Tiger Woods byrjar keppnistímabilið illa 30. janúar 2015 09:00 Tiger fann sig ekki á fyrsta hring. Getty Tiger Woods hóf keppnistímabil sitt fyrir árið 2015 í dag en Phoenix Open er fyrsta hefðbundna PGA-mótið sem hann tekur þátt í síðan um mitt síðasta ár. Woods á eflaust eftir að vona að fall sé fararheill fyrir tímabilið sem nú er að hefjast en hann byrjaði á því að fá skolla á fyrstu tvær holurnar og eftir að hafa leikið 11 holur var hann á fimm höggum yfir pari og meðal neðstu manna. Hann sýndi þó gæði sín á 13. holu með gullfallegu innáhöggi sem skilaði honum erni og einn fugl í viðbót á 17. holu lagaði stöðuna frekar. Woods lék hringinn á 73 höggum eða tveimur yfir pari sem þykir ekki gott á TPC Scottsdale þar sem skor þeirra bestu er yfirleitt í lægra lagi. Woods er því jafn í 105. sæti af 132 keppendum og hann þarf að girða sig í brók á öðrum hring og leika betra golf en í dag ætli hann sér að ná niðurskurðinum. Toppbaráttan eftir fyrsta hring lofar líka mjög góðu þar sem Ryan Palmer leiðir á sjö höggum undir pari en Bubba Watson, Keegan Bradley og Daniel Berger koma þar á eftir á sex höggum undir. Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods hóf keppnistímabil sitt fyrir árið 2015 í dag en Phoenix Open er fyrsta hefðbundna PGA-mótið sem hann tekur þátt í síðan um mitt síðasta ár. Woods á eflaust eftir að vona að fall sé fararheill fyrir tímabilið sem nú er að hefjast en hann byrjaði á því að fá skolla á fyrstu tvær holurnar og eftir að hafa leikið 11 holur var hann á fimm höggum yfir pari og meðal neðstu manna. Hann sýndi þó gæði sín á 13. holu með gullfallegu innáhöggi sem skilaði honum erni og einn fugl í viðbót á 17. holu lagaði stöðuna frekar. Woods lék hringinn á 73 höggum eða tveimur yfir pari sem þykir ekki gott á TPC Scottsdale þar sem skor þeirra bestu er yfirleitt í lægra lagi. Woods er því jafn í 105. sæti af 132 keppendum og hann þarf að girða sig í brók á öðrum hring og leika betra golf en í dag ætli hann sér að ná niðurskurðinum. Toppbaráttan eftir fyrsta hring lofar líka mjög góðu þar sem Ryan Palmer leiðir á sjö höggum undir pari en Bubba Watson, Keegan Bradley og Daniel Berger koma þar á eftir á sex höggum undir.
Golf Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Hareide hugsaði um heilsuna: „Vildi einbeita sér að því“ Fótbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira