Dagur: Hallaði á okkur í dómgæslunni Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Doha skrifar 30. janúar 2015 15:02 Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landliðsins, segir að það hafi verið erfitt að spila án Steffen Weinhold gegn Króatíu í dag. Weinhold meiddist í síðasta leik hjá Þýskalandi og Króatía vann nokkuð öruggan sigur, 28-23, þar sem lítið gekk upp í sóknarleik þeirra þýsku. Dagur sagði við Arnar Björnsson eftir leikinn í dag að þeir sem eftir stóðu hafi ekki átt mikið eftir á tankinum eftir langt og strangt mót.Sjá einnig: Umfjöllun: Króatía - Þýskaland 28-23 | Erfitt tap hjá Degi „Það vantaði mikið hjá okkur í dag. Meiðslin hjá Steffen Weinhold kostuðu okkur mikið en hann er hausinn í sóknarleiknum hjá okkur og svo verður bara að segjast eins og er að nítján ára strákurinn okkar á vinstri vængnum (Paul Drux) var orðinn bensínlaus og kannski ekki hægt að ætlast til þess að hann spili áttunda leikinn í röð einn í stöðunni.“ „Þetta var ákveðinn veggur sem við lentum bara á,“ bætti Dagur við. „Menn sem hafa ekki verið að spila mikið í mótinu urðu taugaóstyrkir og leituðu oft af fyrsta möguleika til að setja boltann inn á línu. Þeir stálu boltanum oft og refsuðu okkur fyrir það.“Vísir/Eva BjörkDagur reyndi um tíma í síðari hálfleik að setja sjöunda manninn inn á í þýsku sóknina og það gaf ágæta raun fyrst um sinn. „Það var bara synd að við stóðum nógu vel í vörninni á þeim tíma því þá hefðum við getað komist aðeins betur inn í þetta. Við áttum ágætissyrpu og þetta var okkar síðasti séns til að komast inn í leikinn. Eftir það fór ég að hvíla menn sem ég ætla að veðja á á morgun.“ Silvio Heinevetter átti stórleik en það dugði ekki til. „Það segir ákveðna sögu. Við höfum náð að dreifa álaginu mest í þeirri stöðu og markverðirnir eru því hvað ferskastir af mínum leikmönnum.“ „Við byrjuðum vel í báðum hálfleikjum, á meðan við höfðum kraftinn en svo fjaraði þetta út hjá okkur. Við vorum bara bensínlausir.“Vísir/Eva BjörkÞýskaland mætir tapliðinu úr leik Danmerkur og Slóveníu í leik um sjöunda sætið á mótinu og það síðasta sem veitir öruggt sæti í undankeppni ÓL 2016. „Ég þarf að púsla þessu saman og kreista síðustu dropana úr drengjunum. Við sjáum hvernig það tekst. Við erum þó búnir að spila fínt mót og það verður ekki tekið af þeim. Það kostaði þá hins vegar mikla orku að vera í gríðarlega erfiðum riðli. Við erum með ungt og óreynt lið.“ Dagur virtist mjög pirraður út í dómgæsluna í leiknum í kvöld en hingað til hefur hann ekki viljað tjá sig um hana - ekki heldur eftir nokkur umdeild atvik í leiknum gegn Katar í 8-liða úrslitum. „Mér fannst við ekki fá mikið í þessum leik - ég verð að segja alveg eins og er. Mér fannst aðeins halla bara á okkur. Skrýtið að segja þetta eftir síðasta leik,“ sagði hann og brosti út í annað. HM 2015 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira
Dagur Sigurðsson, þjálfari þýska landliðsins, segir að það hafi verið erfitt að spila án Steffen Weinhold gegn Króatíu í dag. Weinhold meiddist í síðasta leik hjá Þýskalandi og Króatía vann nokkuð öruggan sigur, 28-23, þar sem lítið gekk upp í sóknarleik þeirra þýsku. Dagur sagði við Arnar Björnsson eftir leikinn í dag að þeir sem eftir stóðu hafi ekki átt mikið eftir á tankinum eftir langt og strangt mót.Sjá einnig: Umfjöllun: Króatía - Þýskaland 28-23 | Erfitt tap hjá Degi „Það vantaði mikið hjá okkur í dag. Meiðslin hjá Steffen Weinhold kostuðu okkur mikið en hann er hausinn í sóknarleiknum hjá okkur og svo verður bara að segjast eins og er að nítján ára strákurinn okkar á vinstri vængnum (Paul Drux) var orðinn bensínlaus og kannski ekki hægt að ætlast til þess að hann spili áttunda leikinn í röð einn í stöðunni.“ „Þetta var ákveðinn veggur sem við lentum bara á,“ bætti Dagur við. „Menn sem hafa ekki verið að spila mikið í mótinu urðu taugaóstyrkir og leituðu oft af fyrsta möguleika til að setja boltann inn á línu. Þeir stálu boltanum oft og refsuðu okkur fyrir það.“Vísir/Eva BjörkDagur reyndi um tíma í síðari hálfleik að setja sjöunda manninn inn á í þýsku sóknina og það gaf ágæta raun fyrst um sinn. „Það var bara synd að við stóðum nógu vel í vörninni á þeim tíma því þá hefðum við getað komist aðeins betur inn í þetta. Við áttum ágætissyrpu og þetta var okkar síðasti séns til að komast inn í leikinn. Eftir það fór ég að hvíla menn sem ég ætla að veðja á á morgun.“ Silvio Heinevetter átti stórleik en það dugði ekki til. „Það segir ákveðna sögu. Við höfum náð að dreifa álaginu mest í þeirri stöðu og markverðirnir eru því hvað ferskastir af mínum leikmönnum.“ „Við byrjuðum vel í báðum hálfleikjum, á meðan við höfðum kraftinn en svo fjaraði þetta út hjá okkur. Við vorum bara bensínlausir.“Vísir/Eva BjörkÞýskaland mætir tapliðinu úr leik Danmerkur og Slóveníu í leik um sjöunda sætið á mótinu og það síðasta sem veitir öruggt sæti í undankeppni ÓL 2016. „Ég þarf að púsla þessu saman og kreista síðustu dropana úr drengjunum. Við sjáum hvernig það tekst. Við erum þó búnir að spila fínt mót og það verður ekki tekið af þeim. Það kostaði þá hins vegar mikla orku að vera í gríðarlega erfiðum riðli. Við erum með ungt og óreynt lið.“ Dagur virtist mjög pirraður út í dómgæsluna í leiknum í kvöld en hingað til hefur hann ekki viljað tjá sig um hana - ekki heldur eftir nokkur umdeild atvik í leiknum gegn Katar í 8-liða úrslitum. „Mér fannst við ekki fá mikið í þessum leik - ég verð að segja alveg eins og er. Mér fannst aðeins halla bara á okkur. Skrýtið að segja þetta eftir síðasta leik,“ sagði hann og brosti út í annað.
HM 2015 í Katar Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Íranir ætluðu ekki að húðstrýkja Ronaldo Fótbolti Fleiri fréttir Hundrað prósenta Sigvaldi í úrvalsliði Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt „Eins manns dauði er annars brauð“ „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Erlingur tekur aftur við Eyjaliðinu Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Svona var blaðamannafundur Snorra Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Frábær leikur Andra dugði ekki til Myndasyrpa frá fögnuði Fram Tilkynnti að hún væri hætt í hjartnæmu viðtali Myndasyrpa frá fögnuðu Hauka „Hvort við segjum núna titilinn eða tittlinginn, ég veit það ekki“ „Við vorum ógeðslega flottir í þessum tveimur leikjum“ „Þegar menn uppskera er það stórkostlegt“ „Ég er bara klökkur“ „Grimmd og gleði“ skilaði sannfærandi sigri Uppgjörið: Stjarnan - Fram 25-31 | Fram bikarmeistari Uppgjörið: Fram - Haukar 20-25 | Haukar bikarmeistarar í fyrsta sinn í átján ár Hafa tapað ellefu af tólf úrslitaleikjum en eini sigurinn kom gegn Stjörnunni „Fór að hugsa hvað ég væri eiginlega að gera“ „Settum í sjötta gír í seinni hálfleik“ „Getum gengið stoltar frá borði“ Uppgjörið: Grótta - Haukar 21-31 | Haukar munu etja keppi við Fram í úrslitum Aron og Bjarki Már gerðu sitt í París Magnaður Sigvaldi sökkti Magdeburg „Viðurkenni að maður fékk fiðring í magann” Elliði Snær og Andri Már í sigurliðum Uppgjörið: Fram - Valur 22-20 | Fram í bikarúrslit Fyrrverandi þingmaður tekur við formennsku hjá FH Sjá meira