Innlent

Telur varhugavert að veita lögreglu forvirkar rannsóknarheimildir

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata varar við því að veita lögreglunni forvirkar rannsóknarheimildir og segir enga þörf á slíku í íslensku samfélagi.

Ólöf Nordal innanríkisráðherra telur rétt að skoða hvort veita eigi lögreglunni forvirkar rannsóknarheimildir meðal annars til að koma í veg fyrir að alþjóðleg glæpa- eða hryðjuverkasamtök nái fótfestu hér á landi.

Í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær sagði hún nauðsynlegt að ræða þetta mál en er sjálf ekki búin að taka afstöðu til þess.

Birgitta Jónsdóttir þingmaður Pírata segir varhugavert að veita lögreglunni slíkar heimildir.

„Ég tel að það sé engin þörf á þessu. Það hefur ennþá ekki verið hægt að sannfæra mig um að það sé ástæða til að hafa forvirkar rannsóknarheimildir sem á íslensku þýða bara njósnir útaf órökstuddum grun. Ég vara við því að fara enn lengra í þessa átt,“ segir Birgitta


Tengdar fréttir

Rétt að skoða forvirkar rannsóknarheimildir

Ólöf Nordal innanríkisráðherra telur rétt að skoða hvort veita eigi lögreglunni forvirkar rannsóknarheimildir til að koma í veg fyrir að alþjóðleg glæpa- og hryðjuverkasamtök nái fótfestu hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×