Lífið

Börn biðjast afsökunar á hryðjuverkum

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Herferðinni er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um að einstaklingar séu ekki meðsekir hryðjuverkamönnum þó að þeir líkist þeim.
Herferðinni er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um að einstaklingar séu ekki meðsekir hryðjuverkamönnum þó að þeir líkist þeim. Vísir
Í myndbandi fyrir herferð sem kallast Let‘s unite, sem útleggst á íslensku sem „Sameinumst“, má sjá hollensk börn biðjast afsökunar á hryðjuverkum manna sem þeim er sagt að þau líkist.

Meðal annars biðst ljóshært barn afsökunar á voðaverkum Anders Breivik og dökkhærður strákur sem sagður er líkjast hryðjuverkamönnunum í París biðst afsökunar á gjörðum þeirra.

Herferðinni er ætlað að vekja fólk til umhugsunar um það að þó að einstaklingar líkist hryðjuverkamönnum þá þýðir það ekki að þeir séu meðsekir.


Tengdar fréttir

Kemur ekki til greina að rannsaka múslima

Ólöf Nordal innanríkisráðherra hafnar alfarið orðum flokksbróður síns um að þörf sé á að rannsaka bakgrunn múslima. Mikilvægt sé að múslimar upplifi að þeim sé ekki ógnað hér og tala eigi hátt fyrir frjálsum gildum og mannréttindum.

„Ég vil ekki vera hrædd á Íslandi“

Miriam Petra Ómarsdóttir Awad er hálfur Íslendingur og hálfur Egypti. Hún segist margoft hafa lent í uppákomum hér á landi vegna útlits síns og nafns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×