Handbolti

Dagur: Gummi er að gera þetta allt rétt

Arnar Björnsson í Doha skrifar
Dagur Sigurðsson var mjög ánægður með drengina sína eftir frábæran leik gegn Dönum í Lusail í kvöld.  Liðin skiptu 60 mörkum bróðurlega á milli sín.  14 sinnum í fyrri hálfleik var staðan jöfn.  Sögulegur leikur, tveir íslenskir þjálfarar að mætast með erlendum liðum á stórmóti.

„Ég er gríðarlega ánægður.  Við erum búnir að spila tvo erfiða leiki og ég var hræddur um að mínir menn myndu springa á limminu     en við gerðum það ekki og spiluðum frábæran leik. Mér fannst bæði liðin spila mjög vel og ekki mikið um feila í fyrri hálfleik. Það var gott að ná jafntefli einum færri þarna í lokin.  Allir leikmennirnir gáfu 110 prósent í þetta og ég get ekki verið annað en ánægður með mína menn“.

Þú virðist vera að breyta þessu þýska liði, menn eru ferskari og gefa sig alla í verkefnið?

„Við reynum að skipta meira svo að þeir séu ferskari í vörninni, stóru karlarnir.  Svo erum við með útilínu sem er ekki mjög hávaxin og ekkert svakalegir skotmenn en þetta eru mjög klárir spilarar.

Nú var þetta söguleg stund, tveir íslenskir þjálfarar að stýra erlendum liðum á stórmóti?

„Já og kannski var það bara ágætt að leikurinn endaði með jafntefli.  Gummi var kannski ókátari með úrslitin en Danir eiga tvo leiki eftir og þeir eiga eftir að ná langt.  Gummi er að gera þetta allt rétt.

Allt viðtalið má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×