Viðskipti innlent

Aldrei fleiri erlendir ferðamenn í janúar

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Um 62.700 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í janúar síðastliðnum.
Um 62.700 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í janúar síðastliðnum. Vísir/Ernir
Um 62.700 erlendir ferðamenn fóru frá landinu í janúar síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 16.100 fleiri en í janúar á síðasta ári.

Aukningin nemur 34,5% milli ára. Ferðaárið fer því vel af stað en ferðamenn hafa aldrei mælst fleiri í janúar frá því mælingar hófust, að því er fram kemur í tilkynningu frá Ferðamálastofu.

Bretar og Bandaríkjamenn voru um helmingur allra ferðamanna sem komu til landsins í janúar.


Tengdar fréttir

997 þúsund ferðamenn heimsóttu Ísland á árinu

Aðeins vantaði 2.444 ferðamenn upp á að sá milljónasti kæmi til landsins á nýliðnu ári. Fjöldi ferðamanna um Keflavíkurflugvöll, Seyðisfjörð og aðra flugvelli var 997.556 árið 2014.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×