Lífið

Myndin Frozen sögð gera lítið úr karlmennsku á Fox News

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Rætt var um Frozen á Fox News.
Rætt var um Frozen á Fox News.
Rætt var um teiknimyndina Frozen í þættinum Fox & Friends á sjónvarpsstöðinni Fox News. Þar var sagt að í myndinni væri gert lítið úr karlmönnum; að þeir væru látnir líta út fyrir að vera skúrkar.

Rætt var við Penny Young Nance, sem titlar sig forstjóra Samtaka kvenna sem er umhugað um Bandaríkin. Í viðtalinu var hún spurð hvaða skilaboð myndin væri að senda ungum krökkum í dag.

Sjá einnig:Anna og Elsa aftur á skjáinn

Hún sagði að ekki væri gott að ungir drengir horfðu á myndina. Að hennar mati þarf að ala upp „alvöru karlmenn" og „hetjur“. Hún spurði hvað ef einhver þyrfti að bjarga þessum stelpum, því þær væru jú stelpur.

Hér að neðan má sjá þetta forvitnilega innslag.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×