Lífið

Siggi Eggerts gerir grín að kjaftasögu um eiturlyfjaframleiðslu í myndbandi

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Sigurður Eggertsson vinnur leiksigur.
Sigurður Eggertsson vinnur leiksigur.
Kennarinn og handknattleikshetjan Sigurður Eggertsson gerir grín af kjaftasögu sem hefur gengið um hann lengi að hann framleiði eiturlyf.

Sigurður leikur í nýju myndbandi frá nemendum Verslunarskólans sem má sjá hér að neðan:





Sigurður hefur áður tjáð sig um þessa kjaftasögu. Í áramótakveðju á Facebook-síðu sinni fyrir áramótin 2013 - 2014 skrifaði hann:

„Til að toppa allt fór ég að heyra alveg hreint fáránlega kjaftasögu um mig. Sagan var á þá leið að ég ætti að vera farinn að selja eiturlyf!! Helvíti djúsí saga og ég hefði smá gaman að henni fyrst. En þegar þessi sturlaða kjaftasaga var gjörsamlega út um allt hætti mér að finnast hún fyndin. Mér fór að þykja sagan mjög pirrandi og mér fannst óþægilegt að heyra að vinir mínir voru spurðir að þessu í tíma og ótíma,“ og bætti við:

„Þessi ljóta kjaftasaga fer vonandi að líða undir lok og vona ég að þessi pistill geri eitthvað í þeim efnum.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×