Innlent

Dómurinn yfir Kron staðfestur

Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar
Hugrún Dögg Árnadóttir og Magni Þorsteinsson eigendur Kron.
Hugrún Dögg Árnadóttir og Magni Þorsteinsson eigendur Kron. vísir/anton brink
Hæstiréttur staðfesti í gær tvo dóma Héraðsdóms Reykjavíkur yfir tískuvöruversluninni Kron vegna deilna sem fyrirtækið átti við tvo spænska skóframleiðendur. Kron er því gert að greiða framleiðununum tæpar átján milljónir króna auk 1,5 milljónir króna í málskostnað.

Deilan snerist annars vegar um útistandandi skuld Kron við framleiðandann Sapena Trading Company, vegna skóframleiðslu þar sem þeim hafði greint á um það hvort ákveðin sending Sapena hafi innihaldið gölluð skópör og að spænska fyrirtækið hafi síðan selt gölluðu pörin í sinni eigin smávöruverslun. Viðskiptavinir Kron á Spáni hafi því nánast alveg hætt að panta vörur frá fyrirtækinu og hafi ekki lengur viljað selja skó frá Kron, þegar eins skór voru til sölu á mun lægra verði í útsöluverslunum stefnanda.

Sjá einnig: „Hið rétta er að á okkur var alvarlega brotið í þessum viðskiptum“

Hins vegar snerist deilan um aðra útistandandi skuld við Kron við Salvador Sapena. Fyrirtækin tvö eru sögð hafa átt í viðskiptum á árunum 2008 til 2011 en í dómnum segir að eftir standi átta milljón króna skuld. Salvador Sapena segist hafa þann 10.nóvember 2011 og sent Kron tölvupóst um að níu mánuðir væru liðnir frá því að framleiðandinn afhenti Kron þær vörur sem skuldin tengdist. Kron svaraði tölvupóstinum degi síðar þar sem fyrirtækið sagðist ætla að greiða skuldina en að það væri „einfaldlega ekki forgangsatriði,“ eins og segir í dómnum.


Tengdar fréttir

Kron gert að greiða spænskum skóframleiðendum átján milljónir

Íslenska tískuvöruverslunin Kron var í fyrradag dæmd í Héraðsdómi Reykjavíkur til að greiða tveimur spænskum skóframleiðendum, Salvador Sapena og Sapena Trading Company SL, um átján milljónir króna og rúmar 2,2 milljónir í málskostnað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×