Hæstiréttur staðfestir stórfelld umboðssvik Páls Birgir Olgeirsson skrifar 5. febrúar 2015 16:30 Páll Heimisson í Héraðsdómi Reykjavíkur. vísir/GVA Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Páli Heimissyni sem var sakfelldur fyrir stórfelld umboðssvik. Páll var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, í Héraðsdómi Reykjavíkur í október árið 2013 fyrir stórfelld umboðssvik með því að misnota kreditkort sem hann hafði til umráða sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Með kreditkortinu greiddi Páll fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmar nítján milljónir króna. Tólf af þessum milljónum voru teknar út úr hraðbanka. Hæstiréttur sagði Pál ekki hafa með nokkru móti gert grein fyrir einstökum ráðstöfunum á fjármunum þeim, er málið varða, sem að stórum hluta voru úttekti hans á reiðufé úr hraðbönkum hér á landi. Ákvað Hæstiréttur að staðfesta sakfellingu Páls vegna þess en að öðru leyti með vísan til forsenda dóms Héraðsdóms Reykjavíkur. Hins vegar ákvað Hæstiréttur Íslands að vísa kröfu Sjálfstæðisflokksins, um að Páll greiði flokknum nítján milljónir til baka vegna brotanna, frá héraðsdómi. Var það mat Hæstaréttar að hvorki verðið ráðið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi endurgreitt þá fjármuni, sem krafan tekur til, né að honum hafi verið falið málsóknarumboð til innheimtu þeirra. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hins vegar áður dæmt Pál til að greiða Sjálfstæðisflokknum þessa fjármuni til baka.Í ákæru embættis sérstaks saksóknara gegn Páli kom fram að hann notaði kreditkortið í sextán löndum á rúmlega tveggja ára tímabili og ferðaðist um þrettán Evrópulönd á tímabilinu að meðtöldu Íslandi; Danmörku, Svíþjóð, Bretland, Holland, Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Tékkland, Króatíu, Ungverjaland, Kýpur og Rússland. Þá fór hann einnig til Líbanon, New York í Bandaríkjunum og Peking, höfuðborgar Kína.Vísaði í játningu í tölvubréfi Morgunblaðið sagði frá því að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefði sagt við réttarhöld í málinu í Hæstarétti að Páli hefði ekki tekist að sýna fram á neina heimild fyrir þessari notkun á kortinu. Þá vísaði Helgi Magnús einnig í tölvubréf sem Páll ritaði framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins þar sem hann sagðist taka fulla ábyrgð á þeim misgjörðum sem hann hafði orðið uppvís að. Engu að síður neitaði Páll sök fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Morgunblaðið hafði eftir verjanda Páls, Birni L. Bergssyni, úr Hæstarétti að Páll hefði verið svo meðvirkur á þeim tíma sem tölvubréfið var ritað að hann hefði verið reiðubúinn að taka allt málið á sig. Tengdar fréttir Mál Páls tekið fyrir í Héraðsdómi Í dag hófst aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknar gegn Páli Heimissyni, fyrrverandi starfsmanns flokkahóps íhaldsmanna í Norðurlandaráði. 20. september 2013 19:15 Páll áfrýjar til Hæstaréttar Páll Heimisson greiddi fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmlega 19 milljónir króna á kostnað SJálfstæðisflokksins. 13. janúar 2014 19:52 Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnað Ákæran á hendur Páli Heimissyni, fyrrverandi starfsmanni í Valhöll, virðist leiða í ljós að hann hafi ferðast um heim allan og lifað hátt í tvö ár á kostnað norrænu íhaldsflokkanna. Hann tók tólf milljónir í reiðufé út úr bönkum á 26 mánuðum. 11. janúar 2013 09:00 Páll Heimisson neitaði sök Páll Heimisson, sem hefur verið ákærður fyrir stórfelld umboðssvik, neitaði sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um að hafa misnotað kreditkort íhaldshóps Norðurlandaráðs, meðal annars í dýrum fataverslunum, skartgripabúðum og á veitingastöðum um allan heim. 5. mars 2013 09:22 Dæmdur fyrir að misnota kreditkort Páll Heimisson var í dag dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að misnota kreditkort sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Níu mánuðir eru skilorðsbundnir. Þarf að endurgreiða Sjálfstæðisflokknum rúmar nítján milljónir. 14. október 2013 14:30 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira
Hæstiréttur Íslands hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Páli Heimissyni sem var sakfelldur fyrir stórfelld umboðssvik. Páll var dæmdur í tólf mánaða fangelsi, þar af níu mánuði skilorðsbundna, í Héraðsdómi Reykjavíkur í október árið 2013 fyrir stórfelld umboðssvik með því að misnota kreditkort sem hann hafði til umráða sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Með kreditkortinu greiddi Páll fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmar nítján milljónir króna. Tólf af þessum milljónum voru teknar út úr hraðbanka. Hæstiréttur sagði Pál ekki hafa með nokkru móti gert grein fyrir einstökum ráðstöfunum á fjármunum þeim, er málið varða, sem að stórum hluta voru úttekti hans á reiðufé úr hraðbönkum hér á landi. Ákvað Hæstiréttur að staðfesta sakfellingu Páls vegna þess en að öðru leyti með vísan til forsenda dóms Héraðsdóms Reykjavíkur. Hins vegar ákvað Hæstiréttur Íslands að vísa kröfu Sjálfstæðisflokksins, um að Páll greiði flokknum nítján milljónir til baka vegna brotanna, frá héraðsdómi. Var það mat Hæstaréttar að hvorki verðið ráðið að Sjálfstæðisflokkurinn hafi endurgreitt þá fjármuni, sem krafan tekur til, né að honum hafi verið falið málsóknarumboð til innheimtu þeirra. Héraðsdómur Reykjavíkur hafði hins vegar áður dæmt Pál til að greiða Sjálfstæðisflokknum þessa fjármuni til baka.Í ákæru embættis sérstaks saksóknara gegn Páli kom fram að hann notaði kreditkortið í sextán löndum á rúmlega tveggja ára tímabili og ferðaðist um þrettán Evrópulönd á tímabilinu að meðtöldu Íslandi; Danmörku, Svíþjóð, Bretland, Holland, Frakkland, Þýskaland, Austurríki, Tékkland, Króatíu, Ungverjaland, Kýpur og Rússland. Þá fór hann einnig til Líbanon, New York í Bandaríkjunum og Peking, höfuðborgar Kína.Vísaði í játningu í tölvubréfi Morgunblaðið sagði frá því að Helgi Magnús Gunnarsson vararíkissaksóknari hefði sagt við réttarhöld í málinu í Hæstarétti að Páli hefði ekki tekist að sýna fram á neina heimild fyrir þessari notkun á kortinu. Þá vísaði Helgi Magnús einnig í tölvubréf sem Páll ritaði framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins þar sem hann sagðist taka fulla ábyrgð á þeim misgjörðum sem hann hafði orðið uppvís að. Engu að síður neitaði Páll sök fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Morgunblaðið hafði eftir verjanda Páls, Birni L. Bergssyni, úr Hæstarétti að Páll hefði verið svo meðvirkur á þeim tíma sem tölvubréfið var ritað að hann hefði verið reiðubúinn að taka allt málið á sig.
Tengdar fréttir Mál Páls tekið fyrir í Héraðsdómi Í dag hófst aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknar gegn Páli Heimissyni, fyrrverandi starfsmanns flokkahóps íhaldsmanna í Norðurlandaráði. 20. september 2013 19:15 Páll áfrýjar til Hæstaréttar Páll Heimisson greiddi fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmlega 19 milljónir króna á kostnað SJálfstæðisflokksins. 13. janúar 2014 19:52 Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnað Ákæran á hendur Páli Heimissyni, fyrrverandi starfsmanni í Valhöll, virðist leiða í ljós að hann hafi ferðast um heim allan og lifað hátt í tvö ár á kostnað norrænu íhaldsflokkanna. Hann tók tólf milljónir í reiðufé út úr bönkum á 26 mánuðum. 11. janúar 2013 09:00 Páll Heimisson neitaði sök Páll Heimisson, sem hefur verið ákærður fyrir stórfelld umboðssvik, neitaði sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um að hafa misnotað kreditkort íhaldshóps Norðurlandaráðs, meðal annars í dýrum fataverslunum, skartgripabúðum og á veitingastöðum um allan heim. 5. mars 2013 09:22 Dæmdur fyrir að misnota kreditkort Páll Heimisson var í dag dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að misnota kreditkort sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Níu mánuðir eru skilorðsbundnir. Þarf að endurgreiða Sjálfstæðisflokknum rúmar nítján milljónir. 14. október 2013 14:30 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Pallborðið: Umferðaröryggi og 200 milljarða viðhaldsskuld Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Skjálftahrina á Reykjanestá og sá stærsti 3,5 Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Sjá meira
Mál Páls tekið fyrir í Héraðsdómi Í dag hófst aðalmeðferð í máli sérstaks saksóknar gegn Páli Heimissyni, fyrrverandi starfsmanns flokkahóps íhaldsmanna í Norðurlandaráði. 20. september 2013 19:15
Páll áfrýjar til Hæstaréttar Páll Heimisson greiddi fyrir vörur og utanlandsferðir fyrir rúmlega 19 milljónir króna á kostnað SJálfstæðisflokksins. 13. janúar 2014 19:52
Lét íhaldsflokkana borga dýran fatnað Ákæran á hendur Páli Heimissyni, fyrrverandi starfsmanni í Valhöll, virðist leiða í ljós að hann hafi ferðast um heim allan og lifað hátt í tvö ár á kostnað norrænu íhaldsflokkanna. Hann tók tólf milljónir í reiðufé út úr bönkum á 26 mánuðum. 11. janúar 2013 09:00
Páll Heimisson neitaði sök Páll Heimisson, sem hefur verið ákærður fyrir stórfelld umboðssvik, neitaði sök við fyrirtöku málsins í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Hann er grunaður um að hafa misnotað kreditkort íhaldshóps Norðurlandaráðs, meðal annars í dýrum fataverslunum, skartgripabúðum og á veitingastöðum um allan heim. 5. mars 2013 09:22
Dæmdur fyrir að misnota kreditkort Páll Heimisson var í dag dæmdur í tólf mánaða fangelsi fyrir að misnota kreditkort sem starfsmaður íhaldshóps Norðurlandaráðs. Níu mánuðir eru skilorðsbundnir. Þarf að endurgreiða Sjálfstæðisflokknum rúmar nítján milljónir. 14. október 2013 14:30