Umfjöllun: Danmörk - Þýskaland 30-30 | Lindberg tryggði Dönum stig í frábærum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 20. janúar 2015 15:58 Martin Strobel, leikstjórnandi þýska landsliðsins, brýst í gegnum dönsku vörnina. vísir/getty/ Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í slag íslensku þjálfaranna í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun, jafn og spennandi en til marks um það var staðan 14 sinnum jöfn í fyrri hálfleik. Dagur Sigurðsson á óvart með því að byrja með 4-2 vörn, þar sem Patrick Groetzki tók stórskyttuna Mikkel Hansen úr umferð. Þetta virtist koma Dönunum í opna skjöldu en sóknarleikur þeirra gekk brösuglega framan af. Þjóðverjar komust í 1-3 en Danir náðu fljótlega tökum á sóknarleik sínum og jöfnuðu metin í 3-3 og svo aftur í 7-7 um miðjan fyrri hálfleik. Jafnt á flestum tölum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en aldrei munaði meira en einu marki á liðunum. Sóknarleikur Dana batnaði sem áður sagði til mikilla muna og gekk svo vel að Dagur breytti vörn. Þjóðverjum gekk illa að koma böndum á Hansen sem fór á kostum í fyrri hálfleiknum, skoraði þrjú mörk og átti fjöldan allan af stoðsendingum.Dagur Sigurðsson og félagar eru í góðri stöðu í D-riðli.vísir/gettyÍ hálfleik skipti Dagur markverðinum Silvio Heinevetter inn á og það var ekki síst fyrir hans tilstuðlan að Þjóðverjar náðu undirtökunum í leiknum. Í stöðunni 21-21 skoraði þýska liðið þrjú mörk í röð og útlitið var dökkt fyrir Guðmund og lærisveina hans. Þegar staðan var 21-24 misstu Þjóðverjar mann af velli og það nýttu Danir sér, opnuðu vinstra hornið tvisvar fyrir Anders Eggert og hann minnkaði muninn í 23-24. Þá kom fínn kafli hjá Þjóðverjum sem skoruðu þrjú mörk gegn einu og náðu aftur þriggja marka forskoti, 24-27, þegar níu mínútur voru eftir. En sóknarleikur Dana hrökk í gang á besta tíma og munaði þar miklu um innkomu Bo Spellerberg, leikstjórnandans reynda. Danska liðið jafnaði í 28-28 og aftur í 29-29 þegar Hansen skoraði sitt sjötta mark.Rasmus Lauge reynir skot að marki Þýskalands.vísir/gettyÞjóðverjar fóru í sókn og Steffen Weinhold kom þeim yfir á nýjan leik með góðu skoti af gólfinu. Weinhold átti frábæran leik í kvöld og skoraði átta mörk, mörg hver á mikilvægum augnablikum. Það var svo hornamaðurinn Hans Lindberg sem tryggði Dönum stig með því að jafna leikinn í 30-30 af vítapunktinum. René Toft Hansen fiskaði vítið eftir frábæra línusendingu frá Spellerberg. Þýskaland fékk síðustu sóknina - sem dróst verulega á langinn - en danska vörnin stóð vel og varði tvö skot frá Jens Schöngarth. Niðurstaðan 30-30 í mögnuðum leik tveggja frábærra liða. Þjóðverjar eru nú með fimm stig á toppi D-riðils og eru komnir langt með að tryggja sér efsta sæti hans. Danir koma næstir með þrjú stig en þeir eiga tvo erfiða leiki eftir, gegn Póllandi og Rússlandi. Weinhold var markahæstur í liði Þýskalands með átta mörk en hornamennirnir Groetzki og Uwe Gensheimer komu næstir með sex mörk hvor. Heinevetter var með sjö skot varin og Carsten Lichtlein sex. Hansen og Mads Christiansen skoruðu báðir sex mörk fyrir Dani, en Eggert kom næstur með fimm. Nicklas Landin varði 11 skot í markinu og Jannick Green sex. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30 Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45 Nyegaard: Held að Guðmundur sé hissa Segir leik Þýskalands og Danmerkur í kvöld sérstakan fyrir margra hluta sakir. 20. janúar 2015 13:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Sjá meira
Þýskaland og Danmörk skildu jöfn, 30-30, í slag íslensku þjálfaranna í D-riðli á HM í handbolta í kvöld. Leikurinn var frábær skemmtun, jafn og spennandi en til marks um það var staðan 14 sinnum jöfn í fyrri hálfleik. Dagur Sigurðsson á óvart með því að byrja með 4-2 vörn, þar sem Patrick Groetzki tók stórskyttuna Mikkel Hansen úr umferð. Þetta virtist koma Dönunum í opna skjöldu en sóknarleikur þeirra gekk brösuglega framan af. Þjóðverjar komust í 1-3 en Danir náðu fljótlega tökum á sóknarleik sínum og jöfnuðu metin í 3-3 og svo aftur í 7-7 um miðjan fyrri hálfleik. Jafnt á flestum tölum það sem eftir lifði fyrri hálfleiks en aldrei munaði meira en einu marki á liðunum. Sóknarleikur Dana batnaði sem áður sagði til mikilla muna og gekk svo vel að Dagur breytti vörn. Þjóðverjum gekk illa að koma böndum á Hansen sem fór á kostum í fyrri hálfleiknum, skoraði þrjú mörk og átti fjöldan allan af stoðsendingum.Dagur Sigurðsson og félagar eru í góðri stöðu í D-riðli.vísir/gettyÍ hálfleik skipti Dagur markverðinum Silvio Heinevetter inn á og það var ekki síst fyrir hans tilstuðlan að Þjóðverjar náðu undirtökunum í leiknum. Í stöðunni 21-21 skoraði þýska liðið þrjú mörk í röð og útlitið var dökkt fyrir Guðmund og lærisveina hans. Þegar staðan var 21-24 misstu Þjóðverjar mann af velli og það nýttu Danir sér, opnuðu vinstra hornið tvisvar fyrir Anders Eggert og hann minnkaði muninn í 23-24. Þá kom fínn kafli hjá Þjóðverjum sem skoruðu þrjú mörk gegn einu og náðu aftur þriggja marka forskoti, 24-27, þegar níu mínútur voru eftir. En sóknarleikur Dana hrökk í gang á besta tíma og munaði þar miklu um innkomu Bo Spellerberg, leikstjórnandans reynda. Danska liðið jafnaði í 28-28 og aftur í 29-29 þegar Hansen skoraði sitt sjötta mark.Rasmus Lauge reynir skot að marki Þýskalands.vísir/gettyÞjóðverjar fóru í sókn og Steffen Weinhold kom þeim yfir á nýjan leik með góðu skoti af gólfinu. Weinhold átti frábæran leik í kvöld og skoraði átta mörk, mörg hver á mikilvægum augnablikum. Það var svo hornamaðurinn Hans Lindberg sem tryggði Dönum stig með því að jafna leikinn í 30-30 af vítapunktinum. René Toft Hansen fiskaði vítið eftir frábæra línusendingu frá Spellerberg. Þýskaland fékk síðustu sóknina - sem dróst verulega á langinn - en danska vörnin stóð vel og varði tvö skot frá Jens Schöngarth. Niðurstaðan 30-30 í mögnuðum leik tveggja frábærra liða. Þjóðverjar eru nú með fimm stig á toppi D-riðils og eru komnir langt með að tryggja sér efsta sæti hans. Danir koma næstir með þrjú stig en þeir eiga tvo erfiða leiki eftir, gegn Póllandi og Rússlandi. Weinhold var markahæstur í liði Þýskalands með átta mörk en hornamennirnir Groetzki og Uwe Gensheimer komu næstir með sex mörk hvor. Heinevetter var með sjö skot varin og Carsten Lichtlein sex. Hansen og Mads Christiansen skoruðu báðir sex mörk fyrir Dani, en Eggert kom næstur með fimm. Nicklas Landin varði 11 skot í markinu og Jannick Green sex.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30 Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45 Nyegaard: Held að Guðmundur sé hissa Segir leik Þýskalands og Danmerkur í kvöld sérstakan fyrir margra hluta sakir. 20. janúar 2015 13:00 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Sjá meira
Guðmundur: Algjör oftúlkun á reglunum Landsliðsþjálfari Dana er ekki sáttur við störf dómara á HM í handbolta. 20. janúar 2015 11:30
Dagur: Gaman að geta strítt Gumma Það verður stór stund í sögu íslensks handbolta þegar tvö af stærstu handboltaveldum heims, Þýskaland og Danmörk, mætast á Heimsmeistaramótinu í handbolta í Katar í kvöld. Bæði lið eru þjálfuð af Íslendingum. 20. janúar 2015 06:45
Nyegaard: Held að Guðmundur sé hissa Segir leik Þýskalands og Danmerkur í kvöld sérstakan fyrir margra hluta sakir. 20. janúar 2015 13:00
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða