Holuhraun í beinni í Good Morning America Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2015 15:45 Mynd frá Holuhrauni sem tekin var með dróna. Mynd/Ragnar Th. Sigurðsson Ef allt gengur að óskum mun sjónvarpsþátturinn Good Morning America, sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, vera með beina útsendingu frá Holuhrauni í næstu viku. Ragnar Th. Sigurðsson og Einar Erlendsson hjá fyrirtækinu Focus on Nature hafa seinustu vikur undirbúið komu sjónvarpsfólksins sem væntanlegt er til landsins. „Ég er ljósmyndari og hef farið mikið þarna upp eftir að taka ljósmyndir og vídjó. Kveikjan að því að ABC hefur samband við mig er einmitt vídjó sem við Eric Cheng tókum með dróna í Holuhrauni og birtist á Youtube í október,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Ragnar segir að þetta sé stærðarinnar dæmi, kostnaðurinn við það sé gríðarlegur og margar vikur hafa farið í undirbúninginn. Það þarf að fá leyfi fyrir alla til að fara inn á svæðið og tryggja alla. Allt er þetta gert í samvinnu við Almannavarnir og Ríkislögreglustjóra, en ýmsilegt þarf að ganga upp til af útsendingunni verði; mikið veltur til dæmis á veðurskilyrðum. „Við verðum í öruggri fjarlægð frá gosstöðvunum en við þurfum að vera með gasgrímur og gasmæla og köfunarbúnað ef að gasið snýst við. Það er svona aðalhættan.“ Það þarf mikinn búnað í kringum svona útsendingu, sérstaklega þegar um er að ræða svæði eins og Holuhraun. Það þarf til dæmis að vera hægt að koma öllum í burtu með skömmum fyrirvara ef eitthvað kemur upp á. Gert er ráð fyrir að mannlaus dróni verði sendur til að taka myndirnar í beinni og segir Ragnar að stefnan sé sett á að reyna að komast nokkuð nálægt gígnum. „Vonandi mun þetta bara vekja mikla athygli í Bandaríkjunum og helst víðar.“ Tengdar fréttir Gosið í Holuhrauni hefur nú staðið í hundrað daga Eldgosið í Holuhrauni er hundrað daga gamalt í dag og hefur það sést óvenju vel á vefmyndavélum Mílu í nótt. Talið er að hraunbreiðan hafi nú náð 80 ferkílómetrum. 8. desember 2014 07:05 Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30 Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59 Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00 Hraunið jafnstórt og Manhattan Hraunið við eldstöðvarnar við Holuhraun er nú orðið 84,1 ferkílómetri að stærð. 11. janúar 2015 12:49 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Ef allt gengur að óskum mun sjónvarpsþátturinn Good Morning America, sem sýndur er á bandarísku sjónvarpsstöðinni ABC, vera með beina útsendingu frá Holuhrauni í næstu viku. Ragnar Th. Sigurðsson og Einar Erlendsson hjá fyrirtækinu Focus on Nature hafa seinustu vikur undirbúið komu sjónvarpsfólksins sem væntanlegt er til landsins. „Ég er ljósmyndari og hef farið mikið þarna upp eftir að taka ljósmyndir og vídjó. Kveikjan að því að ABC hefur samband við mig er einmitt vídjó sem við Eric Cheng tókum með dróna í Holuhrauni og birtist á Youtube í október,“ segir Ragnar í samtali við Vísi. Ragnar segir að þetta sé stærðarinnar dæmi, kostnaðurinn við það sé gríðarlegur og margar vikur hafa farið í undirbúninginn. Það þarf að fá leyfi fyrir alla til að fara inn á svæðið og tryggja alla. Allt er þetta gert í samvinnu við Almannavarnir og Ríkislögreglustjóra, en ýmsilegt þarf að ganga upp til af útsendingunni verði; mikið veltur til dæmis á veðurskilyrðum. „Við verðum í öruggri fjarlægð frá gosstöðvunum en við þurfum að vera með gasgrímur og gasmæla og köfunarbúnað ef að gasið snýst við. Það er svona aðalhættan.“ Það þarf mikinn búnað í kringum svona útsendingu, sérstaklega þegar um er að ræða svæði eins og Holuhraun. Það þarf til dæmis að vera hægt að koma öllum í burtu með skömmum fyrirvara ef eitthvað kemur upp á. Gert er ráð fyrir að mannlaus dróni verði sendur til að taka myndirnar í beinni og segir Ragnar að stefnan sé sett á að reyna að komast nokkuð nálægt gígnum. „Vonandi mun þetta bara vekja mikla athygli í Bandaríkjunum og helst víðar.“
Tengdar fréttir Gosið í Holuhrauni hefur nú staðið í hundrað daga Eldgosið í Holuhrauni er hundrað daga gamalt í dag og hefur það sést óvenju vel á vefmyndavélum Mílu í nótt. Talið er að hraunbreiðan hafi nú náð 80 ferkílómetrum. 8. desember 2014 07:05 Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30 Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59 Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00 Hraunið jafnstórt og Manhattan Hraunið við eldstöðvarnar við Holuhraun er nú orðið 84,1 ferkílómetri að stærð. 11. janúar 2015 12:49 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Erlent Holtavörðuheiði enn lokuð Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Spáir stillu og miklu svifryki um áramótin Veður Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Gosið í Holuhrauni hefur nú staðið í hundrað daga Eldgosið í Holuhrauni er hundrað daga gamalt í dag og hefur það sést óvenju vel á vefmyndavélum Mílu í nótt. Talið er að hraunbreiðan hafi nú náð 80 ferkílómetrum. 8. desember 2014 07:05
Vísindamenn með krónískan hósta vegna gasmengunar Krónískur hósti hefur hrjáð marga þeirra vísindamanna sem verið hafa við gosstöðvarnar í Holuhrauni. Þeir áttuðu sig þó ekki á áhrifum gosmengunarinnar fyrr en þeir fóru af svæðinu heim í jólafrí. 17. janúar 2015 18:30
Hraunið streymir áfram Mynd sem lögreglan tók sýnir útbreiðslu hraunsins vel en skiltið hvarf undir hraun í gær. 19. janúar 2015 09:59
Tveir dökkir blettir á snævi þöktu Íslandi Holuhraun er orðið stærra en Þingvallavatn að flatarmáli. 20. janúar 2015 07:00
Hraunið jafnstórt og Manhattan Hraunið við eldstöðvarnar við Holuhraun er nú orðið 84,1 ferkílómetri að stærð. 11. janúar 2015 12:49