Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. febrúar 2015 16:47 Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, tekur hér við bikarnum. Vísir/Ernir Valur er Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla eftir öruggan 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni í kvöld. Valur komst í 2-0 áður en liðið missti mann af velli en einum færri bættu Hlíðarendapiltar við marki undir lok leiksins. Leiknismenn byrjuðu af krafti og Valsmenn áttu í mestu vandræðum með að tengja saman nokkrar sendingar. Það var þó ekkert í kortunum um að hvorugt liðið væri að fara að skora eftir ellefu mínútur. Það gerðu Valsmenn þó þegar Sigurður Egill Lárusson var á undan Eyjólfi Tómassyni, markverði Leiknis, í boltann eftir langa sendingu Hauks Páls Sigurðssonar. Sigurður Egill tók boltann með bringunni framhjá Eyjólfi og renndi knettinum snyrtilega í netið. Valsmenn voru áfram í vandræðum og söfnuðu þremur gulum spjöldum á fimm mínútna kafla fyrir klaufaleg og óþarfa brot. Eitt þeirra fékk markaskorarinn Sigurður Egill og það átti eftir að reynast honum dýrkeypt. Þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum tvöfaldi Valur forskotið með marki úr vítaspyrnu. Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis, braut klaufalega á Bjarna Ólafi Eiríkssyni og vítaspyrna réttilega dæmd. Kristinn Freyr Sigurðsson fór á punktinn og skoraði af öryggi með skoti í vinstra hornið. Eyjólfur valdi rétt horn en átti ekki mögulega í fasta spyrnu Kristins. Svo virtist sem Valsmenn væru að næla í aðra vítaspyrnu á 37. mínútu þegar Sigurður Egill féll eftir tæklingu Halldórs Kristins. Erlendur Eiríksson benti þó ekki á punktinn heldur gaf Sigurði gult spjald fyrir dýfu. Sigurður mótmælti ekki og gekk af velli með rautt spjald. Þrátt fyrir að vera manni færri fékk Leiknir ekki nema eitt færi á fyrstu 38 mínútum seinni hálfleiks. Það var reyndar dauðafæri sem Gunnar Gunnarsson bjargaði meistaralega. Það vantaði mikla sköpun í spil Leiknismanna og færustu menn liðsins; Hilmar Árni Halldórsson og Fannar Þór Arnarsson aldrei í takti við leikinn. Breiðhyltingum var refsað á 83. mínútu þegar Þórður Steinar Hreiðarsson gekk frá leiknum með skallamarki eftir hornspyrnu. Þórður hreinlega gleymdist í teignum og stangaði boltann auðveldlega í netið enda hafði hann allan tímann í heiminum til að athafna sig. Leiknismenn fengu einnig rautt spjald, en það fékk Kolbeinn Kárason í uppbótartíma. Honum tókst að fá tvö gul í uppbótartímanum; það fyrra fyrir pirringsbrot og það síðara fyrir að sparka boltanum tvívegis í burtu eftir að búið var að flauta. Ekki gáfulegt. Valsmönnum verður að hrósa fyrir fínan varnarleik. Manni færri lentu þeir aldrei í neinum alvöru vandræðum þó Leiknismenn verði að taka eitthvað af sökinni á sig. Sóknarleikur þeirra var ekki nógu góður til að vinna fótboltaleik í dag. Valur Reykavíkurmeistari með stæl og Ólafur Jóhannesson búinn að vinna bikar á sínu fyrsta ári með liðið. Íslenski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjá meira
Valur er Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla eftir öruggan 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni í kvöld. Valur komst í 2-0 áður en liðið missti mann af velli en einum færri bættu Hlíðarendapiltar við marki undir lok leiksins. Leiknismenn byrjuðu af krafti og Valsmenn áttu í mestu vandræðum með að tengja saman nokkrar sendingar. Það var þó ekkert í kortunum um að hvorugt liðið væri að fara að skora eftir ellefu mínútur. Það gerðu Valsmenn þó þegar Sigurður Egill Lárusson var á undan Eyjólfi Tómassyni, markverði Leiknis, í boltann eftir langa sendingu Hauks Páls Sigurðssonar. Sigurður Egill tók boltann með bringunni framhjá Eyjólfi og renndi knettinum snyrtilega í netið. Valsmenn voru áfram í vandræðum og söfnuðu þremur gulum spjöldum á fimm mínútna kafla fyrir klaufaleg og óþarfa brot. Eitt þeirra fékk markaskorarinn Sigurður Egill og það átti eftir að reynast honum dýrkeypt. Þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum tvöfaldi Valur forskotið með marki úr vítaspyrnu. Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis, braut klaufalega á Bjarna Ólafi Eiríkssyni og vítaspyrna réttilega dæmd. Kristinn Freyr Sigurðsson fór á punktinn og skoraði af öryggi með skoti í vinstra hornið. Eyjólfur valdi rétt horn en átti ekki mögulega í fasta spyrnu Kristins. Svo virtist sem Valsmenn væru að næla í aðra vítaspyrnu á 37. mínútu þegar Sigurður Egill féll eftir tæklingu Halldórs Kristins. Erlendur Eiríksson benti þó ekki á punktinn heldur gaf Sigurði gult spjald fyrir dýfu. Sigurður mótmælti ekki og gekk af velli með rautt spjald. Þrátt fyrir að vera manni færri fékk Leiknir ekki nema eitt færi á fyrstu 38 mínútum seinni hálfleiks. Það var reyndar dauðafæri sem Gunnar Gunnarsson bjargaði meistaralega. Það vantaði mikla sköpun í spil Leiknismanna og færustu menn liðsins; Hilmar Árni Halldórsson og Fannar Þór Arnarsson aldrei í takti við leikinn. Breiðhyltingum var refsað á 83. mínútu þegar Þórður Steinar Hreiðarsson gekk frá leiknum með skallamarki eftir hornspyrnu. Þórður hreinlega gleymdist í teignum og stangaði boltann auðveldlega í netið enda hafði hann allan tímann í heiminum til að athafna sig. Leiknismenn fengu einnig rautt spjald, en það fékk Kolbeinn Kárason í uppbótartíma. Honum tókst að fá tvö gul í uppbótartímanum; það fyrra fyrir pirringsbrot og það síðara fyrir að sparka boltanum tvívegis í burtu eftir að búið var að flauta. Ekki gáfulegt. Valsmönnum verður að hrósa fyrir fínan varnarleik. Manni færri lentu þeir aldrei í neinum alvöru vandræðum þó Leiknismenn verði að taka eitthvað af sökinni á sig. Sóknarleikur þeirra var ekki nógu góður til að vinna fótboltaleik í dag. Valur Reykavíkurmeistari með stæl og Ólafur Jóhannesson búinn að vinna bikar á sínu fyrsta ári með liðið.
Íslenski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Leik lokið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Fyrsti dans í Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Í beinni: Stjarnan - ÍR | Rifjast upp gamall rígur? Körfubolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Sjá meira