Bragi fær endurupptöku á meiðyrðamáli: "Fyrri dómur var náttúrlega markleysa“ Birgir Olgeirsson skrifar 30. janúar 2015 14:29 Meiðyrðamál Guðmundar Týs gegn Braga fer aftur til efnislegrar meðferðar fyrir Héraðsdómir Reykjavíkur, Bragi telur feril málsins umhugsunarefni. „Málið er bara á núllpunkti, segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að verða við beiðni Braga um endurupptöku á meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar gegn Braga. Bragi var dæmdur síðastliðið sumar fyrir meiðyrði í garð Guðmundar vegna lokunar á meðferðarheimilinu Mótorsmiðjunni. Bragi mætti ekki við réttarhöldin en hann segist aldrei hafa fengið stefnuna afhenta. Hún hafi verið afhent starfsmanni Barnaverndarstofu á meðan Bragi var í sumarleyfi í Perú. Stefnan var afhent á Barnaverndarstofu 19. júní síðastliðinn og málið dómtekið sex dögum síðar. Bragi segist hafa fengið að vita af málinu nokkrum vikum síðar eftir að hann kom heim úr sumarleyfi. Þá hafi hann látið starfsmann Barnaverndarstofu kanna málið og upp úr krafsinu kom að dómur hafði fallið og hann síðan birtur á haustmánuðum. Bragi segir í samtali við Vísi að maðurinn sem afhenti stefnuna hefði aldrei kynnt sig sem stefnuvott og sagt bréfið vera einkabréf til Braga. Ekki hafi verið gerð til tilraun af dóminum til að ná í Braga.Fjárnámskrafa gerð á Braga Staðan er því þannig að Bragi lítur svo á að dómurinn hafi verið ógiltur en eftir stendur fjárnámskrafan sem gerð hefur verið á hann vegna sektarinnar sem hann var dæmdur til að greiða Guðmundi vegna dómsins sem féll í fyrra. Bragi hafði ekki fallist á að greiða hana vegna þess að hann hafði óskað eftir endurupptöku á málinu og leit ekki á dóminn sem efnisdóm. Engu að síður hefði sýslumanni verið skilt að verða við fjárnámsbeiðninni en hún fellur ekki niður í ljósi úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur heldur þarf að höfða sér mál til að fá réttaráhrifum fyrri dómsins frestað. „Ég ætla rétt að vona að það gangi vel,“ segir Bragi í samtali við Vísi um málið sem hann segir vera umhugsunarvert.„Hann er ógildur“ „Það sem gerðist þarna á sínum tíma að mér var stefnt og ég var bara í útlöndum og hafði ekki hugmynd um þessa stefnu og henni var hent inn á vinnustaðinn minn án þess að nokkur maður gerði grein fyrir stefnunni. Þannig að mér var ómögulegt að mæta og halda uppi vörnum og þá eru lagareglurnar þannig að það ber að dæma á grundvelli málflutnings stefnanda og þess vegna var dómur felldur sem var mjög óhagfelldur fyrir mig, það bara gerist í svona málum þegar menn mæta ekki í réttarhald. Þessi fyrri dómur var náttúrlega markleysa og þetta er staðfesting á því að hann er ógildur, hefur enga þýðingu, segir Bragi. Bragi segir málið skollaleik og sjónarspil. Hann vill að dómarinn taki málið til efnislegrar meðferðar og kveði úr með það hvort hann hafi brotið lög með sinni tjáningu.Telur málið varða upplýsingalög „Eins og þetta lítur út frá mínum bæjardyruum séð þá er þetta mál ósköp einfalt og lítur að úrlausnarefni sem ætti að vera sérstakt áhugamál fjölmiðlamanna. Ummæli mín á sínum tíma eru viðhöfð við fréttamenn þegar ég er að sinna frumskyldu forstöðumanns opinberrar stofnunar og það er að veita almenningi í landinu upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga um stjórnvaldsákvarðanir sem höfðu verið teknar. Ég lít þannig á að þessi málarekstur hafi mjög mikla þýðingu og mikilvægt að fá efnislega niðurstöðu í þetta mál á grundvelli þess hvort ákvarðanir í stjórnsýslunni eiga að vera gagnsæjar og hvort almenningur og þar með taldir fréttamenn eigi rétt á aðgangi að upplýsingum um ákvarðanir sem eru teknar í stjórnsýslunni,“ segir BragiGrundvallarregla í réttarfari „Ég óska eftir því að það verði lagt mat á það af hálfu dómstóla, ég kvíði því ekki neinu, ég vil ekki sitja undir því að hafa meitt æru manns að ósekju. Ég vil fá efnislega niðurstöðu í þennan dóm,“ segir Bragi. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra kom fram að ummæli Braga hefðu talist ósönnuð en Bragi segir dómarann hafa dæmt eftir kröfum stefnanda því hann sjálfur hefði ekki haldið uppi vörnum. Hefði hann vitað af þessu hefði hann að látið senda fulltrúa til að fara fram á frestun málsins. „Það er bara hins vegar regla að ef að menn hafa misst af þessu, ekki borist stefnan eða einhver misfella er við stefnuna eins og var í þessu tilviki, þá er málið tekið upp á nýjan leik því það er grundvallarregla í öllu réttarfari og mannréttindasáttmálum og lögum að það megi ekki dæma menn án þess að þeir fái að tala sínu máli. Þessi jafnræðisregla, að menn fái að halda uppi vörnum gagnvart þeim ásökunum sem á þá eru bornar.“ Tengdar fréttir Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02 Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
„Málið er bara á núllpunkti, segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, um ákvörðun Héraðsdóms Reykjavíkur að verða við beiðni Braga um endurupptöku á meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar gegn Braga. Bragi var dæmdur síðastliðið sumar fyrir meiðyrði í garð Guðmundar vegna lokunar á meðferðarheimilinu Mótorsmiðjunni. Bragi mætti ekki við réttarhöldin en hann segist aldrei hafa fengið stefnuna afhenta. Hún hafi verið afhent starfsmanni Barnaverndarstofu á meðan Bragi var í sumarleyfi í Perú. Stefnan var afhent á Barnaverndarstofu 19. júní síðastliðinn og málið dómtekið sex dögum síðar. Bragi segist hafa fengið að vita af málinu nokkrum vikum síðar eftir að hann kom heim úr sumarleyfi. Þá hafi hann látið starfsmann Barnaverndarstofu kanna málið og upp úr krafsinu kom að dómur hafði fallið og hann síðan birtur á haustmánuðum. Bragi segir í samtali við Vísi að maðurinn sem afhenti stefnuna hefði aldrei kynnt sig sem stefnuvott og sagt bréfið vera einkabréf til Braga. Ekki hafi verið gerð til tilraun af dóminum til að ná í Braga.Fjárnámskrafa gerð á Braga Staðan er því þannig að Bragi lítur svo á að dómurinn hafi verið ógiltur en eftir stendur fjárnámskrafan sem gerð hefur verið á hann vegna sektarinnar sem hann var dæmdur til að greiða Guðmundi vegna dómsins sem féll í fyrra. Bragi hafði ekki fallist á að greiða hana vegna þess að hann hafði óskað eftir endurupptöku á málinu og leit ekki á dóminn sem efnisdóm. Engu að síður hefði sýslumanni verið skilt að verða við fjárnámsbeiðninni en hún fellur ekki niður í ljósi úrskurðar Héraðsdóms Reykjavíkur heldur þarf að höfða sér mál til að fá réttaráhrifum fyrri dómsins frestað. „Ég ætla rétt að vona að það gangi vel,“ segir Bragi í samtali við Vísi um málið sem hann segir vera umhugsunarvert.„Hann er ógildur“ „Það sem gerðist þarna á sínum tíma að mér var stefnt og ég var bara í útlöndum og hafði ekki hugmynd um þessa stefnu og henni var hent inn á vinnustaðinn minn án þess að nokkur maður gerði grein fyrir stefnunni. Þannig að mér var ómögulegt að mæta og halda uppi vörnum og þá eru lagareglurnar þannig að það ber að dæma á grundvelli málflutnings stefnanda og þess vegna var dómur felldur sem var mjög óhagfelldur fyrir mig, það bara gerist í svona málum þegar menn mæta ekki í réttarhald. Þessi fyrri dómur var náttúrlega markleysa og þetta er staðfesting á því að hann er ógildur, hefur enga þýðingu, segir Bragi. Bragi segir málið skollaleik og sjónarspil. Hann vill að dómarinn taki málið til efnislegrar meðferðar og kveði úr með það hvort hann hafi brotið lög með sinni tjáningu.Telur málið varða upplýsingalög „Eins og þetta lítur út frá mínum bæjardyruum séð þá er þetta mál ósköp einfalt og lítur að úrlausnarefni sem ætti að vera sérstakt áhugamál fjölmiðlamanna. Ummæli mín á sínum tíma eru viðhöfð við fréttamenn þegar ég er að sinna frumskyldu forstöðumanns opinberrar stofnunar og það er að veita almenningi í landinu upplýsingar á grundvelli upplýsingalaga um stjórnvaldsákvarðanir sem höfðu verið teknar. Ég lít þannig á að þessi málarekstur hafi mjög mikla þýðingu og mikilvægt að fá efnislega niðurstöðu í þetta mál á grundvelli þess hvort ákvarðanir í stjórnsýslunni eiga að vera gagnsæjar og hvort almenningur og þar með taldir fréttamenn eigi rétt á aðgangi að upplýsingum um ákvarðanir sem eru teknar í stjórnsýslunni,“ segir BragiGrundvallarregla í réttarfari „Ég óska eftir því að það verði lagt mat á það af hálfu dómstóla, ég kvíði því ekki neinu, ég vil ekki sitja undir því að hafa meitt æru manns að ósekju. Ég vil fá efnislega niðurstöðu í þennan dóm,“ segir Bragi. Í dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í fyrra kom fram að ummæli Braga hefðu talist ósönnuð en Bragi segir dómarann hafa dæmt eftir kröfum stefnanda því hann sjálfur hefði ekki haldið uppi vörnum. Hefði hann vitað af þessu hefði hann að látið senda fulltrúa til að fara fram á frestun málsins. „Það er bara hins vegar regla að ef að menn hafa misst af þessu, ekki borist stefnan eða einhver misfella er við stefnuna eins og var í þessu tilviki, þá er málið tekið upp á nýjan leik því það er grundvallarregla í öllu réttarfari og mannréttindasáttmálum og lögum að það megi ekki dæma menn án þess að þeir fái að tala sínu máli. Þessi jafnræðisregla, að menn fái að halda uppi vörnum gagnvart þeim ásökunum sem á þá eru bornar.“
Tengdar fréttir Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02 Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Meiðyrðamál Mumma í Götusmiðjunni: Ummælin dæmd ómerk Dómur féll í dag í meiðyrðamáli Guðmundar Týs Þórarinssonar, forstöðumanns Götusmiðjunnar, gegn Braga Guðbrandssyni forstjóra Barnaverndarstofu. 15. október 2014 14:02
Bragi var í Perú þegar stefnan barst Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, ætlar að fara fram á ógildingu á meiðyrðadómi sem féll í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Hann segir að sér hafi aldrei borist stefna vegna málsins. 15. október 2014 16:15