JetBlue og Icelandair deila með sér flugnúmerum Óli Kristján Ármannsson skrifar 6. febrúar 2015 13:38 Birkir Hólm Guðnason framkvæmdastjóri Icelandair Group og Tracy Lynn Bink, framkvæmdastjóri samstarfs- og samvinnu við flugfélög hjá JetBlue, handsala samkomulag félaganna. Með þeim eru Robert C. Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi og Ragneiður Elín Árnadóttir ráðherra ferðamála. Fréttablaðið/GVA Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue hafa gert með sér samkomulag um sameiginleg flugnúmer og sótt um heimild til slíks „codeshare“ samstars til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum, bæði samgönguráðuneytis (DOT) og flugmálastofnunar (FAA). Með samstarfinu er viðskiptavinum flugfélaganna sagt gert auðveldara að ferðast á flugleiðum félaganna með áherslu á tengipunkta í Boston og New York í Bandaríkjunum og Keflavíkurflugvöll hér. Skrifað var undir samkomulagið á Icelandair Mid-Atlantic kaupstefnunni í Laugardalshöll laust eftir klukkan tvö í dag og tilkynning um samstarfið send út í kjölfarið. Félögin eru bæði skráð i kauphallir Nasdaq Icelandair Group á Íslandi og JetBlue í New York í Bandaríkjunum. Sala á ferðum undir nýju fyrirkomulagi getur svo hafist að fengnu leyfi stjórnvalda vestra. Samkvæmt upplýsingum frá JetBlue, er ekki óvanalegt að það ferli taki um einn og hálfan mánuð. Í tilkynningu félaganna kemur fram að samningurinn sé framhald af farsælu samstarfi sem staðið hafi frá árinu 2011 og að þau hlakki til frekara samstarfs sem samningurinn um sameiginleg flugnúmer hafi í för með sér. „Við erum stöðugt að leita leiða til þess að vaxa og þróa samstarf við bestu flugfélög heims. Icelandair er frábær samstarfsaðili með spennandi og vaxandi leiðakerfi milli Norður-Ameríku, Íslands og Evrópu og gefur viðskiptavinum okkar ný tækifæri,“ er í tilkynningu félaganna haft eftir Robin Hayes, forstjóra JetBlue. Þá er haft eftir Birki Hólm Guðnasyni, framkvæmdastjóra Icelandair, að félagið haldi á árinu áfram að styrkja net flugleiða hjá sér, með fleiri tengimögleikum, aukinni tíðni flugferða og fleiri áfangastöðum. Aukin samvinna við JetBlue sé áfangi á þeirri vegferð. „Við höfum átt mjög farsælt samstarf við JetBlue í nokkur ár og höfum nú ákveðið að styrkja það enn frekar með hagsmuni beggja í huga,“ segir hann í tilkynningu félaganna. Gangi fyrirætlanir félaganna eftir verður „B6“ flugkóða JetBlue bætt við níu leiðir Icelandair milli Bandaríkjanna og Keflavíkur og átta flugleiðir til Norðurlanda og fleiri Evrópulanda. Áfangastaðirnir sem um ræðir eru: [AMS] Amsterdam í Hollandi [ANC] Anchorage í Alaska [BHX] Birmingham í Bretlandi [BOS] Boston í Massachusetts í Bandaríkjunum [DEN] Denver í Colorado í Bandaríkjunum [GLA] Glasgow í Skotlandi [HEL] Helsinki í Finnlandi [CPH] Kaupmannahöfn í Danmörku[MAN] Manchester í Bretlandi[MSP] Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum[EWR] Newark í New Jersey í Bandaríkjunum[JFK] New York-borg í Bandaríkjunum[MCO] Orlando í Flórída í Bandaríkjunum (síðar á þessu ári)[OSL] Ósló í Noregi[SEA] Seattle í Washingtonríki í Bandaríkjunum[ARN] Stokkhólmur í Svíþjóð[IAD] Washingtonborg í BandaríkjunumAirbus A320 farþegaþota frá JetBlue. Icelandair og JetBlue bjóða svipaða þjónustu um borð í vélum sínum, þar á meðal skjái í sætisbökum fyrir farþega. JetBlue notast hins vegar við Airbus þotur í flugflota sínum á meðan Icelandair er með samning við Boeing.Mynd/AirbusÞá verður „FI“ kóða Icelandair bætt við flug JetBlue til að heimila tengiflug út fyrir grunnáfangastaðina í Boston og New York (JFK-flugvelli). Þar er um að ræða áfangastaðina:[AUS] Austin, Texas[BWI] Baltimore, Maryland (BWI)[ORD] Chicago, Illinois (ORD)[DTW] Detroit, Michigan (DTW)[FLL] Fort Lauderdale-Hollywood, Flórída (FLL)[LAX] Los Angeles (LAX)[MCO] Orlando, Flórída (MCO)[EWR] Newark, New Jersey (EWR)[PHL] Philadelphia, Pennsylvanía (PHL) [PIT] Pittsburgh, Pennsylvanía (PIT)[RDU] Raleigh-Durham, Norður-Karólína (RDU)[SFO] San Francisco, Kalifornía (SFO)[TPA] Tampa, Flórída (TPA)[DCA & IAD] Washington D.C. Tengdar fréttir Sjá tækifæri í ferðum til Íslands Codeshare-samningur Icelandair Group og JetBlue í Bandaríkjunum, sem kynntur var í gær, er sá fjórði sinnar tegundar hjá JetBlue. Icelandair hefur gert viðlíka samninga við SAS og Finnair. JetBlue hefur lagt áherslu á orlofs- og skemmtiferðir 7. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Icelandair og bandaríska flugfélagið JetBlue hafa gert með sér samkomulag um sameiginleg flugnúmer og sótt um heimild til slíks „codeshare“ samstars til yfirvalda samgöngumála í Bandaríkjunum, bæði samgönguráðuneytis (DOT) og flugmálastofnunar (FAA). Með samstarfinu er viðskiptavinum flugfélaganna sagt gert auðveldara að ferðast á flugleiðum félaganna með áherslu á tengipunkta í Boston og New York í Bandaríkjunum og Keflavíkurflugvöll hér. Skrifað var undir samkomulagið á Icelandair Mid-Atlantic kaupstefnunni í Laugardalshöll laust eftir klukkan tvö í dag og tilkynning um samstarfið send út í kjölfarið. Félögin eru bæði skráð i kauphallir Nasdaq Icelandair Group á Íslandi og JetBlue í New York í Bandaríkjunum. Sala á ferðum undir nýju fyrirkomulagi getur svo hafist að fengnu leyfi stjórnvalda vestra. Samkvæmt upplýsingum frá JetBlue, er ekki óvanalegt að það ferli taki um einn og hálfan mánuð. Í tilkynningu félaganna kemur fram að samningurinn sé framhald af farsælu samstarfi sem staðið hafi frá árinu 2011 og að þau hlakki til frekara samstarfs sem samningurinn um sameiginleg flugnúmer hafi í för með sér. „Við erum stöðugt að leita leiða til þess að vaxa og þróa samstarf við bestu flugfélög heims. Icelandair er frábær samstarfsaðili með spennandi og vaxandi leiðakerfi milli Norður-Ameríku, Íslands og Evrópu og gefur viðskiptavinum okkar ný tækifæri,“ er í tilkynningu félaganna haft eftir Robin Hayes, forstjóra JetBlue. Þá er haft eftir Birki Hólm Guðnasyni, framkvæmdastjóra Icelandair, að félagið haldi á árinu áfram að styrkja net flugleiða hjá sér, með fleiri tengimögleikum, aukinni tíðni flugferða og fleiri áfangastöðum. Aukin samvinna við JetBlue sé áfangi á þeirri vegferð. „Við höfum átt mjög farsælt samstarf við JetBlue í nokkur ár og höfum nú ákveðið að styrkja það enn frekar með hagsmuni beggja í huga,“ segir hann í tilkynningu félaganna. Gangi fyrirætlanir félaganna eftir verður „B6“ flugkóða JetBlue bætt við níu leiðir Icelandair milli Bandaríkjanna og Keflavíkur og átta flugleiðir til Norðurlanda og fleiri Evrópulanda. Áfangastaðirnir sem um ræðir eru: [AMS] Amsterdam í Hollandi [ANC] Anchorage í Alaska [BHX] Birmingham í Bretlandi [BOS] Boston í Massachusetts í Bandaríkjunum [DEN] Denver í Colorado í Bandaríkjunum [GLA] Glasgow í Skotlandi [HEL] Helsinki í Finnlandi [CPH] Kaupmannahöfn í Danmörku[MAN] Manchester í Bretlandi[MSP] Minneapolis í Minnesota í Bandaríkjunum[EWR] Newark í New Jersey í Bandaríkjunum[JFK] New York-borg í Bandaríkjunum[MCO] Orlando í Flórída í Bandaríkjunum (síðar á þessu ári)[OSL] Ósló í Noregi[SEA] Seattle í Washingtonríki í Bandaríkjunum[ARN] Stokkhólmur í Svíþjóð[IAD] Washingtonborg í BandaríkjunumAirbus A320 farþegaþota frá JetBlue. Icelandair og JetBlue bjóða svipaða þjónustu um borð í vélum sínum, þar á meðal skjái í sætisbökum fyrir farþega. JetBlue notast hins vegar við Airbus þotur í flugflota sínum á meðan Icelandair er með samning við Boeing.Mynd/AirbusÞá verður „FI“ kóða Icelandair bætt við flug JetBlue til að heimila tengiflug út fyrir grunnáfangastaðina í Boston og New York (JFK-flugvelli). Þar er um að ræða áfangastaðina:[AUS] Austin, Texas[BWI] Baltimore, Maryland (BWI)[ORD] Chicago, Illinois (ORD)[DTW] Detroit, Michigan (DTW)[FLL] Fort Lauderdale-Hollywood, Flórída (FLL)[LAX] Los Angeles (LAX)[MCO] Orlando, Flórída (MCO)[EWR] Newark, New Jersey (EWR)[PHL] Philadelphia, Pennsylvanía (PHL) [PIT] Pittsburgh, Pennsylvanía (PIT)[RDU] Raleigh-Durham, Norður-Karólína (RDU)[SFO] San Francisco, Kalifornía (SFO)[TPA] Tampa, Flórída (TPA)[DCA & IAD] Washington D.C.
Tengdar fréttir Sjá tækifæri í ferðum til Íslands Codeshare-samningur Icelandair Group og JetBlue í Bandaríkjunum, sem kynntur var í gær, er sá fjórði sinnar tegundar hjá JetBlue. Icelandair hefur gert viðlíka samninga við SAS og Finnair. JetBlue hefur lagt áherslu á orlofs- og skemmtiferðir 7. febrúar 2015 07:00 Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Sjá tækifæri í ferðum til Íslands Codeshare-samningur Icelandair Group og JetBlue í Bandaríkjunum, sem kynntur var í gær, er sá fjórði sinnar tegundar hjá JetBlue. Icelandair hefur gert viðlíka samninga við SAS og Finnair. JetBlue hefur lagt áherslu á orlofs- og skemmtiferðir 7. febrúar 2015 07:00