Það reyndi mikið á Guðmund Guðmundsson í leik Dana og Þjóðverja. Gríðarlega mikil átök, leikurinn grjótharður og æsispennandi.
„Nei ég er ekkert ósáttur en ég er heldur ekkert sérstaklega sáttur. Þegar við lítum á þetta í heild og miðað við að vera þremur mörkum undir tvisvar í leiknum eru þetta fín úrslit. Svo getum við líka sagt að við séum frekar pirraðir yfir því að Þjóðverjar hafi fengið að spila svona langa sókn í lokin,“ sagði Guðmundur við Vísi.
„Þetta var alvöru handboltaleikur, 16-16 í hálfleik og mikil átök í leiknum. Það var erfitt að eiga við þetta þýska lið. Við vissum að hverju við myndum ganga, varnarlega. Ég var ekki nógu ánægður með varnarleikinn sérstaklega í fyrri hálfleik. Að fá á sig 14 mörk í seinni hálfleik er viðundandi. Dagur prófaði nýa vörn, 4 plús 2, tekur tvo úr umferð. Við leystum það frábærlega fyrir utan fyrstu sóknina.“
En þú fékk Mikkel Hansen í gang í þessum leik?
„Ég fékk Mikkel í gang og Mads Christiansen líka. Það eru margir jákvæðir punktar í þessu. Við höldum áfram, einbeittir í baráttu okkar. Við getum ennþá bætt okkur helling.“
Eins og þetta mót hefur spilast. Skiptir það þá einhverju máli í hvaða sæti liðin lenda?
„Nei í raun ekki. Eins og C og D-riðlarnir eru sterkir þá skiptir ekki máli í hvaða sæti þú lendir fyrr en í 8-liða úrslitunum. Liðið sem vinnur gæti fengið léttari mótherja síðar í keppninni.
Nú er þetta sögulegt andartak í sögu íslenskra íþrótta, tveir íslenskir þjálfarar að stýra erlendum liðum á HM.
„Já ég held að Íslendingar megi vera stoltir. Þetta er mjög sérstök stund og stór fyrir íslenskan handbolta“.
Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.
Guðmundur: Þetta var stór stund fyrir íslenskan handbolta
Tengdar fréttir

Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik
Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í frábærum leik í D-riðli á HM í handbolta í kvöld.

Dagur: Gummi er að gera þetta allt rétt
Þjóðverjar gerðu jafntefli við Dani í Íslendingaslag á HM í kvöld.