Hrafnhildur og Kraftur stálu senunni í Sprettshöllinni 6. febrúar 2015 20:30 Hrafnhildur Jónsdóttir og Kraftur frá Keldudal. Sigurvegarar gærkvöldsins. mynd/Gígja Einarsdóttir/Eiðfaxi. Hrafnhildur Jónsdóttir og Kraftur frá Keldudal fögnuðu sigri í fjórgangi á móti sem Sprettur hélt í Sprettshöllinni. Lið Barka sigraði í liðakeppninni. Þetta var fyrsta keppni í Glugga og gler-deildinni sem er áhugamannadeild Spretts. Áhugamannadeild Spretts var stofnuð á haustmánuðum 2014 og var hugmyndin að gera nýjan vettvang fyrir áhugamenn að keppa innanhúss á veturna. Fyrirmyndin er Meistaradeildin í hestaíþróttum og er Áhugamannadeildin röð fjögurra móta sem haldin eru aðra hverja viku í Sprettshöllinni. Um er að ræða einstaklings- og liðakeppni þar sem knapar safna stingum fyrir sig og sitt lið. „Það eru ákveðin tímamót fyrir hestamenn að slík deild fyrir áhugamenn líti dagsins ljós“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, formaður hestamannafélagsins Spretts. Alls eru 14 lið skráð í mótaröðina og samtals riðu 42 knapar í forkeppni og 7 knapar komust svo í úrslit. Í gær var einnig gengið frá styrktarsamningi við fyrirtækið Gluggar og Gler sem styrkir deildina. Frábær mæting var í höllina en má áætla að ríflega 700 manns hafi komið til að horfa á þessa skemmtilegu keppni. „Mætingin í kvöld fór fram úr okkar björtustu vonum, íþróttaviðburðir í hestamennsku eru sjaldan að ná slíkum áhorfendafjölda og erum við afar sátt eftir kvöldið“ segir Linda Björk Forkeppnin gekk frábærlega, mikið um glæsihross og góða reiðmennsku. Mikil spenna og sviptingar voru í úrslitunum og mjótt á munum.Úrslitin í fjórganginum: 1. Hrafnhildur Jónsdóttir - Kraftur frá Keldudal (6,57) - Mustad 2. Hrefna Hallgrímsdóttir - Penni frá Sólheimum (6,37) - Vagnar og þjónusta 3. Jón Steinar Konráðsson - Veröld frá Grindavík (6,3) - Kæling 4.-5. Gunnhildur Sveinbjarnardóttir - Skjálfti frá Langholti (6,27) - Barki 4.-5. Viðar Þór Pálmason - Mön frá Lækjamóti (6,27) - Margrétarhof 6. Halldóra Baldvinsdóttir - Tenór frá Stóra-Ási (6,07) - 3 Frakkar 7. Játvarður Jökull Ingvarsson - Röst frá Lækjamóti (0) – Margrétarhof Lið Barka sigraði liðakeppni kvöldsins og fóru þær Petra Björk Mogensen, Rut Skúladóttir, Gunnhildur Sveinbjarnardóttir og Birgitta Dröfn Kristinsdóttir heim með liðaplattann í lok kvölds. Næsta mót fer fram miðvikudaginn 18 febrúar og verður það Úrval Útsýn fimmgangur. Aðgangur í höllina er ókeypis og hvetjum við alla sem áhuga hafa á að mæta og upplifa þessa frábæru skemmtun. Hestar Innlendar Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sjá meira
Hrafnhildur Jónsdóttir og Kraftur frá Keldudal fögnuðu sigri í fjórgangi á móti sem Sprettur hélt í Sprettshöllinni. Lið Barka sigraði í liðakeppninni. Þetta var fyrsta keppni í Glugga og gler-deildinni sem er áhugamannadeild Spretts. Áhugamannadeild Spretts var stofnuð á haustmánuðum 2014 og var hugmyndin að gera nýjan vettvang fyrir áhugamenn að keppa innanhúss á veturna. Fyrirmyndin er Meistaradeildin í hestaíþróttum og er Áhugamannadeildin röð fjögurra móta sem haldin eru aðra hverja viku í Sprettshöllinni. Um er að ræða einstaklings- og liðakeppni þar sem knapar safna stingum fyrir sig og sitt lið. „Það eru ákveðin tímamót fyrir hestamenn að slík deild fyrir áhugamenn líti dagsins ljós“ segir Linda Björk Gunnlaugsdóttir, formaður hestamannafélagsins Spretts. Alls eru 14 lið skráð í mótaröðina og samtals riðu 42 knapar í forkeppni og 7 knapar komust svo í úrslit. Í gær var einnig gengið frá styrktarsamningi við fyrirtækið Gluggar og Gler sem styrkir deildina. Frábær mæting var í höllina en má áætla að ríflega 700 manns hafi komið til að horfa á þessa skemmtilegu keppni. „Mætingin í kvöld fór fram úr okkar björtustu vonum, íþróttaviðburðir í hestamennsku eru sjaldan að ná slíkum áhorfendafjölda og erum við afar sátt eftir kvöldið“ segir Linda Björk Forkeppnin gekk frábærlega, mikið um glæsihross og góða reiðmennsku. Mikil spenna og sviptingar voru í úrslitunum og mjótt á munum.Úrslitin í fjórganginum: 1. Hrafnhildur Jónsdóttir - Kraftur frá Keldudal (6,57) - Mustad 2. Hrefna Hallgrímsdóttir - Penni frá Sólheimum (6,37) - Vagnar og þjónusta 3. Jón Steinar Konráðsson - Veröld frá Grindavík (6,3) - Kæling 4.-5. Gunnhildur Sveinbjarnardóttir - Skjálfti frá Langholti (6,27) - Barki 4.-5. Viðar Þór Pálmason - Mön frá Lækjamóti (6,27) - Margrétarhof 6. Halldóra Baldvinsdóttir - Tenór frá Stóra-Ási (6,07) - 3 Frakkar 7. Játvarður Jökull Ingvarsson - Röst frá Lækjamóti (0) – Margrétarhof Lið Barka sigraði liðakeppni kvöldsins og fóru þær Petra Björk Mogensen, Rut Skúladóttir, Gunnhildur Sveinbjarnardóttir og Birgitta Dröfn Kristinsdóttir heim með liðaplattann í lok kvölds. Næsta mót fer fram miðvikudaginn 18 febrúar og verður það Úrval Útsýn fimmgangur. Aðgangur í höllina er ókeypis og hvetjum við alla sem áhuga hafa á að mæta og upplifa þessa frábæru skemmtun.
Hestar Innlendar Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Dwayne Lautier á leið í aðgerð og verður frá í 6-8 vikur Vinícius Júnior missir af leiknum á móti Liverpool Sneri aftur í landsliðið í fyrsta sinn eftir að hafa misst nýrað Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Tólf leikmenn komnir til KR Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool Geir fer aftur í Vesturbæinn Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Tímabært að breyta til Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Dagur Dan og félagar í undanúrslit eftir sigur á liðinu sem stoppaði Messi „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ FH-ingar kynntu Birki og Braga „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Dagskráin í dag: Tími fyrir endurheimt Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sjá meira