Ungur Legosmiður flytur Titanic Linda Blöndal skrifar 9. febrúar 2015 19:30 Það var stór stund og spenningur í lofti í dag þegar eftirgerðin af Titanic skipinu sem Brynjar Karl Birgisson, tólf ára, hefur smíðað úr Legókubbum var færð frá smíðaverkstæðinu suður í Smáralind til lokafrágangs. Það lögðu margir hönd á plóg við flutninginn sem tók tvo klukkutíma enda þurfti að flytja skipið í þremur hlutum en það var smíðað með það í huga. Skipið fer í geymslurými Hagkaupa í Smáralind þar sem það verður klárað og eftir um mánuð verður það til sýnis í búðinni. Þar verður hægt að ræða við Brynjar á meðan hann fínpússar síðustu hluti meistarastykkisins sem mun að lokum telja 56 þúsund kubba, þar með talið alla 3500 „gestina“ innanborðs.Spenntur og hræddurBrynjar, sem er einhverfur, ákvað fyrir níu mánuðum að ráðast í byggingu sex og hálfs metra langrar eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic, úr Legókubbum. Þá sagði hann í fréttum Stöðvar 2: „Ég veit alveg hvernig Titanic verður byggt því ég er búinn að fatta það í huganum.“ Eftir að hann biðlaði á myndbandi til Legóverksmiðjunnar í Danmörku um að bjóða sér í heimsókn og gefa sér kubba í skipið hófst kubbasöfnun hér á landi fyrir Brynjar. Afi hans, Lúðvík B. Ögmundsson, sá um að útvega teikningu af skipinu og aðstoða við útreikninga. En það var nokkur titringur í dag rétt áður en flutningurinn hófst. „Ég er spenntur og hræddur,“ sagði Brynjar, sem var í mjög góðu skapi á þessum mikilvæga degi. Aðspurður hvort hann haldi að það sé hætta á því að skipið brotni, eins og þegar það fórst, sagði Brynjar ekki svo vera. „Nei, það mun ekki brotna eins og í myndinni,“ sagði hann í samtali við fréttamann Stöð 2 sem fylgist með flutningnum. Sjá einnig: „Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“Þarf enn meira af kubbumEnn á eftir að klára strompana á skipinu, fyrstu hæðina og ljósin svo eitthvað sé nefnt. „Ég þarf eiginlega meira af kubbum. Stundum held ég að ég sé að klára skipið en ég get það ekki því það brotnar alltaf eitthvað en það er núna allt límt svo ég get ekki notað þá kubba,“ segir Brynjar. „Tek minn tíma“Verkefnið hefur vakið athygli víða utan Íslands. Brynjar mun til dæmis bráðum birtast í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Discovery Science. Hann hefur einnig fengið styrki til að hjálpa öðrum einhverfum börnum til að vinna með Legó og var harla ánægður með hvernig til tókst í dag. „Þetta gekk alveg bara success!", sagði hann. Um hve mikil vinna er eftir sagðist hann munu taka þann tíma sem þarf. „Um það bil einn eða tvo mánuði í viðbót, ég veit ekki. En ég tek minn tíma,“ sagði hinn ungi skipasmiður að lokum áður en hann hélt með verkið á nýjan vinnustað. Tengdar fréttir Veit allt um Titanic og langar að byggja skipið úr Legókubbum Brynjar Karl er 11 ára einhverfur strákur sem dreymir um að heimsækja Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic. 12. mars 2014 20:00 Tólf ára lególistamaður í viðtali hjá Discovery Brynjar Karl Birgisson, tólf ára einhverfur Mosfellingur, vinnur að sex metra langri Titanic-eftirlíkingu úr legókubbum. 27. janúar 2015 21:37 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Það var stór stund og spenningur í lofti í dag þegar eftirgerðin af Titanic skipinu sem Brynjar Karl Birgisson, tólf ára, hefur smíðað úr Legókubbum var færð frá smíðaverkstæðinu suður í Smáralind til lokafrágangs. Það lögðu margir hönd á plóg við flutninginn sem tók tvo klukkutíma enda þurfti að flytja skipið í þremur hlutum en það var smíðað með það í huga. Skipið fer í geymslurými Hagkaupa í Smáralind þar sem það verður klárað og eftir um mánuð verður það til sýnis í búðinni. Þar verður hægt að ræða við Brynjar á meðan hann fínpússar síðustu hluti meistarastykkisins sem mun að lokum telja 56 þúsund kubba, þar með talið alla 3500 „gestina“ innanborðs.Spenntur og hræddurBrynjar, sem er einhverfur, ákvað fyrir níu mánuðum að ráðast í byggingu sex og hálfs metra langrar eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic, úr Legókubbum. Þá sagði hann í fréttum Stöðvar 2: „Ég veit alveg hvernig Titanic verður byggt því ég er búinn að fatta það í huganum.“ Eftir að hann biðlaði á myndbandi til Legóverksmiðjunnar í Danmörku um að bjóða sér í heimsókn og gefa sér kubba í skipið hófst kubbasöfnun hér á landi fyrir Brynjar. Afi hans, Lúðvík B. Ögmundsson, sá um að útvega teikningu af skipinu og aðstoða við útreikninga. En það var nokkur titringur í dag rétt áður en flutningurinn hófst. „Ég er spenntur og hræddur,“ sagði Brynjar, sem var í mjög góðu skapi á þessum mikilvæga degi. Aðspurður hvort hann haldi að það sé hætta á því að skipið brotni, eins og þegar það fórst, sagði Brynjar ekki svo vera. „Nei, það mun ekki brotna eins og í myndinni,“ sagði hann í samtali við fréttamann Stöð 2 sem fylgist með flutningnum. Sjá einnig: „Mig langaði alltaf að einhver draumur myndi rætast“Þarf enn meira af kubbumEnn á eftir að klára strompana á skipinu, fyrstu hæðina og ljósin svo eitthvað sé nefnt. „Ég þarf eiginlega meira af kubbum. Stundum held ég að ég sé að klára skipið en ég get það ekki því það brotnar alltaf eitthvað en það er núna allt límt svo ég get ekki notað þá kubba,“ segir Brynjar. „Tek minn tíma“Verkefnið hefur vakið athygli víða utan Íslands. Brynjar mun til dæmis bráðum birtast í viðtali við bandarísku sjónvarpsstöðina Discovery Science. Hann hefur einnig fengið styrki til að hjálpa öðrum einhverfum börnum til að vinna með Legó og var harla ánægður með hvernig til tókst í dag. „Þetta gekk alveg bara success!", sagði hann. Um hve mikil vinna er eftir sagðist hann munu taka þann tíma sem þarf. „Um það bil einn eða tvo mánuði í viðbót, ég veit ekki. En ég tek minn tíma,“ sagði hinn ungi skipasmiður að lokum áður en hann hélt með verkið á nýjan vinnustað.
Tengdar fréttir Veit allt um Titanic og langar að byggja skipið úr Legókubbum Brynjar Karl er 11 ára einhverfur strákur sem dreymir um að heimsækja Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic. 12. mars 2014 20:00 Tólf ára lególistamaður í viðtali hjá Discovery Brynjar Karl Birgisson, tólf ára einhverfur Mosfellingur, vinnur að sex metra langri Titanic-eftirlíkingu úr legókubbum. 27. janúar 2015 21:37 Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Veit allt um Titanic og langar að byggja skipið úr Legókubbum Brynjar Karl er 11 ára einhverfur strákur sem dreymir um að heimsækja Legóverksmiðjuna í Danmörku. Þar langar hann að byggja sex metra langa eftirmynd af uppáhaldsskipinu sínu, Titanic. 12. mars 2014 20:00
Tólf ára lególistamaður í viðtali hjá Discovery Brynjar Karl Birgisson, tólf ára einhverfur Mosfellingur, vinnur að sex metra langri Titanic-eftirlíkingu úr legókubbum. 27. janúar 2015 21:37