Umfjöllun: Leiknir - Valur 0-3 | Valur Reykjavíkurmeistari 2015 Tómas Þór Þórðarson skrifar 9. febrúar 2015 16:47 Haukur Páll Sigurðsson, fyrirliði Vals, tekur hér við bikarnum. Vísir/Ernir Valur er Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla eftir öruggan 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni í kvöld. Valur komst í 2-0 áður en liðið missti mann af velli en einum færri bættu Hlíðarendapiltar við marki undir lok leiksins. Leiknismenn byrjuðu af krafti og Valsmenn áttu í mestu vandræðum með að tengja saman nokkrar sendingar. Það var þó ekkert í kortunum um að hvorugt liðið væri að fara að skora eftir ellefu mínútur. Það gerðu Valsmenn þó þegar Sigurður Egill Lárusson var á undan Eyjólfi Tómassyni, markverði Leiknis, í boltann eftir langa sendingu Hauks Páls Sigurðssonar. Sigurður Egill tók boltann með bringunni framhjá Eyjólfi og renndi knettinum snyrtilega í netið. Valsmenn voru áfram í vandræðum og söfnuðu þremur gulum spjöldum á fimm mínútna kafla fyrir klaufaleg og óþarfa brot. Eitt þeirra fékk markaskorarinn Sigurður Egill og það átti eftir að reynast honum dýrkeypt. Þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum tvöfaldi Valur forskotið með marki úr vítaspyrnu. Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis, braut klaufalega á Bjarna Ólafi Eiríkssyni og vítaspyrna réttilega dæmd. Kristinn Freyr Sigurðsson fór á punktinn og skoraði af öryggi með skoti í vinstra hornið. Eyjólfur valdi rétt horn en átti ekki mögulega í fasta spyrnu Kristins. Svo virtist sem Valsmenn væru að næla í aðra vítaspyrnu á 37. mínútu þegar Sigurður Egill féll eftir tæklingu Halldórs Kristins. Erlendur Eiríksson benti þó ekki á punktinn heldur gaf Sigurði gult spjald fyrir dýfu. Sigurður mótmælti ekki og gekk af velli með rautt spjald. Þrátt fyrir að vera manni færri fékk Leiknir ekki nema eitt færi á fyrstu 38 mínútum seinni hálfleiks. Það var reyndar dauðafæri sem Gunnar Gunnarsson bjargaði meistaralega. Það vantaði mikla sköpun í spil Leiknismanna og færustu menn liðsins; Hilmar Árni Halldórsson og Fannar Þór Arnarsson aldrei í takti við leikinn. Breiðhyltingum var refsað á 83. mínútu þegar Þórður Steinar Hreiðarsson gekk frá leiknum með skallamarki eftir hornspyrnu. Þórður hreinlega gleymdist í teignum og stangaði boltann auðveldlega í netið enda hafði hann allan tímann í heiminum til að athafna sig. Leiknismenn fengu einnig rautt spjald, en það fékk Kolbeinn Kárason í uppbótartíma. Honum tókst að fá tvö gul í uppbótartímanum; það fyrra fyrir pirringsbrot og það síðara fyrir að sparka boltanum tvívegis í burtu eftir að búið var að flauta. Ekki gáfulegt. Valsmönnum verður að hrósa fyrir fínan varnarleik. Manni færri lentu þeir aldrei í neinum alvöru vandræðum þó Leiknismenn verði að taka eitthvað af sökinni á sig. Sóknarleikur þeirra var ekki nógu góður til að vinna fótboltaleik í dag. Valur Reykavíkurmeistari með stæl og Ólafur Jóhannesson búinn að vinna bikar á sínu fyrsta ári með liðið. Íslenski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
Valur er Reykjavíkurmeistari í knattspyrnu karla eftir öruggan 3-0 sigur á Leikni í úrslitaleik í Egilshöllinni í kvöld. Valur komst í 2-0 áður en liðið missti mann af velli en einum færri bættu Hlíðarendapiltar við marki undir lok leiksins. Leiknismenn byrjuðu af krafti og Valsmenn áttu í mestu vandræðum með að tengja saman nokkrar sendingar. Það var þó ekkert í kortunum um að hvorugt liðið væri að fara að skora eftir ellefu mínútur. Það gerðu Valsmenn þó þegar Sigurður Egill Lárusson var á undan Eyjólfi Tómassyni, markverði Leiknis, í boltann eftir langa sendingu Hauks Páls Sigurðssonar. Sigurður Egill tók boltann með bringunni framhjá Eyjólfi og renndi knettinum snyrtilega í netið. Valsmenn voru áfram í vandræðum og söfnuðu þremur gulum spjöldum á fimm mínútna kafla fyrir klaufaleg og óþarfa brot. Eitt þeirra fékk markaskorarinn Sigurður Egill og það átti eftir að reynast honum dýrkeypt. Þegar tæpur hálftími var liðinn af leiknum tvöfaldi Valur forskotið með marki úr vítaspyrnu. Halldór Kristinn Halldórsson, miðvörður Leiknis, braut klaufalega á Bjarna Ólafi Eiríkssyni og vítaspyrna réttilega dæmd. Kristinn Freyr Sigurðsson fór á punktinn og skoraði af öryggi með skoti í vinstra hornið. Eyjólfur valdi rétt horn en átti ekki mögulega í fasta spyrnu Kristins. Svo virtist sem Valsmenn væru að næla í aðra vítaspyrnu á 37. mínútu þegar Sigurður Egill féll eftir tæklingu Halldórs Kristins. Erlendur Eiríksson benti þó ekki á punktinn heldur gaf Sigurði gult spjald fyrir dýfu. Sigurður mótmælti ekki og gekk af velli með rautt spjald. Þrátt fyrir að vera manni færri fékk Leiknir ekki nema eitt færi á fyrstu 38 mínútum seinni hálfleiks. Það var reyndar dauðafæri sem Gunnar Gunnarsson bjargaði meistaralega. Það vantaði mikla sköpun í spil Leiknismanna og færustu menn liðsins; Hilmar Árni Halldórsson og Fannar Þór Arnarsson aldrei í takti við leikinn. Breiðhyltingum var refsað á 83. mínútu þegar Þórður Steinar Hreiðarsson gekk frá leiknum með skallamarki eftir hornspyrnu. Þórður hreinlega gleymdist í teignum og stangaði boltann auðveldlega í netið enda hafði hann allan tímann í heiminum til að athafna sig. Leiknismenn fengu einnig rautt spjald, en það fékk Kolbeinn Kárason í uppbótartíma. Honum tókst að fá tvö gul í uppbótartímanum; það fyrra fyrir pirringsbrot og það síðara fyrir að sparka boltanum tvívegis í burtu eftir að búið var að flauta. Ekki gáfulegt. Valsmönnum verður að hrósa fyrir fínan varnarleik. Manni færri lentu þeir aldrei í neinum alvöru vandræðum þó Leiknismenn verði að taka eitthvað af sökinni á sig. Sóknarleikur þeirra var ekki nógu góður til að vinna fótboltaleik í dag. Valur Reykavíkurmeistari með stæl og Ólafur Jóhannesson búinn að vinna bikar á sínu fyrsta ári með liðið.
Íslenski boltinn Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira