Handbolti

Lauflétt hjá Aftureldingu í Digranesi - FH vann Stjörnuna

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Jóhann Gunnar Einarsson skoraði níu mörk.
Jóhann Gunnar Einarsson skoraði níu mörk. vísir/sttefán
Afturelding átti ekki í teljandi vandræðu með að valta yfir lánlaust lið HK, 25-15, í 17. umferð Olís-deildar karla í handbolta í kvöld.

Staðan var 11-7 fyrir gestina úr Mosfellsbænum í hálfleik sem síðan bættu í í seinni hálfleik og gengu frá leiknum.

Leó Snær Pétursson, Guðni Már Kristinsson og Andri Þór Helgason skoruðu allir fjögur mörk fyrir HK-liðið sem er rótfast við botn deildarinnar með fjögur stig.

Jóhann Gunnar Einarsson skoraði níu mörk fyrir gestina sem eru í þriðja sæti deildarinnar með 24 stig, tveimur stigum frá toppliði Vals.

Í Garðabænum vann FH svo góðan sigur á Stjörnunni sem er í níunda sætinu með tíu stig. FH með 22 stig í fjórða sæti eftir sigurinn í kvöld, 26-24.

Egill Magnússon heldur áfram að raða inn mörkum fyrir Stjörnuna. Hann skoraði átta mörk í kvöld en það dugði skammt. Andri Berg Haraldsson dró vagninn fyrir Hafnafjarðarliðið og skorað níu mörk.

HK: Leó Snær Pétursson 4, Guðni Már Kristinsson 4, Andri Þór Helgason 4, Þorgrímur Smári Ólafsson 2, Tryggvi Þór Tryggvason 1.

Afturelding: Jóhann Gunnar Einarsson 9, Árni Bragi Eyjólfsson 4, Ágúst Birgisson 3, Elvar Ásgeirsson 2, Gunnar M. Þórsson 2, Jóhann Jóhannsson 2, Böðvar Páll Ásgeirsson 1, Kristinn H. Bjarkason 1, Örn Ingi Bjarkason 1.

Stjarnan: Egill Magnússon 8, Starri Friðrikssno 7, Milos Ivosevic 4, Andri Hjartar Grétarsson 3, Víglundur Jarl Þórsson 2.

FH: Andri Berg Haraldsson 9, Magnús Óli Magnússon 6, Benedikt Reynir Kristinsson 4, Ásbjörn Friðriksson 4, Ísak Rafnsson 2, Halldór Ingi Jónasson 1.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×