Umfjöllun: Danmörk - Slóvenía 36-33 | Danir leika um 5. sætið Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 30. janúar 2015 10:56 Guðmundur Guðmundsson. Vísir/Eva Björk Danir unnu þriggja marka sigur, 36-33, á Slóvenum í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar í dag. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar mæta Króötum í leik um 5. sætið á morgun. Eins og lokatölurnar bera með sér var fátt um varnir í leiknum í dag og markvarsla liðanna var ekki upp á marga fiska, sérstaklega hjá Slóveníu. Sóknarleikur liðanna gekk hins vegar smurt þar sem hægri hornamennirnir, þeir Lasse Svan Hansen og Dragan Gajic, voru í aðalhlutverkum. Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum tilraunum og var öryggið uppmálað allan leikinn. Gajic, sem er markahæsti leikmaður HM, var litlu síðri en þessi magnaði hornamaður skoraði tólf mörk, þar af sex úr vítaköstum. Slóvenar voru sterkari aðilinn í upphafi leiks þrátt fyrir að hafa fengið þrjár brottvísanir á fyrstu tólf mínútunum. Slóvenía komst í fjórgang tveimur mörkum yfir en í stöðunni 6-8 kom frábær kafli hjá Dönum. Lærisveinar Guðmundar skelltu í lás í vörninni, Nicklas Landin fór að verja og það skilaði auðveldum hraðaupphlaupsmörkum. Danir skoruðu sjö mörk í röð og komust fimm mörkum yfir, 13-8. Vörn Slóveníu var hriplek allan leikinn og markverðirnir voru litlu skárri en þeir vörðu aðeins fjögur skot í öllum leiknum. Danir komust þrívegis sex mörkum yfir en Slóvenar áttu ágætis endasprett í fyrri hálfleik og náðu að minnka muninn í þrjú mörk, 18-15. Mads Christiansen sá hins vegar til þess að Danir leiddu með fjórum mörkum í leikhléi þegar hann skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Christiansen átti frábæran leik í danska liðinu í dag; spilaði hverja einustu mínútu, skoraði sjö mörk og gaf tíu stoðsendingar. Seinni hálfleikurinn var jafn til að byrja með en í stöðunni 24-20 tóku Danir framúr, skoruðu fimm mörk gegn tveimur og náðu sjö marka forystu, 29-22. Þegar þarna var komið við sögu voru dómararnir frá Katar búnir að reka tvo leikmenn Slóveníu, Matej Gaber og Miha Zvizej, af velli með beint rautt spjald fyrir mis alvarlegar sakir. Þrátt fyrir mótlætið gáfust Slóvenar ekki upp, skoruðu fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn í þrjú mörk, 29-26. Þá var Guðmundi nóg boðið, tók leikhlé og brýndi sína menn. Danir náðu vopnum sínum á ný, juku muninn upp í fimm mörk og unnu að lokum þriggja marka sigur, 36-33. HM 2015 í Katar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira
Danir unnu þriggja marka sigur, 36-33, á Slóvenum í leik um réttinn til að leika um 5. sætið á HM í Katar í dag. Lærisveinar Guðmundar Guðmundssonar mæta Króötum í leik um 5. sætið á morgun. Eins og lokatölurnar bera með sér var fátt um varnir í leiknum í dag og markvarsla liðanna var ekki upp á marga fiska, sérstaklega hjá Slóveníu. Sóknarleikur liðanna gekk hins vegar smurt þar sem hægri hornamennirnir, þeir Lasse Svan Hansen og Dragan Gajic, voru í aðalhlutverkum. Hansen skoraði 13 mörk úr jafn mörgum tilraunum og var öryggið uppmálað allan leikinn. Gajic, sem er markahæsti leikmaður HM, var litlu síðri en þessi magnaði hornamaður skoraði tólf mörk, þar af sex úr vítaköstum. Slóvenar voru sterkari aðilinn í upphafi leiks þrátt fyrir að hafa fengið þrjár brottvísanir á fyrstu tólf mínútunum. Slóvenía komst í fjórgang tveimur mörkum yfir en í stöðunni 6-8 kom frábær kafli hjá Dönum. Lærisveinar Guðmundar skelltu í lás í vörninni, Nicklas Landin fór að verja og það skilaði auðveldum hraðaupphlaupsmörkum. Danir skoruðu sjö mörk í röð og komust fimm mörkum yfir, 13-8. Vörn Slóveníu var hriplek allan leikinn og markverðirnir voru litlu skárri en þeir vörðu aðeins fjögur skot í öllum leiknum. Danir komust þrívegis sex mörkum yfir en Slóvenar áttu ágætis endasprett í fyrri hálfleik og náðu að minnka muninn í þrjú mörk, 18-15. Mads Christiansen sá hins vegar til þess að Danir leiddu með fjórum mörkum í leikhléi þegar hann skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks. Christiansen átti frábæran leik í danska liðinu í dag; spilaði hverja einustu mínútu, skoraði sjö mörk og gaf tíu stoðsendingar. Seinni hálfleikurinn var jafn til að byrja með en í stöðunni 24-20 tóku Danir framúr, skoruðu fimm mörk gegn tveimur og náðu sjö marka forystu, 29-22. Þegar þarna var komið við sögu voru dómararnir frá Katar búnir að reka tvo leikmenn Slóveníu, Matej Gaber og Miha Zvizej, af velli með beint rautt spjald fyrir mis alvarlegar sakir. Þrátt fyrir mótlætið gáfust Slóvenar ekki upp, skoruðu fjögur mörk í röð og minnkuðu muninn í þrjú mörk, 29-26. Þá var Guðmundi nóg boðið, tók leikhlé og brýndi sína menn. Danir náðu vopnum sínum á ný, juku muninn upp í fimm mörk og unnu að lokum þriggja marka sigur, 36-33.
HM 2015 í Katar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Dagskráin í dag: Það er pílan Sport Fleiri fréttir Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa Sjá meira