Össuri fannst Arnór Pálmason eins og draumur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 20. janúar 2015 23:36 Össur Skarphéðinsson var hæstánægður með framgöngu okkar manna í kvöld. Aron Pálmarsson og Björgvin Páll Gústavsson voru okkar bestu menn að hans mati. Vísir/Eva Björk Össur Skarphéðinsson, fyrrum utanríkisráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, hrópaði þrefalt húrra fyrir frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handknattleik sem gerði jafntefli við sterkt landslið Frakklands á HM í Katar í kvöld. „Við unnum stig - hvað sem röflararnir í sjónvarpinu segja,“ segir Össur og greinilegt að hann hefur lifað sig vel inn í leikinn. Hann segir um besta leik íslenska liðsins í langan tíma að ræða en dómararnir hafi verið til skammar. Utanríkisráðherrann fyrrverandi sagði Aron Pálmarsson, sem hann nefnir reyndar Arnór Pálmason, hafa verið eins og draum.Fésbókarfærsla utanríkisráðherrans fyrrverandi í kvöld.„Engu líkara en hann svifi stundum skýjum ofar og beitti skáldlegu innsæi þegar hann fann möguleika á stoðsendingum sem enginn annar sá. Eiginlega einsog örn í eigin heimi. Frábær leikmaður!“ Aron fór á kostum í leiknum í kvöld og fékk fimm af sex í einkunn hjá Guðjóni Guðmundssyni, handboltasérfræðingi Stöðvar 2 Sport. „Ásgeir Örn var sérstaklega góður í kvöld, Arnór Pálmason frábær. Hann og Björgvin voru menn dagsins. Göldrum líkast þegar Björgvini tókst með undraverðum hætti að reka sperrtan fót í síðasta skot Frakka. Ég sver að ég sá stóru tána á honum lengjast um þumlung!“ Össur segir að næsti leikur Íslendinga, gegn Tékkum, verði úrslitaleikur.Þá fór Bragi Valdimar úr Baggalúti mikinn á Twitter meðan á leik stóð og benti á hvað hann kynni best að meta í fari leikmanna Íslands. Snorri Steinn er uppáhalds jafningurinn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Björgvin Páll er uppáhalds fyrirrennarinn minn. #hmruv #víti— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Guðjón Valur er uppáhalds horngrýtið mitt. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Alexander er uppáhalds gegnumtrekkurinn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Aron Pálma er uppáhalds framfarasinninn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Og lauk svo öllu saman með Helvítis frakking frakk! #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Alþingi HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55 Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54 Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, fyrrum utanríkisráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar, hrópaði þrefalt húrra fyrir frammistöðu íslenska karlalandsliðsins í handknattleik sem gerði jafntefli við sterkt landslið Frakklands á HM í Katar í kvöld. „Við unnum stig - hvað sem röflararnir í sjónvarpinu segja,“ segir Össur og greinilegt að hann hefur lifað sig vel inn í leikinn. Hann segir um besta leik íslenska liðsins í langan tíma að ræða en dómararnir hafi verið til skammar. Utanríkisráðherrann fyrrverandi sagði Aron Pálmarsson, sem hann nefnir reyndar Arnór Pálmason, hafa verið eins og draum.Fésbókarfærsla utanríkisráðherrans fyrrverandi í kvöld.„Engu líkara en hann svifi stundum skýjum ofar og beitti skáldlegu innsæi þegar hann fann möguleika á stoðsendingum sem enginn annar sá. Eiginlega einsog örn í eigin heimi. Frábær leikmaður!“ Aron fór á kostum í leiknum í kvöld og fékk fimm af sex í einkunn hjá Guðjóni Guðmundssyni, handboltasérfræðingi Stöðvar 2 Sport. „Ásgeir Örn var sérstaklega góður í kvöld, Arnór Pálmason frábær. Hann og Björgvin voru menn dagsins. Göldrum líkast þegar Björgvini tókst með undraverðum hætti að reka sperrtan fót í síðasta skot Frakka. Ég sver að ég sá stóru tána á honum lengjast um þumlung!“ Össur segir að næsti leikur Íslendinga, gegn Tékkum, verði úrslitaleikur.Þá fór Bragi Valdimar úr Baggalúti mikinn á Twitter meðan á leik stóð og benti á hvað hann kynni best að meta í fari leikmanna Íslands. Snorri Steinn er uppáhalds jafningurinn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Björgvin Páll er uppáhalds fyrirrennarinn minn. #hmruv #víti— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Guðjón Valur er uppáhalds horngrýtið mitt. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Alexander er uppáhalds gegnumtrekkurinn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Aron Pálma er uppáhalds framfarasinninn minn. #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015 Og lauk svo öllu saman með Helvítis frakking frakk! #hmruv— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 20, 2015
Alþingi HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55 Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54 Mest lesið Frægar í fantaformi Lífið Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Lífið Framandi en fljótlegir smáréttir um jólin Jól Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Lífið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Menning Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Lífið Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Gagnrýni Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Lífið Reykti pabba sinn Lífið Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Lífið Fleiri fréttir Lára og lyfjaprinsinn opinbera kynið Tilfinningar þvælast fyrir tiltektinni Frægar í fantaformi Ofurpar úr tennisheiminum á Íslandi Gervigreindin stýrði ferðinni Ein glæsilegasta skvísa landsins komin á fast Gervigreindin heillar Ólaf Ragnar upp úr skónum Reykti pabba sinn Er ESB og Sameinuðu þjóðunum stjórnað af valdaklíku? Dóttir Anítu og Hafþórs komin í heiminn Sér lífið í nýju ljósi eftir móðurmissinn Ragga Sveins snýr aftur til Íslands Má gæi úr Húsasmiðjunni vera á listanum þínum? Tara Sif og Elfar selja íbúðina Innlit í nýuppgerða íbúð Kára Sverris Stjörnulífið: Sjóðheitar stjörnur í fimbulkulda Ísak og Karítas orðin foreldrar eftir bráðakeisara Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Frakkland - Ísland 26-26 | Besta frammistaða strákanna í jafnteflisleik Evrópumeistarar Frakklands þurftu allt sitt og meira til gegn góðu íslensku liði í Duhail. 20. janúar 2015 15:55
Einkunnir Gaupa: Þrír nálægt fullu húsi Aron Pálmarsson, Snorri Steinn Guðjónsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson báru af í íslenska liðinu gegn Frakklandi. 20. janúar 2015 20:54