Weinhold: Hlakka til að hitta Alfreð Arnar Björnsson í Katar skrifar 31. janúar 2015 16:34 Steffen Weinhold spilaði mjög vel með Þjóðverjum á HM. vísir/getty Þýskaland tryggði sér í dag sjöunda sætið á HM í handbolta með sigri á Slóveníu. Mikilvægt var fyrir Dag Sigurðsson og hans menn að hafa endurheimt skyttuna Steffen Weinhold úr meiðslum. Weinhold er lykilmaður í sóknarleik Þjóðverja. Hann gat ekki spilað gegn Króötum í gær vegna meiðsla en lék í dag. Meiðslin háðu honum greinilega en hann hélt utan um sóknarleik Þjóðverja, nokkuð sem Jens Schöngarth átti í vandræðum með gegn Króatíu í gær. Schöngarth skoraði nokkur mörk í leiknum en gerði einhver 17 mistök í sókninni gegn Króötum og þau reyndust dýrkeypt. „Þetta var þýðingarmikill sigur fyrir okkur. Við vildum vinna leikinn til að komast í keppni um að komast á Olympíuleikana í Ríó á næsta ári. Þetta var erfiður leikur en við erum ánægðir með að sigurinn og sjöunda sætið,“ sagði Weinhold en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Þú misstir af leiknum við Króata í gær vegna meiðsla en þú vildir sjálfur spila þennan leik í dag? „Já en þetta var ekki auðvelt fyrir mig. Ég talaði við þjálfarann og sagði honum að ég væri tilbúinn að spila ef hann gæti notað mig. Þrátt fyrir að ég vissi að ég myndi ekki spila vel myndi ég reyna að hjálpa liðinu. Þetta var nóg í dag og ég er ánægður jafnvel þó að ég hefði ekki átt minn besta leik.“ Þjálfarinn þinn hjá Kiel, Alfreð Gíslason verður ekki reiður við þig af því að þú tókst þá ákvörðun að spila? „Ég veit það ekki. Ég talaði við Alfreð og lækninn hjá Kiel og ég vona að þeir verði ekki reiðir við mig. Ég þarf að taka mér frí frá handbolta í nokkra daga til að jafna mig.“ Silvio Heinevetter var frábær í markinu? „Ég var viss um að hann myndi eiga góða leiki á HM og ég er ánægður með frammistöðu hans í leiknum.“ Þú losnar ekki við Íslendingana, núna ertu búinn að vera hjá Degi og nú hittir þú Alfreð Gíslason á nýjan leik? „Það er alltaf svo gaman af þessum íslensku þjálfurum. Ég hlakka til að hitta Alfreð.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan. HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Kraus: Megum vera stoltir Segir árangur Þýskalands á HM mikilvægan fyrir þýskan handbolta. 31. janúar 2015 16:01 Þjóðverjar með öruggt sæti í undankeppni ÓL HM í handbolta endaði á jákvæðum nótum fyrir Dag Sigurðsson og hans menn. 31. janúar 2015 15:03 Dagur: Maður var búinn að heyra alls kyns sögur Þýski landsliðsþjálfarinn feginn að hafa tryggt þátttökuréttinn í undankeppni Ólympíuleikanna. 31. janúar 2015 15:49 Alfreð og Dagur í sama gæðaflokki Bob Hanning er maðurinn á bak við uppgang Füchse Berlin og var aðalhvatamaðurinn að því að Dagur Sigurðsson var ráðinn þjálfari þýska landsliðsins. Hann segist aldrei hafa velt því tvisvar fyrir sér hvort Dagur væri rétti maðurinn í starfið. 31. janúar 2015 09:30 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Þýskaland tryggði sér í dag sjöunda sætið á HM í handbolta með sigri á Slóveníu. Mikilvægt var fyrir Dag Sigurðsson og hans menn að hafa endurheimt skyttuna Steffen Weinhold úr meiðslum. Weinhold er lykilmaður í sóknarleik Þjóðverja. Hann gat ekki spilað gegn Króötum í gær vegna meiðsla en lék í dag. Meiðslin háðu honum greinilega en hann hélt utan um sóknarleik Þjóðverja, nokkuð sem Jens Schöngarth átti í vandræðum með gegn Króatíu í gær. Schöngarth skoraði nokkur mörk í leiknum en gerði einhver 17 mistök í sókninni gegn Króötum og þau reyndust dýrkeypt. „Þetta var þýðingarmikill sigur fyrir okkur. Við vildum vinna leikinn til að komast í keppni um að komast á Olympíuleikana í Ríó á næsta ári. Þetta var erfiður leikur en við erum ánægðir með að sigurinn og sjöunda sætið,“ sagði Weinhold en viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan. Þú misstir af leiknum við Króata í gær vegna meiðsla en þú vildir sjálfur spila þennan leik í dag? „Já en þetta var ekki auðvelt fyrir mig. Ég talaði við þjálfarann og sagði honum að ég væri tilbúinn að spila ef hann gæti notað mig. Þrátt fyrir að ég vissi að ég myndi ekki spila vel myndi ég reyna að hjálpa liðinu. Þetta var nóg í dag og ég er ánægður jafnvel þó að ég hefði ekki átt minn besta leik.“ Þjálfarinn þinn hjá Kiel, Alfreð Gíslason verður ekki reiður við þig af því að þú tókst þá ákvörðun að spila? „Ég veit það ekki. Ég talaði við Alfreð og lækninn hjá Kiel og ég vona að þeir verði ekki reiðir við mig. Ég þarf að taka mér frí frá handbolta í nokkra daga til að jafna mig.“ Silvio Heinevetter var frábær í markinu? „Ég var viss um að hann myndi eiga góða leiki á HM og ég er ánægður með frammistöðu hans í leiknum.“ Þú losnar ekki við Íslendingana, núna ertu búinn að vera hjá Degi og nú hittir þú Alfreð Gíslason á nýjan leik? „Það er alltaf svo gaman af þessum íslensku þjálfurum. Ég hlakka til að hitta Alfreð.“ Viðtalið í heild sinni má sjá hér að neðan.
HM 2015 í Katar Tengdar fréttir Kraus: Megum vera stoltir Segir árangur Þýskalands á HM mikilvægan fyrir þýskan handbolta. 31. janúar 2015 16:01 Þjóðverjar með öruggt sæti í undankeppni ÓL HM í handbolta endaði á jákvæðum nótum fyrir Dag Sigurðsson og hans menn. 31. janúar 2015 15:03 Dagur: Maður var búinn að heyra alls kyns sögur Þýski landsliðsþjálfarinn feginn að hafa tryggt þátttökuréttinn í undankeppni Ólympíuleikanna. 31. janúar 2015 15:49 Alfreð og Dagur í sama gæðaflokki Bob Hanning er maðurinn á bak við uppgang Füchse Berlin og var aðalhvatamaðurinn að því að Dagur Sigurðsson var ráðinn þjálfari þýska landsliðsins. Hann segist aldrei hafa velt því tvisvar fyrir sér hvort Dagur væri rétti maðurinn í starfið. 31. janúar 2015 09:30 Mest lesið Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Dramatík í Manchester Enski boltinn Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Fleiri fréttir Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Sjá meira
Kraus: Megum vera stoltir Segir árangur Þýskalands á HM mikilvægan fyrir þýskan handbolta. 31. janúar 2015 16:01
Þjóðverjar með öruggt sæti í undankeppni ÓL HM í handbolta endaði á jákvæðum nótum fyrir Dag Sigurðsson og hans menn. 31. janúar 2015 15:03
Dagur: Maður var búinn að heyra alls kyns sögur Þýski landsliðsþjálfarinn feginn að hafa tryggt þátttökuréttinn í undankeppni Ólympíuleikanna. 31. janúar 2015 15:49
Alfreð og Dagur í sama gæðaflokki Bob Hanning er maðurinn á bak við uppgang Füchse Berlin og var aðalhvatamaðurinn að því að Dagur Sigurðsson var ráðinn þjálfari þýska landsliðsins. Hann segist aldrei hafa velt því tvisvar fyrir sér hvort Dagur væri rétti maðurinn í starfið. 31. janúar 2015 09:30