Weinhold: Hlakka til að hitta Alfreð Arnar Björnsson í Katar skrifar 31. janúar 2015 16:34 Steffen Weinhold spilaði mjög vel með Þjóðverjum á HM. vísir/getty Þýskaland tryggði sér í dag sjöunda sætið á HM í handbolta með sigri á Slóveníu. Mikilvægt var fyrir Dag Sigurðsson og hans menn að hafa endurheimt skyttuna Steffen Weinhold úr meiðslum. Weinhold er lykilmaður í sóknarleik Þjóðverja. Hann gat ekki spilað gegn Króötum í gær vegna meiðsla en lék í dag. Meiðslin háðu honum greinilega en hann hélt utan um sóknarleik Þjóðverja, nokkuð sem Jens Schöngarth átti í vandræðum með gegn Króatíu í gær. Schöngarth skoraði nokkur mörk í leiknum en gerði einhver 17 mistök í sókninni gegn Króötum og þau reyndust dýrkeypt. „Þetta var þýðingarmikill sigur fyrir okkur. Við vildum vinna leikinn til að komast í keppni um að komast á Olympíuleikana í Ríó á næsta ári. Þetta var erfiður leikur en við erum ánægðir með að sigurinn og sjöunda sætið,“ sagði Weinhold en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Þú misstir af leiknum við Króata í gær vegna meiðsla en þú vildir sjálfur spila þennan leik í dag? „Já en þetta var ekki auðvelt fyrir mig. Ég talaði við þjálfarann og sagði honum að ég væri tilbúinn að spila ef hann gæti notað mig. Þrátt fyrir að ég vissi að ég myndi ekki spila vel myndi ég reyna að hjálpa liðinu. Þetta var nóg í dag og ég er ánægður jafnvel þó að ég hefði ekki átt minn besta leik.“ Þjálfarinn þinn hjá Kiel, Alfreð Gíslason verður ekki reiður við þig af því að þú tókst þá ákvörðun að spila? „Ég veit það ekki. Ég talaði við Alfreð og lækninn hjá Kiel og ég vona að þeir verði ekki reiðir við mig. Ég þarf að taka mér frí frá handbolta í nokkra daga til að jafna mig.“ Silvio Heinevetter var frábær í markinu? „Ég var viss um að hann myndi eiga góða leiki á HM og ég er ánægður með frammistöðu hans í leiknum.“ Þú losnar ekki við Íslendingana, núna ertu búinn að vera hjá Degi og nú hittir þú Alfreð Gíslason á nýjan leik? „Það er alltaf svo gaman af þessum íslensku þjálfurum. Ég hlakka til að hitta Alfreð.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Kraus: Megum vera stoltir Segir árangur Þýskalands á HM mikilvægan fyrir þýskan handbolta. 31. janúar 2015 16:01 Þjóðverjar með öruggt sæti í undankeppni ÓL HM í handbolta endaði á jákvæðum nótum fyrir Dag Sigurðsson og hans menn. 31. janúar 2015 15:03 Dagur: Maður var búinn að heyra alls kyns sögur Þýski landsliðsþjálfarinn feginn að hafa tryggt þátttökuréttinn í undankeppni Ólympíuleikanna. 31. janúar 2015 15:49 Alfreð og Dagur í sama gæðaflokki Bob Hanning er maðurinn á bak við uppgang Füchse Berlin og var aðalhvatamaðurinn að því að Dagur Sigurðsson var ráðinn þjálfari þýska landsliðsins. Hann segist aldrei hafa velt því tvisvar fyrir sér hvort Dagur væri rétti maðurinn í starfið. 31. janúar 2015 09:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Sjá meira
Þýskaland tryggði sér í dag sjöunda sætið á HM í handbolta með sigri á Slóveníu. Mikilvægt var fyrir Dag Sigurðsson og hans menn að hafa endurheimt skyttuna Steffen Weinhold úr meiðslum. Weinhold er lykilmaður í sóknarleik Þjóðverja. Hann gat ekki spilað gegn Króötum í gær vegna meiðsla en lék í dag. Meiðslin háðu honum greinilega en hann hélt utan um sóknarleik Þjóðverja, nokkuð sem Jens Schöngarth átti í vandræðum með gegn Króatíu í gær. Schöngarth skoraði nokkur mörk í leiknum en gerði einhver 17 mistök í sókninni gegn Króötum og þau reyndust dýrkeypt. „Þetta var þýðingarmikill sigur fyrir okkur. Við vildum vinna leikinn til að komast í keppni um að komast á Olympíuleikana í Ríó á næsta ári. Þetta var erfiður leikur en við erum ánægðir með að sigurinn og sjöunda sætið,“ sagði Weinhold en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Þú misstir af leiknum við Króata í gær vegna meiðsla en þú vildir sjálfur spila þennan leik í dag? „Já en þetta var ekki auðvelt fyrir mig. Ég talaði við þjálfarann og sagði honum að ég væri tilbúinn að spila ef hann gæti notað mig. Þrátt fyrir að ég vissi að ég myndi ekki spila vel myndi ég reyna að hjálpa liðinu. Þetta var nóg í dag og ég er ánægður jafnvel þó að ég hefði ekki átt minn besta leik.“ Þjálfarinn þinn hjá Kiel, Alfreð Gíslason verður ekki reiður við þig af því að þú tókst þá ákvörðun að spila? „Ég veit það ekki. Ég talaði við Alfreð og lækninn hjá Kiel og ég vona að þeir verði ekki reiðir við mig. Ég þarf að taka mér frí frá handbolta í nokkra daga til að jafna mig.“ Silvio Heinevetter var frábær í markinu? „Ég var viss um að hann myndi eiga góða leiki á HM og ég er ánægður með frammistöðu hans í leiknum.“ Þú losnar ekki við Íslendingana, núna ertu búinn að vera hjá Degi og nú hittir þú Alfreð Gíslason á nýjan leik? „Það er alltaf svo gaman af þessum íslensku þjálfurum. Ég hlakka til að hitta Alfreð.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Kraus: Megum vera stoltir Segir árangur Þýskalands á HM mikilvægan fyrir þýskan handbolta. 31. janúar 2015 16:01 Þjóðverjar með öruggt sæti í undankeppni ÓL HM í handbolta endaði á jákvæðum nótum fyrir Dag Sigurðsson og hans menn. 31. janúar 2015 15:03 Dagur: Maður var búinn að heyra alls kyns sögur Þýski landsliðsþjálfarinn feginn að hafa tryggt þátttökuréttinn í undankeppni Ólympíuleikanna. 31. janúar 2015 15:49 Alfreð og Dagur í sama gæðaflokki Bob Hanning er maðurinn á bak við uppgang Füchse Berlin og var aðalhvatamaðurinn að því að Dagur Sigurðsson var ráðinn þjálfari þýska landsliðsins. Hann segist aldrei hafa velt því tvisvar fyrir sér hvort Dagur væri rétti maðurinn í starfið. 31. janúar 2015 09:30 Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Í beinni: Njarðvík - Álftanes | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Fleiri fréttir Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Í beinni: ÍR - Grótta | Komið að kveðjustund? Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima KA kaus að losa sig við þjálfarann Íslendingalið í bullandi tapi og getur ekki sótt fleiri stjörnur Köstuðu blysum en segja hina hafa hrækt og hellt bjór á leikmenn „Okkar besti leikur á tímabilinu“ „Forréttindi að fá að vera hluti af þessu liði“ Skara í undanúrslit eftir vítakeppni Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða Andrea í undanúrslit eftir dramatík í vító „Getum brotið blað í sögu handboltans“ „Getum gert góða hluti gegn þessu liði“ Haukar úr leik í Evrópubikarnum eftir stórt tap úti í Bosníu Þórsarar tryggðu sér úrvalsdeildarsæti með sigri í lokaumferðinni Elvar markahæstur í endurkomu úr meiðslum „Þær eru steiktar en þær eru líka geggjaðar“ Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Sveinbjörn bikarmeistari í Ísrael „Væri helvíti gaman að enda ferilinn svona“ Sorrí Valdi og allir hinir Var ósátt en er nú mætt aftur í landsliðið Sjá meira
Kraus: Megum vera stoltir Segir árangur Þýskalands á HM mikilvægan fyrir þýskan handbolta. 31. janúar 2015 16:01
Þjóðverjar með öruggt sæti í undankeppni ÓL HM í handbolta endaði á jákvæðum nótum fyrir Dag Sigurðsson og hans menn. 31. janúar 2015 15:03
Dagur: Maður var búinn að heyra alls kyns sögur Þýski landsliðsþjálfarinn feginn að hafa tryggt þátttökuréttinn í undankeppni Ólympíuleikanna. 31. janúar 2015 15:49
Alfreð og Dagur í sama gæðaflokki Bob Hanning er maðurinn á bak við uppgang Füchse Berlin og var aðalhvatamaðurinn að því að Dagur Sigurðsson var ráðinn þjálfari þýska landsliðsins. Hann segist aldrei hafa velt því tvisvar fyrir sér hvort Dagur væri rétti maðurinn í starfið. 31. janúar 2015 09:30
Uppgjörið: Valur - Iuventa Michalovce 30-20 | Valskonur í úrslit Evrópubikarsins fyrstar íslenskra liða