frá því versta sem hún hefur lent í fyrr en þremur árum eftir að það gerðist. Mamma hennar hafi bæði verið hissa og sár vegna þess. Atvikið sem um ræðir er þegar Miriam var bæði kölluð gyðingur og sandnegri af fólki sem hún var með í leigubíl. „Ég hef lent í því að vera kölluð sandnegri og gyðingur á meðan ég var föst í leigubíl með hópi af fólki. Ég er kannski ekki segja að þau hafi verið að níðast á mér en ég komst ekkert burt. Þetta var svona: „Hver á að borga?“ „Hey, látum gyðinginn borga!“ Ég á fullt af vinum sem eru gyðingar og ég elska gyðinga en þegar þú ert að segja „Látum gyðinginn borga!“... það er ekkert svona, hey, uppáhaldsvinur minn. Og sandnegri er bara eitthvað ljótasta orð sem til er. Þetta er svo sárt. Þegar þér finnst þú vera Íslendingur, að fólk sé að efast um það hver þú ert,“ segir Miriam.Finnst ekki nóg gert á Íslandi til að bjóða fólk velkomið Miriam er sammála þeirri skoðun að útlendingar eigi að aðlagast íslensku samfélagi: „En við erum samt ekki að gera nóg til þess að bjóða fólk velkomið. Það er ekki nógu mikil íslenskukennsla, fólk er kannski ekki nógu mikið að reyna að tala íslensku. Ég hef til dæmis alveg staðið mig að því að skipta yfir í ensku af því að það er auðveldara. En fólk vill í flestum tilfellum reyna. Mjög fáir koma hingað í þeim tilgangi að ætla að sitja inni í stofu heima hjá sér allan tímann og hitta engan. Svo lendir það bara í því af því það þorir ekki út. Þess vegna finnst mér þessi umræða mikilvæg. Við, sem lítum kannski ekki út fyrir að vera Íslendingar, erum partur af þessu samfélagi. Það er ekki hægt að neita því. Eina leiðin til þess að halda áfram er að sætta sig við það.“ Miriam segir marga segja við sig að það fólk sem hafi hæst í umræðunni og ali á fordómum sé ruglað. Hún segist það engu að síður hræða sig: „Ég vil ekki lenda í því að einhver rugludallur sem að heldur að ég sé eitthvað og eitthvað, án þess að þekkja mig, að hann fari eitthvað... ég veit ekki hvað ég er hrædd við. Ég vil bara ekki vera hrædd hér á Íslandi.“ Í spilaranum hér að ofan má sjá viðtal Eddu Sifjar Pálsdóttur í heild sinni úr Íslandi í dag frá því í gær.
Tengdar fréttir „Ásmundur gekk allt of langt“ Innanríkisráðherra segir ekki koma til greina að verða við tillögum Ásmundar Friðrikssonar. 14. janúar 2015 20:00 Kemur ekki til greina að rannsaka múslima Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafnar alfarið orðum flokksbróður síns um að þörf sé á að rannsaka bakgrunn múslima. Mikilvægt sé að múslimar upplifi að þeim sé ekki ógnað hér og tala eigi hátt fyrir frjálsum gildum og mannréttindum. 15. janúar 2015 07:00 Gerum kröfu um að ráðamenn ávarpi fjölmenningarsamfélagið Baldur Þórhallsson segir það ekki ásættanlegt að ráðamenn tali með þeim hætti að það geti leitt til ofsókna á hendur tiltekinna hópa í samfélaginu. 13. janúar 2015 21:04 Segir orð Ásmundar særandi og ala á fordómum Orð Ásmundar Friðrikssonar særðu mig og mína fjölskyldu segir íslenskur múslimi sem telur orð þingmannsins byggð á fáfræði. 14. janúar 2015 19:29 Finnur fyrir því að fólk hugsi „helvítis útlendingur“ 24 ára hálf íslensk stelpa óttast umræðuna sem komin er upp. 14. janúar 2015 09:30 „Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14 Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12 Afstaða Ásmundar samræmist ekki stefnu flokksins Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. 13. janúar 2015 19:42 Mest lesið Sakleysi dætranna hafi gufað upp Innlent Sindri grunaður um fjárdrátt Innlent Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Innlent Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt Innlent Ærandi þögn og klukkan tifar Innlent Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Innlent Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Innlent Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Innlent Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Innlent Trump ætlar að skattleggja Pútín svo hann hætti stríðsrekstri í Úkraínu Erlent Fleiri fréttir Viss um sigurinn en óviss um að komast inn á landsfundinn Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Fátt virðist geta komið í veg fyrir verkföll „Enn einn áfellisdómurinn yfir stjórnsýslu borgarinnar“ Staðfestir niðurfellingu rannsóknar á blaðamönnunum Áfellisdómur á stjórnsýslu borgarinnar og meintur fjárdráttur Að minnsta kosti þrettán milljónir og „einbeittur brotavilji“ Fleiri skora á Guðrúnu Þau munu vinna úr hagræðingartillögunum Skilorðsbundið fangelsi fyrir að áreita dreng í sturtuklefa Borgarstjóri vill ekki mikinn fjölda hælisleitenda í JL húsið Frestur til að skila inn tillögum rennur út í dag Fíkniefni í bala og milljónir í skúffu Spyr hvort foreldrarnir muni geta horft í augun á kennurum barnanna Vél frá Dubai lenti í Keflavík með veikan farþega Dæmdur fyrir höfuðhögg sem leiddi til dauða Ítreka að næringarráðleggingar fela ekki í sér boð og bönn Sjálfstæðisfélög skora á Guðrúnu Tóku börnin inn óháð mönnun og fara frekar í fáliðun Ætla að kæra Sindra Þór fyrir áralangan fjárdrátt „Lausa skrúfan“ seld á Akureyri Þórdís Kolbrún gefur ekki kost á sér Foreldrar stefna Kennarasambandinu vegna verkfallsaðgerða „Draumahúsið“ sem hefði getað sparað stórfé Sindri grunaður um fjárdrátt Hælisleitendur fá ekki inni í JL eftir allt saman Ærandi þögn og klukkan tifar Halla vill leiða VR áfram Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Leyfið heyrir sögunni til Sjá meira
„Ásmundur gekk allt of langt“ Innanríkisráðherra segir ekki koma til greina að verða við tillögum Ásmundar Friðrikssonar. 14. janúar 2015 20:00
Kemur ekki til greina að rannsaka múslima Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafnar alfarið orðum flokksbróður síns um að þörf sé á að rannsaka bakgrunn múslima. Mikilvægt sé að múslimar upplifi að þeim sé ekki ógnað hér og tala eigi hátt fyrir frjálsum gildum og mannréttindum. 15. janúar 2015 07:00
Gerum kröfu um að ráðamenn ávarpi fjölmenningarsamfélagið Baldur Þórhallsson segir það ekki ásættanlegt að ráðamenn tali með þeim hætti að það geti leitt til ofsókna á hendur tiltekinna hópa í samfélaginu. 13. janúar 2015 21:04
Segir orð Ásmundar særandi og ala á fordómum Orð Ásmundar Friðrikssonar særðu mig og mína fjölskyldu segir íslenskur múslimi sem telur orð þingmannsins byggð á fáfræði. 14. janúar 2015 19:29
Finnur fyrir því að fólk hugsi „helvítis útlendingur“ 24 ára hálf íslensk stelpa óttast umræðuna sem komin er upp. 14. janúar 2015 09:30
„Vægast sagt átakanlegt að vera í sama flokki og Ásmundur Friðriksson“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Helgi Hrafn Gunnarsson eru á meðal þeirra sem gagnrýna Ásmund Friðriksson. 13. janúar 2015 10:14
Þingmaður spyr hvort „íslenskir múslimar" hafi farið í þjálfunarbúðir hryðjuverkamanna Ásmundur Friðriksson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, spyr hvort „bakgrunnur þeirra 1500 múslima sem búa á Íslandi verið kannaður“. 12. janúar 2015 23:12
Afstaða Ásmundar samræmist ekki stefnu flokksins Þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins telur að þingmaðurinn hafi komist óheppilega að orði. 13. janúar 2015 19:42