Lífið

Skúfpáfinn Peaches hermir eftir hjónum að rífast

Bjarki Ármannsson skrifar
Peaches lætur oft gamminn geysa og virðist þá í meira lagi ósátt með eitthvað.
Peaches lætur oft gamminn geysa og virðist þá í meira lagi ósátt með eitthvað.
Myndband af páfagauknum Peaches sem býr með Sigmon-hjónunum í Norður-Karólínu í Bandaríkjunum hefur vakið talsverða athygli í netheimum undanfarna daga. Peaches bjó áður með hjónum sem enduðu á því að skilja og virðist hafa lært af þeim hvernig á að bera sig í rifrildi.

„Við vorum búin að eiga hana í marga daga þegar hún byrjaði á því einn daginn að láta móðan mása líkt og hún væri að halda þrumuræðu yfir einhverjum,“ segir Elaine Sigmon við vefmiðilinn Huffington Post. „Maðurinn minn sat í stól nærri henni og hún byrjaði að ota hausnum hörkulega í átt að honum. Við erum ekki viss um hvað hún er að segja, en hún er greinilega með einhver stóryrði.“

Sigmon segist telja að Peaches hafi þessa siði sennilega frá fyrrverandi eigendum sínum. Hún eigi það enn til að hefja „orðaflaum“ sinn einu sinni eða tvisvar á dag og fylgir þá látbragðið með og minnir fuglinn helst á manneskju sem rífst harkalega við einhvern annan.

Eigendur Peaches hafa sem betur fer gaman af þessum kækjum hennar, sem sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×