Þingmenn um skattaskjólsgögnin: Mikilvægt að líta til árangurs annarra þjóða Bjarki Ármannsson skrifar 9. febrúar 2015 18:23 Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru talsvert afdráttarlausari í þeirri afstöðu sinni að afla eigi gagna um skattaskjól sem íslenska ríkinu stendur nú til boða en þingmenn stjórnarflokkanna, ef marka má viðtöl í Reykjavík síðdegis í dag. Allir þeir þingmenn sem rætt var við í þættinum vilja líta til nágrannaþjóða okkar, þá sérstaklega Þjóðverja, varðandi það hvernig kaup á gögnunum ætti að fara fram.Megum ekki láta plata okkur Skattrannsóknarstjóri hefur um nokkra stund staðið í viðræðum við óþekktan, erlendan aðila um möguleg kaup á lista yfir eigur Íslendinga í skattaskjólum utan landsteinanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi í fréttum RÚV í gær seinagang skattrannsóknarstjóra í málinu. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir alveg ljóst að skoða eigi það að kaupa gögnin, geti þau upplýst um skattsvik og sé það gert með löglegum hætti. „Við verðum í raun að sjá hvernig þetta hefur verið gert hjá þeim þjóðum sem hafa gert þetta með góðum árangri,“ segir Frosti. „Ég reikna með því að skattrannsóknarstjóri sé að vanda sig við þetta.“Sjá einnig: „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ Hann leggur áherslu á það að gögnin megi ekki vera fengin með ólögmætum hætti, meðal annars vegna þess að það gæti ónýtt mál gegn skattsvikurum fyrir dómi. „Að sjálfsögðu getur ýmislegt farið úrskeiðis,“ segir hann. „Það gæti til dæmis verið að gögnin reynist algjörlega gagnslaus. Og þá er maðurinn með ferðatöskuna fulla af peningum horfinn. Við megum ekki láta plata okkur.“Skiptir máli að framkvæmdin standist allar reglur „Ég held að við séum öll sammála um að það er forgangsmál að reyna að koma í veg fyrir skattsvik og upplýsa um þau,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Hinsvegar er þetta mál aðeins snúnara en það, virðist vera, því þetta snýst væntanlega um það að við séum að greiða fyrir eitthvað sem var ekki fengið með löglegum hætti.“ Guðlaugur kveðst sammála því að skoða eigi hvernig Þjóðverjar stóðu að svipaðri framkvæmd. Hann segir það skipta máli að framkvæmdin standist allar reglur réttarríkisins. „Miðað við það sem maður heyrir í fjölmiðlum, þá virðist ekki allt vera á hreinu,“ segir hann. „Ef þetta getur hjálpað til þess að upplýsa um skattsvik, þá er það auðvitað eitthvað sem maður vill sjá. En maður skilur alveg að embætti skattrannsóknarstjóra vilji vanda sig þegar það kemur að þessu.“Sjá einnig: Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjólSkipti ekki öllu máli hver eigi gögnin Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, kvaðst í samtali við Fréttablaðið í dag efast um vilja fjármálaráðherra til að kaupa gögnin. Hún segir það mjög mikilvægt að ná í gögnin og segist ekki skilja „flumbrugang“ við það að taka af skarið. „Það er mikill vilji meðal almennings á Íslandi að þessi gögn verði keypt,“ segir Birgitta. „Mér finnst svolítið skrýtið, ég verð að segja það, að fjármálaráðherra skýli sér á bak við eitthvað sem Þýskalandsstjórn skýlir sér ekki á bak við.“ Birgitta segir það ekki skipta öllu máli hver sé ábyrgur fyrir gögnunum. Það sé „fráleitt“ að viðkomandi þurfi að uppljóstra því fyrir fjármálaráðherra. „Ef við ætlum að hafa það viðhorf að það sé ekki hægt að taka mark á neinu nema við vitum hver uppljóstrarinn sé, þá erum við í vondum málum.“ Birgitta tekur undir það að okkur beri að læra af framkvæmd Þjóðverja. „Þjóðverjar eru fyrst og fremst „praktísk þjóð“ og þeir myndu ekki gera svona nema það væri þjóðhagslega hagkvæmt,“ segir hún.Sjá einnig: Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBCSvipað og nafnlaus ábending „Ég er eiginlega dapur yfir því hvað þetta hefur gengið treglega,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra. „Það hefur verið seinagangur að fá botn í það hvort þarna séu upplýsingar sem hægt sé að vinna úr og kæmu að liði. Mér finnst það ekki gott þegar fjármálaráðherra sendir skattrannsóknarstjóra tóninn. Heldur þyrftu ráðuneytið og skattayfirvöld að vinna að þessu saman.“ Steingrímur segist ekki telja neitt að því að taka við svona upplýsingum, og eftir atvikum greiða fyrir þær. „Það má líta á þetta svipað og nafnlausa ábendingu sem menn geta fylgt eftir og skoðað,“ segir hann. „Ef menn eru með einhverja viðkvæmni fyrir því hvernig þessum upplýsingum var aflað, þá skil ég það sjónarmið. En á móti kemur að skattayfirvöld geta á þeim grunni notað sínar valdheimildir og sínar aðferðir, sem að sjálfsögðu eru fullkomlega löglegar.“Innslagið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan. Tengdar fréttir Viðræður í gangi á milli skattrannsóknarstjóra og seljanda gagna um skattaskjól „Ég get bara sagt að það sé verið að vinna að þessu,“ segir skattrannsóknarstjóri. 28. janúar 2015 10:10 Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Fjármálaráðuneytið hefur nú til skoðunar greinargerð skattrannsóknarstjóra um gögn með nöfnum hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Gögnin hafa verið boðin skattrannsóknarstjóra til kaups. 26. september 2014 07:00 Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBC Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. 9. febrúar 2015 11:07 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Fjármálaráðuneytið tilbúið að fjármagna kaup á skattagögnum Ráðuneytið setur það skilyrði að seljandi gagnanna fallist á að greiðslurnar nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af því fjármagni sem næst með innheimtu á vangoldnum sköttum af eignum sem faldar eru í skattaskjólum. 3. desember 2014 14:11 HSBC hjálpaði ríkum viðskiptavinum að komast hjá skatti Svissneski hluti HSBC er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að fela verðmætar eignir fyrir skattayfirvöldum auk þess að sýna viðskiptavinum hvernig þeir gætu greitt lægri skatta. 9. febrúar 2015 10:54 Hafa gert stjórnvöldum tilboð um afhendingu krónueigna Slitastjórnir bæði Glitnis og Kaupþings banka hafa gert stjórnvöldum tilboð sem miða að því að losa um krónueignir þessara slitabúa og ljúka uppgjöri þeirra með nauðasamningum. Gangi tilboð Kaupþings eftir mun ríkissjóður eignast Arion banka að fullu. 15. janúar 2015 18:45 Frosti vill kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum Til stendur að kynna ákvörðun fjármálaráðherra í málinu í vikunni. 1. desember 2014 15:44 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Þingmenn stjórnarandstöðunnar eru talsvert afdráttarlausari í þeirri afstöðu sinni að afla eigi gagna um skattaskjól sem íslenska ríkinu stendur nú til boða en þingmenn stjórnarflokkanna, ef marka má viðtöl í Reykjavík síðdegis í dag. Allir þeir þingmenn sem rætt var við í þættinum vilja líta til nágrannaþjóða okkar, þá sérstaklega Þjóðverja, varðandi það hvernig kaup á gögnunum ætti að fara fram.Megum ekki láta plata okkur Skattrannsóknarstjóri hefur um nokkra stund staðið í viðræðum við óþekktan, erlendan aðila um möguleg kaup á lista yfir eigur Íslendinga í skattaskjólum utan landsteinanna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi í fréttum RÚV í gær seinagang skattrannsóknarstjóra í málinu. Frosti Sigurjónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, segir alveg ljóst að skoða eigi það að kaupa gögnin, geti þau upplýst um skattsvik og sé það gert með löglegum hætti. „Við verðum í raun að sjá hvernig þetta hefur verið gert hjá þeim þjóðum sem hafa gert þetta með góðum árangri,“ segir Frosti. „Ég reikna með því að skattrannsóknarstjóri sé að vanda sig við þetta.“Sjá einnig: „Það er ekkert flókið eða erfitt við að kaupa þennan lista“ Hann leggur áherslu á það að gögnin megi ekki vera fengin með ólögmætum hætti, meðal annars vegna þess að það gæti ónýtt mál gegn skattsvikurum fyrir dómi. „Að sjálfsögðu getur ýmislegt farið úrskeiðis,“ segir hann. „Það gæti til dæmis verið að gögnin reynist algjörlega gagnslaus. Og þá er maðurinn með ferðatöskuna fulla af peningum horfinn. Við megum ekki láta plata okkur.“Skiptir máli að framkvæmdin standist allar reglur „Ég held að við séum öll sammála um að það er forgangsmál að reyna að koma í veg fyrir skattsvik og upplýsa um þau,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins. „Hinsvegar er þetta mál aðeins snúnara en það, virðist vera, því þetta snýst væntanlega um það að við séum að greiða fyrir eitthvað sem var ekki fengið með löglegum hætti.“ Guðlaugur kveðst sammála því að skoða eigi hvernig Þjóðverjar stóðu að svipaðri framkvæmd. Hann segir það skipta máli að framkvæmdin standist allar reglur réttarríkisins. „Miðað við það sem maður heyrir í fjölmiðlum, þá virðist ekki allt vera á hreinu,“ segir hann. „Ef þetta getur hjálpað til þess að upplýsa um skattsvik, þá er það auðvitað eitthvað sem maður vill sjá. En maður skilur alveg að embætti skattrannsóknarstjóra vilji vanda sig þegar það kemur að þessu.“Sjá einnig: Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjólSkipti ekki öllu máli hver eigi gögnin Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, kvaðst í samtali við Fréttablaðið í dag efast um vilja fjármálaráðherra til að kaupa gögnin. Hún segir það mjög mikilvægt að ná í gögnin og segist ekki skilja „flumbrugang“ við það að taka af skarið. „Það er mikill vilji meðal almennings á Íslandi að þessi gögn verði keypt,“ segir Birgitta. „Mér finnst svolítið skrýtið, ég verð að segja það, að fjármálaráðherra skýli sér á bak við eitthvað sem Þýskalandsstjórn skýlir sér ekki á bak við.“ Birgitta segir það ekki skipta öllu máli hver sé ábyrgur fyrir gögnunum. Það sé „fráleitt“ að viðkomandi þurfi að uppljóstra því fyrir fjármálaráðherra. „Ef við ætlum að hafa það viðhorf að það sé ekki hægt að taka mark á neinu nema við vitum hver uppljóstrarinn sé, þá erum við í vondum málum.“ Birgitta tekur undir það að okkur beri að læra af framkvæmd Þjóðverja. „Þjóðverjar eru fyrst og fremst „praktísk þjóð“ og þeir myndu ekki gera svona nema það væri þjóðhagslega hagkvæmt,“ segir hún.Sjá einnig: Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBCSvipað og nafnlaus ábending „Ég er eiginlega dapur yfir því hvað þetta hefur gengið treglega,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, þingmaður Vinstri grænna og fyrrverandi fjármálaráðherra. „Það hefur verið seinagangur að fá botn í það hvort þarna séu upplýsingar sem hægt sé að vinna úr og kæmu að liði. Mér finnst það ekki gott þegar fjármálaráðherra sendir skattrannsóknarstjóra tóninn. Heldur þyrftu ráðuneytið og skattayfirvöld að vinna að þessu saman.“ Steingrímur segist ekki telja neitt að því að taka við svona upplýsingum, og eftir atvikum greiða fyrir þær. „Það má líta á þetta svipað og nafnlausa ábendingu sem menn geta fylgt eftir og skoðað,“ segir hann. „Ef menn eru með einhverja viðkvæmni fyrir því hvernig þessum upplýsingum var aflað, þá skil ég það sjónarmið. En á móti kemur að skattayfirvöld geta á þeim grunni notað sínar valdheimildir og sínar aðferðir, sem að sjálfsögðu eru fullkomlega löglegar.“Innslagið í heild sinni má heyra í spilaranum hér fyrir ofan.
Tengdar fréttir Viðræður í gangi á milli skattrannsóknarstjóra og seljanda gagna um skattaskjól „Ég get bara sagt að það sé verið að vinna að þessu,“ segir skattrannsóknarstjóri. 28. janúar 2015 10:10 Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Fjármálaráðuneytið hefur nú til skoðunar greinargerð skattrannsóknarstjóra um gögn með nöfnum hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Gögnin hafa verið boðin skattrannsóknarstjóra til kaups. 26. september 2014 07:00 Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBC Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. 9. febrúar 2015 11:07 Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23 Fjármálaráðuneytið tilbúið að fjármagna kaup á skattagögnum Ráðuneytið setur það skilyrði að seljandi gagnanna fallist á að greiðslurnar nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af því fjármagni sem næst með innheimtu á vangoldnum sköttum af eignum sem faldar eru í skattaskjólum. 3. desember 2014 14:11 HSBC hjálpaði ríkum viðskiptavinum að komast hjá skatti Svissneski hluti HSBC er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að fela verðmætar eignir fyrir skattayfirvöldum auk þess að sýna viðskiptavinum hvernig þeir gætu greitt lægri skatta. 9. febrúar 2015 10:54 Hafa gert stjórnvöldum tilboð um afhendingu krónueigna Slitastjórnir bæði Glitnis og Kaupþings banka hafa gert stjórnvöldum tilboð sem miða að því að losa um krónueignir þessara slitabúa og ljúka uppgjöri þeirra með nauðasamningum. Gangi tilboð Kaupþings eftir mun ríkissjóður eignast Arion banka að fullu. 15. janúar 2015 18:45 Frosti vill kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum Til stendur að kynna ákvörðun fjármálaráðherra í málinu í vikunni. 1. desember 2014 15:44 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fleiri fréttir Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunnar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Sjá meira
Viðræður í gangi á milli skattrannsóknarstjóra og seljanda gagna um skattaskjól „Ég get bara sagt að það sé verið að vinna að þessu,“ segir skattrannsóknarstjóri. 28. janúar 2015 10:10
Vísbendingar um skattundanskot: Nöfn hundraða Íslendinga til sölu hjá erlendum aðila Fjármálaráðuneytið hefur nú til skoðunar greinargerð skattrannsóknarstjóra um gögn með nöfnum hundraða Íslendinga sem tengjast skattaskjólum. Gögnin hafa verið boðin skattrannsóknarstjóra til kaups. 26. september 2014 07:00
Sex viðskiptavinir sem tengjast Íslandi afhjúpaðir í leka HSBC Um 18 bankareikninga er að ræða með innistæðum upp á samtals 9,5 milljónir dollara. 9. febrúar 2015 11:07
Sættir sig ekki við árangurstengda greiðslu fyrir gögn um skattaskjól Samningaviðræður skattrannsóknarstjóra við erlendan mann um kaup á gögnum um Íslendinga í skattaskjólum hafa ekki gengið eftir. Meðal annars vegna skilyrða fjármálaráðuneytisins fyrir kaupunum. 5. febrúar 2015 13:23
Fjármálaráðuneytið tilbúið að fjármagna kaup á skattagögnum Ráðuneytið setur það skilyrði að seljandi gagnanna fallist á að greiðslurnar nemi að hámarki tilteknu hlutfalli af því fjármagni sem næst með innheimtu á vangoldnum sköttum af eignum sem faldar eru í skattaskjólum. 3. desember 2014 14:11
HSBC hjálpaði ríkum viðskiptavinum að komast hjá skatti Svissneski hluti HSBC er sakaður um að aðstoða viðskiptavini sína við að fela verðmætar eignir fyrir skattayfirvöldum auk þess að sýna viðskiptavinum hvernig þeir gætu greitt lægri skatta. 9. febrúar 2015 10:54
Hafa gert stjórnvöldum tilboð um afhendingu krónueigna Slitastjórnir bæði Glitnis og Kaupþings banka hafa gert stjórnvöldum tilboð sem miða að því að losa um krónueignir þessara slitabúa og ljúka uppgjöri þeirra með nauðasamningum. Gangi tilboð Kaupþings eftir mun ríkissjóður eignast Arion banka að fullu. 15. janúar 2015 18:45
Frosti vill kaupa gögn um Íslendinga í skattaskjólum Til stendur að kynna ákvörðun fjármálaráðherra í málinu í vikunni. 1. desember 2014 15:44