Íslenski boltinn

Engin miðnæturopnun í Breiðholtslaug ef Leiknir verður Reykjavíkurmeistari

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Leiknismenn stunda Breiðholtslaug grimmt en mega ekki mæta eftir lokun.
Leiknismenn stunda Breiðholtslaug grimmt en mega ekki mæta eftir lokun. vísir/breiðholtslaug/stefán
Leiknir og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins í knattspyrnu klukkan 19.00 í Egilshöll í kvöld. Síðast þegar Leiknir, sem er nýliði í Pepsi-deildinni í ár, fór í úrslitaleikinn lagði það KR í frábærum leik, 3-2.

Nokkrir leikmenn liðsins misstu sig aðeins í gleðinni og tóku sér sundsprett með bikarinn í Breiðholtslaug eftir lokun og gleymdu honum í lauginni.

„Kæru Leiknismenn. Til hamingju með Reykjavíkurmeistaratitilinn! Við fundum bikarinn ykkar í Breiðholtslaug í nótt. Þið getið nálgast hann hjá okkur,“ sagði í Facebook-færslu Öryggismiðstöðvarinnar daginn eftir.

„Ég var nýbúin að fá öryggismyndavélar á þessum tíma þannig það var gaman að sjá þetta,“ segir Sólveig Valgeirsdóttir, forstöðumaður Breiðholtslaugar, við Vísi.

„Ég held þeir verði nú bara að koma á morgun ef þeir vinna í kvöld þó ég myndi gjarnan vilja opna fyrir þá.“

Sólveig segir gott samband milli Leiknis og starfsfólks laugarinnar enda stunda leikmenn liðsins hana grimmt.

„Þeir eru duglegir að heimsækja okkur og taka upp myndbönd fyrir árshátíðina sína til dæmis. Starfsfólkið leikur í þeim líka,“ segir Sólveig en ítrekar að Leiknismenn verði að bíða til morguns ætli þeir að fagna í kvöld með sundspretti.

„Við opnum klukkan hálf sjö þannig þeir geta verið mættir eldsnemma,“ segir Sólveig hress að lokum.


Tengdar fréttir

"Auðvitað er okkur treystandi"

Nýkrýndir Reykjavíkurmeistarar í knattspyrnu karla í Leikni í Breiðholti fögnuðu sigrinum á KR í gærkvöldi svo innilega að verðlaunabikarinn týndist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×