Lífið

Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna: Mynd um hið svokallaða líf

Adda Soffía Ingvarsdóttir skrifar
Kvikmyndahátíð framhaldsskólanna fer fram næstu helgi. Þann sjöunda febrúar verður besta stuttmynd framhaldsskólanema verðlaunuð.



Fjölbrautaskólinn í Garðabæ sendir frá sér myndina Líf

Leikari: Halldóra Ósk Eiríksdóttir Ólfjörð

Leikstjóri, klipping og myndataka: Rakel Ýr Stefánsdóttir.

Um myndina: Myndin fjallar um hið svokallaða líf. Vera sem fæðist úr vatni og tekst við ýmiskonar vandamál sem að lokum ganga alveg frá henni og hún reynir að flýja aftur til öryggis síns (vatnið).



Kvikmyndahátíð framhaldsskólannna er skipulögð af hópi nemenda í hátíðaráfanga sem kenndur er á nýsköpunar- og listabraut í Fjölbrautaskólanum við Ármúla. Hátíðarstjóri er Benedikt Snær Gylfason nemi, en þetta er frumraun hans sem hátíðarstjóri.

Undirbúningur hófst í haust og hafa 25 stuttmyndir frá framhaldsskólanemum um allt land verið sendar inn.

Heiðursgestur hátíðarinnar er leikstjórinn Ragnar Bragason. Ragnar er þaulreyndur leikstjóri en ferill hans spannar sjö kvikmyndir í fullri lengd, sex þáttaseríur fyrir sjónvarp sem seldar hafa verið til sýninga víðsvegar í heiminu og tvær leiksýningar fyrir Borgarleikhúsið. Hann hóf kvikmyndaferil sinn í Fjölbrautaskólanum við Ármúla þar sem hann leikstýrði sinni fyrstu stuttmynd.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×