Jón Bjarnason segir fyrirhuguð mótmæli á misskilningi byggð Jakob Bjarnar skrifar 20. janúar 2015 17:17 Jón Bjarnason er afar ánægður með ríkisstjórnina, að hún ætli að slíta viðræðunum og óttast mótmæli ekki, enda þau á misskilningi byggð. Jón Bjarnason, formaður Heimsýnar, fagnar því mjög að formenn flokkanna, sem og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, ætli að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að viðræðum við Evrópusambandið verði formlega slitið. „Þá er ljóst að báðir ríkisstjórnarflokkarnir ætla að fylgja þessu máli eftir af fullum þunga. Standa þar með við samþykktir beggja flokkanna og kosningaloforðin sem þeir gáfu fyrir síðustu kosningar,“ segir Jón kampakátur þegar Vísir ræddi við hann nú fyrir stundu.Stóð á því sem hann var kosinn til Þegar Jón er spurður nánar út í hið lýðræðislega umboð, kosningaloforðin, þá með vísan til afgerandi orða forystusveitar Sjálfstæðisflokksins hvað varðar vilja til að láta fólk kjósa um áframhald viðræðna, segir Jón að Landfundasamþykktin sé mjög skýr um þetta. „Þau hljóta að verja samþykktir flokkanna,“ segir Jón. Hann var ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar þegar þáverandi ríkisstjórn hóf undirbúning aðildarviðræðna, þannig að hann veit hvað klukkan slær í þessum efnum. „Hörðustu ESB-sinnar settu mig út úr ríkisstjórninni til að koma málunum áfram. Ég stóð á því sem ég var kosinn til.“Efast um túlkun undirskrifta og skoðanakannana Vísir ræddi við Jón Steindór Valdimarsson, formann Já Ísland fyrr í dag, en hann vísaði til skoðanakannana þar sem ítrekað hefur komið í ljós mikill vilji, yfir 80 prósent, sem vildi fá að kjósa um áframhald viðræðna. Þá lagði Jón Steindór fram 53.555 undirskriftir eða 22,1 prósent kosningabærra Íslendinga, þar sem þessi vilji kom fram. Jón segir þetta mjög málum blandið, og forsendurnar brenglaðar. „Vissi fólk hvað það var að skrifa undir?“ spyr Jón sem vill meina að þetta sé túlkunum háð: „Undirskriftirnar hljóðuðu fyrst og fremst uppá hvort þú vilt kjósa. Menn skulu skoða textann og spurninguna vandlega; þá það sem fólk var að svara og skrifa skrifa undir. Ég veit um fólk sem var algerlega á móti og vildi kjósa þetta út úr heiminum, aðild að Evrópusambandinu, það var ekki að hugsa um hvort það væri að kjósa um áframhald viðræðna. Það er tvennt ólíkt. Þá væri ágætt að biðja viðkomandi um að leggja fram nafnalistann.“ Jón vill sem sagt meina að þarna hafi verið brögð í tafli, villandi spurningar og túlkunin þar með röng. „Það er ekkert að því að kjósa um hvort hvort fólk vilji ganga í ESB. En, það er ekki rétt að þessar undirskriftir hljóði uppá vilja um halda þessum viðræðum áfram. Það er ákveðinn hópur sem vill fá að kjósa um spurninguna, viltu ganga í Evrópusambandið eða ekki? Og það er ágæt spurning. Um það á að spyrja. Þessar viðræður eru löngu komnar í strand.“Ekki hægt að kjósa um áframhald viðræðna Jón segir, spurður hvort hann sé alfarið á móti því að kosið verði um hvort viðræðum verði fram haldið eða ekki, að það sé einfaldlega ekki hægt að kjósa um það. Viðræðurnar séu stopp af Evrópusambandsins hálfu. „Já, krafa Evrópusambandsins liggur fyrir að forsjá fiskimiðanna fari til Evrópusambandsins. Og ef við viljum halda áfram viðræðum á þeim forsendum erum við að fallast á það að gefa miðin frá okkur. Og það liggja engar samþykktir fyrir þess efnis á Alþingi að gefa frá sér fiskmiðin. Alþingi og þjóðin er ekki tilbúin að gefa eftir landhelgina, bara sí svona.“Viðræður fela í sér afsal fiskimiðanna Jón segir að það að vilja halda umræðunum áfram feli í sér framsal fiskimiðanna. „Það voru settir fyrirvarar, samninganefndinni er ekki heimilt að ganga lengra en þarna er tilgreint. Ef sýnt er að gefa verður meira eftir en Alþingi hefur gefið heimild fyrir, þá verða þær stopp. Fékkst ekki frjálst umboð til að gera hvað sem var. Ég veit nákvæmlega hvernig er með sjávarútvegsmálin, það var sama og strandaði á hjá Norðmönnum.“ Og Jón óttast ekki boðuð mótmæli. „Allir eiga rétt á að mótmæla, en þeir sem ætla að mótmæla verða að vita hverju þeir eru að mótmæla. Ég skil það fólk sem segir: Ég vil ganga í ESB, þó ég sé algerlega ósammála því. En umsóknin er komin á enda.“ Tengdar fréttir „Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, býst við að tillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit við Evrópusambandið verði lögð fram eftir nokkra daga. 20. janúar 2015 14:54 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
Jón Bjarnason, formaður Heimsýnar, fagnar því mjög að formenn flokkanna, sem og Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra, ætli að leggja fram þingsályktunartillögu þess efnis að viðræðum við Evrópusambandið verði formlega slitið. „Þá er ljóst að báðir ríkisstjórnarflokkarnir ætla að fylgja þessu máli eftir af fullum þunga. Standa þar með við samþykktir beggja flokkanna og kosningaloforðin sem þeir gáfu fyrir síðustu kosningar,“ segir Jón kampakátur þegar Vísir ræddi við hann nú fyrir stundu.Stóð á því sem hann var kosinn til Þegar Jón er spurður nánar út í hið lýðræðislega umboð, kosningaloforðin, þá með vísan til afgerandi orða forystusveitar Sjálfstæðisflokksins hvað varðar vilja til að láta fólk kjósa um áframhald viðræðna, segir Jón að Landfundasamþykktin sé mjög skýr um þetta. „Þau hljóta að verja samþykktir flokkanna,“ segir Jón. Hann var ráðherra sjávarútvegs- og landbúnaðar þegar þáverandi ríkisstjórn hóf undirbúning aðildarviðræðna, þannig að hann veit hvað klukkan slær í þessum efnum. „Hörðustu ESB-sinnar settu mig út úr ríkisstjórninni til að koma málunum áfram. Ég stóð á því sem ég var kosinn til.“Efast um túlkun undirskrifta og skoðanakannana Vísir ræddi við Jón Steindór Valdimarsson, formann Já Ísland fyrr í dag, en hann vísaði til skoðanakannana þar sem ítrekað hefur komið í ljós mikill vilji, yfir 80 prósent, sem vildi fá að kjósa um áframhald viðræðna. Þá lagði Jón Steindór fram 53.555 undirskriftir eða 22,1 prósent kosningabærra Íslendinga, þar sem þessi vilji kom fram. Jón segir þetta mjög málum blandið, og forsendurnar brenglaðar. „Vissi fólk hvað það var að skrifa undir?“ spyr Jón sem vill meina að þetta sé túlkunum háð: „Undirskriftirnar hljóðuðu fyrst og fremst uppá hvort þú vilt kjósa. Menn skulu skoða textann og spurninguna vandlega; þá það sem fólk var að svara og skrifa skrifa undir. Ég veit um fólk sem var algerlega á móti og vildi kjósa þetta út úr heiminum, aðild að Evrópusambandinu, það var ekki að hugsa um hvort það væri að kjósa um áframhald viðræðna. Það er tvennt ólíkt. Þá væri ágætt að biðja viðkomandi um að leggja fram nafnalistann.“ Jón vill sem sagt meina að þarna hafi verið brögð í tafli, villandi spurningar og túlkunin þar með röng. „Það er ekkert að því að kjósa um hvort hvort fólk vilji ganga í ESB. En, það er ekki rétt að þessar undirskriftir hljóði uppá vilja um halda þessum viðræðum áfram. Það er ákveðinn hópur sem vill fá að kjósa um spurninguna, viltu ganga í Evrópusambandið eða ekki? Og það er ágæt spurning. Um það á að spyrja. Þessar viðræður eru löngu komnar í strand.“Ekki hægt að kjósa um áframhald viðræðna Jón segir, spurður hvort hann sé alfarið á móti því að kosið verði um hvort viðræðum verði fram haldið eða ekki, að það sé einfaldlega ekki hægt að kjósa um það. Viðræðurnar séu stopp af Evrópusambandsins hálfu. „Já, krafa Evrópusambandsins liggur fyrir að forsjá fiskimiðanna fari til Evrópusambandsins. Og ef við viljum halda áfram viðræðum á þeim forsendum erum við að fallast á það að gefa miðin frá okkur. Og það liggja engar samþykktir fyrir þess efnis á Alþingi að gefa frá sér fiskmiðin. Alþingi og þjóðin er ekki tilbúin að gefa eftir landhelgina, bara sí svona.“Viðræður fela í sér afsal fiskimiðanna Jón segir að það að vilja halda umræðunum áfram feli í sér framsal fiskimiðanna. „Það voru settir fyrirvarar, samninganefndinni er ekki heimilt að ganga lengra en þarna er tilgreint. Ef sýnt er að gefa verður meira eftir en Alþingi hefur gefið heimild fyrir, þá verða þær stopp. Fékkst ekki frjálst umboð til að gera hvað sem var. Ég veit nákvæmlega hvernig er með sjávarútvegsmálin, það var sama og strandaði á hjá Norðmönnum.“ Og Jón óttast ekki boðuð mótmæli. „Allir eiga rétt á að mótmæla, en þeir sem ætla að mótmæla verða að vita hverju þeir eru að mótmæla. Ég skil það fólk sem segir: Ég vil ganga í ESB, þó ég sé algerlega ósammála því. En umsóknin er komin á enda.“
Tengdar fréttir „Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, býst við að tillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit við Evrópusambandið verði lögð fram eftir nokkra daga. 20. janúar 2015 14:54 Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15 Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík Innlent Kort af staðsetningu gossprungunnar Innlent Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Innlent Refsing Jaguars þyngd verulega Innlent Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Erlent Fleiri fréttir Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Loftslagsáætlun Íslands sögð ómarkviss og bjartsýn úr hófi fram Borgarísjaki en enginn björn Sjá meira
„Efnislega er Ísland ekki í neinum viðræðum um inngöngu í ESB“ Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, býst við að tillaga utanríkisráðherra um viðræðuslit við Evrópusambandið verði lögð fram eftir nokkra daga. 20. janúar 2015 14:54
Utanríkisráðherra segir þjóðina og ESB hafa verið blekkt Utanríkisráðherra vill núllstilla ESB málið með því að slíta formlega aðildarviðræðum við sambandið án þjóðaratkvæðagreiðslu. 20. janúar 2015 12:15
Mikil mótmæli í undirbúningi Tillögu Gunnars Braga Sveinssonar um viðræðuslit við ESB mun verða mætt af mikilli hörku. 20. janúar 2015 13:54